Biðin reynist erfiðust fyrir hælisleitendur viktoría hermannsdóttir skrifar 29. janúar 2015 07:00 Hælisleitendurnir sem rætt var við í rannsókninni upplifðu mikið vonleysi og valdleysi yfir eigin lífi. Fréttablaðið/Vilhelm Hælisleitendum á Íslandi finnst erfiðast að bíða í óvissu og iðjuleysi eftir svörum um það hvort þeir fái landvistarleyfi hérlendis. Þetta kemur fram í meistararitgerð Lilju Ingvarsson iðjuþjálfa um heilsu og aðstæður hælisleitenda. Í rannsókninni talaði hún við sex hælisleitendur, allt karlmenn sem voru hér á landir einir. Þeir voru á aldrinum 23 til 38 ára, frá Íran, Írak og Afganistan og höfðu verið hér í 6 til 30 mánuði. Auk þess talaði hún við þrjá einstaklinga sem starfað höfðu með hælisleitendum til þess að fá dýpri innsýn í heim þeirra. „Það voru fjögur meginþemu sem komu í ljós í rannsókninni sem lýstu reynslu hælisleitenda og búsetu, tækifærum til þátttöku, upplifun valdleysis og framtíðarsýn,“ segir Lilja.LILJA INGVARSSON (ERNIR)Þátttakendur bjuggu ýmist á Fit hosteli í Reykjanesbæ, í íbúð á vegum Reykjanesbæjar eða í Reykjavík. Þeir sem bjuggu í Reykjavík höfðu það betra en þeir sem bjuggu í Reykjanesbæ. Aðstaðan á Fit hosteli var mjög slæm að þeirra sögn. Einn þeirra fór til að mynda aldrei í sturtu þar heldur fór frekar í sund þar sem aðstaðan á hostelinu var svo slæm. Einnig upplifðu þeir sig meira utanveltu í Reykjanesbæ þar sem þeim fannst þeir skera sig meira úr en í Reykjavík þar sem þeir féllu betur inn í fjöldann. „Biðin reyndist þeim erfiðust,“ segir Lilja. Meðan á bið stendur fá hælisleitendur ekki atvinnuleyfi og segir Lilja að iðjuleysið reynist þeim einnig mjög erfitt. „Þeir töluðu allir um það að þeir hefðu ekkert að gera. Þeir vildu vinna og leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Þeim fannst þetta taka allt of langan tíma og töluðu um hvað það væri dýrt fyrir íslenskt samfélag að þeir mættu ekki vinna. Þeir reyndu samt að drepa tímann á ýmsan hátt, fóru í sund og voru í tvo til þrjá tíma, fóru í langa göngutúra og elduðu mat sem tók langan tíma að útbúa. En það var ekki iðja sem var þeim mikilvæg, þeir vildu koma að gagni,“ segir hún. Það er þeim einnig þungbært að hafa ekki stjórn á eigin lífi. „Þeir töluðu um að þetta væri ekkert líf. Þeim fannst tíminn líða frá sér og upplifðu mikið valdleysi. Þeim fannst erfitt að vera þiggjendur á húsnæði, fæði og vasapeninga.“ Hælisleitendurnir áttu einnig erfitt með að hugsa til framtíðar þar sem þeir vissu ekki hvað tæki við og hvort þeir fengju að vera á Íslandi. „Þeir óskuðu sér allir að samlagast íslensku samfélagi. Þeir vildu læra íslensku en höfðu efasemdir um gagnsemi þess ef þeir yrðu sendir úr landi. Einn þeirra sagði við mig að hann ætti sér engan draum núna því hann vissi ekki hvað framtíðin bæri í skauti sér, 23 ára gamall.“ Niðurstöður rannsóknar Lilju eru í samræmi við niðurstöður erlendra rannsókna á sömu málefnum. Hún segir mikilvægt að stytta málsmeðferðartíma hælisumsókna til að koma í veg fyrir heilsuspillandi áhrif af völdum langrar biðar í óvissu. Einnig þurfi að gefa gaum að búsetuformi og stuðla að tækifærum til þátttöku í iðju við hæfi, meðal annars atvinnu. Fréttaskýringar Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira
