Kærðir fái að tala sínu máli fyrir aganefnd Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. febrúar 2015 07:00 Veigar Páll Gunnarsson fær að líta rauða spjaldið hjá Kristni Jakobssyni í lokaumferð Pepsi-deildar karla í haust. Vísir/Andri Marinó Ársþing KSÍ hefst í dag og að venju liggja nokkrar tillögur fyrir þinginu um breytingar á lögum og reglugerðum sambandsins. Ein þeirra snýr að aga- og úrskurðarmálum en fyrir henni standa fulltrúar FH, Fjölnis, Fylkis, ÍBV og Víkings. Í stuttu máli gengur tillagan út á að stjórn KSÍ verði falið að breyta reglugerðinni á þann hátt að þeir sem eru kærðir til aga- og úrskurðarnefndar geti tekið til varna fyrir nefndinni og leitt fyrir hana vitni. Á þetta aðeins við í þeim málum þar sem viðurlög við brotunum sem viðkomandi er kærður fyrir er sekt og minnst tveggja leikja bann. „Okkar afstaða er sú að það sé full innistæða fyrir því að taka alvöru umræða um hvort það geti verið sanngjarnt í vissum málum að menn geti komið inn fyrir aganefnd og talað sínu máli,“ segir Kristján Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fjölnis. „Við teljum mikilvægt að það sé gert á réttum forsendum þegar menn eru dæmdir í langt bann í stuttu móti.“ Kristján tekur þó fram að þetta eigi aðeins við um minnihluta þeirra mála sem komi fyrir aganefnd ár hvert og að menn fari ekki þessa leið nema að vel hugsuðu máli. „Ákveði menn yfirhöfuð að fara í þennan farveg með þetta mál megi þeir eiga von á því að dómurinn yfir þeim verði þyngdur ef niðurstaðan er þeim ekki í hag. Þessi breyting er ekki hugsuð á þann hátt að menn geti sótt hvert einasta mál sem fer fyrir aganefnd. En við teljum að það sé sanngirnismál að þeir sem telja sig geta sýnt fram á að [dómari eða eftirlitsmaður] hafi rangt fyrir sér fái tækifæri til að ræða það frekar,“ segir Einar en úrskurðir nefndarinnar eru yfirleitt byggðir á skýrslum dómara og eftirlitsmanna viðkomandi leikja. Enn fremur er lagt fram í tillögunni að nefndinni verði skylt að gefa skriflegan rökstuðning fyrir úrskurði sínum í þyngri málum, sem ekki hefur tíðkast hingað til. „Ég á ekki von á öðru en að það verði vilji til að ræða þessi málefni innan hreyfingarinnar,“ segir Einar enn fremur. Meðal annarra tillagna sem teknar verða fyrir á þinginu er tillaga stjórnar KSÍ um að aðskilja áminningar og brottvísanir á milli Íslandsmóts og bikarkeppni, tillaga starfshópa um lágmarksfjölda uppalinna leikmanna í hverjum leikmannahópi annars vegar og ferðaþátttökugjald félaga hins vegar. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Dagur Örn sagður á leið til FH Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Sjá meira
Ársþing KSÍ hefst í dag og að venju liggja nokkrar tillögur fyrir þinginu um breytingar á lögum og reglugerðum sambandsins. Ein þeirra snýr að aga- og úrskurðarmálum en fyrir henni standa fulltrúar FH, Fjölnis, Fylkis, ÍBV og Víkings. Í stuttu máