Jónas ætlar að fella Geir: Framboð mitt opnar á vissa umræðu Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. febrúar 2015 08:30 Jónas Ýmir Jónasson ætlar í framboð gegn sitjandi formanni KSÍ. Kosið verður á ársþingi sambandsins 14. febrúar. Vísir/Andri Marinó „Ég veit ekki hvort fólk þorir ekki að fara á móti honum, en ég er með margar hugmyndir sem ég vil koma fram og tel mig alveg tilbúinn í þetta.“ Þetta segir Jónas Ýmir Jónasson, 38 ára starfsmaður Suðurbæjarlaugar og knattspyrnuáhugamaður, við Fréttablaðið, en Jónas Ýmir hefur boðið sig fram til formanns KSÍ. Hann fer því upp á móti Geir Þorsteinssyni, sitjandi formanni, sem hefur sinnt starfinu síðan 2007.Sjá einnig:Geir fær mótframboð frá FH-ingi ársins 2014 „Hann er búinn að vera formaður í átta ár og unnið frábært starf, en nú er kominn tími á breytingar. Það hefur enginn gott af því að vera of lengi í starfi. Mér finnst að kjörtímabilið ætti að vera fjögur ár í senn og menn mættu mest sitja tvö kjörtímabil,“ segir Jónas. Síðar í vikunni ætlar að Jónas Ýmir að koma á framfæri hugmyndum sínum um framtíðarstefnu KSÍ, en það er þó eitt sem brennur hvað helst á honum. „Þetta virðist vera svolítið lokuð klíka. Ég vil opna þetta meira og t.a.m. opna bókhaldið og leyfa fólki að sjá í hvað peningarnir fara. Geir hefur gert margt gott, en samt eru hlutir sem þarf að laga og bæta. Framboð mitt opnar allavega á umræðu um þessa hluti og það er gott fyrir alla að breyta hugsunarhætti sínum. Ekkert varir að eilífu,“ segir Jónas Ýmir.Geir Þorsteinsson hefur verið formaður KSÍ í átta ár.vísir/stefánHann segist hafa fengið stuðning eftir að framboðið var kynnt í gær og býst við meiri stuðningi síðar í vikunni þegar hann kynnir sínar hugmyndir. Jónas hefur íhugað lengi að fara í framboð. „Ég hugsaði þetta fyrir síðustu formannskosningar en augljóslega gerði ég ekkert í því þá. Ég hef pælt í þessu síðustu tvö ár og lét verða af þessu núna. Það hafa allir gott af smá samkeppni og það á líka við um formann KSÍ,“ segir Jónas Ýmir, skellir svo upp úr og bætir við í gamni: „Ekki meir, Geir.“ Jónas hefur verið knattspyrnuáhugamaður frá blautu barnsbeini og mætt á nær alla leiki liðsins í þrjá áratugi. „Ég var þarna líka í gegnum erfiðu tímana. Við pabbi eru miklir FH-ingar þó ég sé líka í mikilli Haukafjölskyldu. Þó við séum FH-ingar þá eru engin vandamál í fjölskyldunni,“ segir hann léttur í bragði. Jónas er í sambúð með Hjördísi Pétursdóttur, geislafræðingi á Landspítalanum, en þau hafa verið í sambandi í 19 ár. Þau eiga tvö börn: Stúlku sem er sex ára og dreng sem er þrettán ára. „Strákurinn hefur ekki mikinn áhuga á fótbolta en sú litla æfir bæði handbolta og fótbolta með FH. Það er mikil íþróttaástríða í henni eins og pabba sínum,“ segir Jónas Ýmir Jónasson. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Geir vill meir: Formaðurinn og allir hinir bjóða sig aftur fram Formaður knattspyrnusambands Íslands vill sinna starfinu í tvö ár til viðbótar að minnsta kosti. 12. janúar 2015 16:30 Geir vill komast í stjórn UEFA Formaður KSÍ, Geir Þorsteinsson, hefur ákveðið að gefa kost á sér í stjórn Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA. 23. janúar 2015 10:39 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Dagur Örn sagður á leið til FH Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Sjá meira
„Ég veit ekki hvort fólk þorir ekki að fara á móti honum, en ég er með margar hugmyndir sem ég vil koma fram og tel mig alveg tilbúinn í þetta.“ Þetta segir Jónas Ýmir Jónasson, 38 ára starfsmaður Suðurbæjarlaugar og knattspyrnuáhugamaður, við Fréttablaðið, en Jónas Ýmir hefur boðið sig fram til formanns KSÍ. Hann fer því upp á móti Geir Þorsteinssyni, sitjandi formanni, sem hefur sinnt starfinu síðan 2007.Sjá einnig:Geir fær mótframboð frá FH-ingi ársins 2014 „Hann er búinn að vera formaður í átta ár og unnið frábært starf, en nú er kominn tími á breytingar. Það hefur enginn gott af því að vera of lengi í starfi. Mér finnst að kjörtímabilið ætti að vera fjögur ár í senn og menn mættu mest sitja tvö kjörtímabil,“ segir Jónas. Síðar í vikunni ætlar að Jónas Ýmir að koma á framfæri hugmyndum sínum um framtíðarstefnu KSÍ, en það er þó eitt sem brennur hvað helst á honum. „Þetta virðist vera svolítið lokuð klíka. Ég vil opna þetta meira og t.a.m. opna bókhaldið og leyfa fólki að sjá í hvað peningarnir fara. Geir hefur gert margt gott, en samt eru hlutir sem þarf að laga og bæta. Framboð mitt opnar allavega á umræðu um þessa hluti og það er gott fyrir alla að breyta hugsunarhætti sínum. Ekkert varir að eilífu,“ segir Jónas Ýmir.Geir Þorsteinsson hefur verið formaður KSÍ í átta ár.vísir/stefánHann segist hafa fengið stuðning eftir að framboðið var kynnt í gær og býst við meiri stuðningi síðar í vikunni þegar hann kynnir sínar hugmyndir. Jónas hefur íhugað lengi að fara í framboð. „Ég hugsaði þetta fyrir síðustu formannskosningar en augljóslega gerði ég ekkert í því þá. Ég hef pælt í þessu síðustu tvö ár og lét verða af þessu núna. Það hafa allir gott af smá samkeppni og það á líka við um formann KSÍ,“ segir Jónas Ýmir, skellir svo upp úr og bætir við í gamni: „Ekki meir, Geir.“ Jónas hefur verið knattspyrnuáhugamaður frá blautu barnsbeini og mætt á nær alla leiki liðsins í þrjá áratugi. „Ég var þarna líka í gegnum erfiðu tímana. Við pabbi eru miklir FH-ingar þó ég sé líka í mikilli Haukafjölskyldu. Þó við séum FH-ingar þá eru engin vandamál í fjölskyldunni,“ segir hann léttur í bragði. Jónas er í sambúð með Hjördísi Pétursdóttur, geislafræðingi á Landspítalanum, en þau hafa verið í sambandi í 19 ár. Þau eiga tvö börn: Stúlku sem er sex ára og dreng sem er þrettán ára. „Strákurinn hefur ekki mikinn áhuga á fótbolta en sú litla æfir bæði handbolta og fótbolta með FH. Það er mikil íþróttaástríða í henni eins og pabba sínum,“ segir Jónas Ýmir Jónasson.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Geir vill meir: Formaðurinn og allir hinir bjóða sig aftur fram Formaður knattspyrnusambands Íslands vill sinna starfinu í tvö ár til viðbótar að minnsta kosti. 12. janúar 2015 16:30 Geir vill komast í stjórn UEFA Formaður KSÍ, Geir Þorsteinsson, hefur ákveðið að gefa kost á sér í stjórn Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA. 23. janúar 2015 10:39 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Dagur Örn sagður á leið til FH Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Sjá meira
Geir vill meir: Formaðurinn og allir hinir bjóða sig aftur fram Formaður knattspyrnusambands Íslands vill sinna starfinu í tvö ár til viðbótar að minnsta kosti. 12. janúar 2015 16:30
Geir vill komast í stjórn UEFA Formaður KSÍ, Geir Þorsteinsson, hefur ákveðið að gefa kost á sér í stjórn Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA. 23. janúar 2015 10:39