Hælisleitendum á Íslandi finnst erfiðast að bíða í óvissu og iðjuleysi eftir svörum um það hvort þeir fái landvistarleyfi hérlendis. Þetta kemur fram í meistararitgerð Lilju Ingvarsson iðjuþjálfa um heilsu og aðstæður hælisleitenda. Í rannsókninni talaði hún við sex hælisleitendur, allt karlmenn sem voru hér á landir einir. Þeir voru á aldrinum 23 til 38 ára, frá Íran, Írak og Afganistan og höfðu verið hér í 6 til 30 mánuði. Auk þess talaði hún við þrjá einstaklinga sem starfað höfðu með hælisleitendum til þess að fá dýpri innsýn í heim þeirra. „Það voru fjögur meginþemu sem komu í ljós í rannsókninni sem lýstu reynslu hælisleitenda og búsetu, tækifærum til þátttöku, upplifun valdleysis og framtíðarsýn,“ segir Lilja.LILJA INGVARSSON (ERNIR)Þátttakendur bjuggu ýmist á Fit hosteli í Reykjanesbæ, í íbúð á vegum Reykjanesbæjar eða í Reykjavík. Þeir sem bjuggu í Reykjavík höfðu það betra en þeir sem bjuggu í Reykjanesbæ. Aðstaðan á Fit hosteli var mjög slæm að þeirra sögn. Einn þeirra fór til að mynda aldrei í sturtu þar heldur fór frekar í sund þar sem aðstaðan á hostelinu var svo slæm. Einnig upplifðu þeir sig meira utanveltu í Reykjanesbæ þar sem þeim fannst þeir skera sig meira úr en í Reykjavík þar sem þeir féllu betur inn í fjöldann. „Biðin reyndist þeim erfiðust,“ segir Lilja. Meðan á bið stendur fá hælisleitendur ekki atvinnuleyfi og segir Lilja að iðjuleysið reynist þeim einnig mjög erfitt. „Þeir töluðu allir um það að þeir hefðu ekkert að gera. Þeir vildu vinna og leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Þeim fannst þetta taka allt of langan tíma og töluðu um hvað það væri dýrt fyrir íslenskt samfélag að þeir mættu ekki vinna. Þeir reyndu samt að drepa tímann á ýmsan hátt, fóru í sund og voru í tvo til þrjá tíma, fóru í langa göngutúra og elduðu mat sem tók langan tíma að útbúa. En það var ekki iðja sem var þeim mikilvæg, þeir vildu koma að gagni,“ segir hún. Það er þeim einnig þungbært að hafa ekki stjórn á eigin lífi. „Þeir töluðu um að þetta væri ekkert líf. Þeim fannst tíminn líða frá sér og upplifðu mikið valdleysi. Þeim fannst erfitt að vera þiggjendur á húsnæði, fæði og vasapeninga.“ Hælisleitendurnir áttu einnig erfitt með að hugsa til framtíðar þar sem þeir vissu ekki hvað tæki við og hvort þeir fengju að vera á Íslandi. „Þeir óskuðu sér allir að samlagast íslensku samfélagi. Þeir vildu læra íslensku en höfðu efasemdir um gagnsemi þess ef þeir yrðu sendir úr landi. Einn þeirra sagði við mig að hann ætti sér engan draum núna því hann vissi ekki hvað framtíðin bæri í skauti sér, 23 ára gamall.“ Niðurstöður rannsóknar Lilju eru í samræmi við niðurstöður erlendra rannsókna á sömu málefnum. Hún segir mikilvægt að stytta málsmeðferðartíma hælisumsókna til að koma í veg fyrir heilsuspillandi áhrif af völdum langrar biðar í óvissu. Einnig þurfi að gefa gaum að búsetuformi og stuðla að tækifærum til þátttöku í iðju við hæfi, meðal annars atvinnu.
Fréttaskýringar Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira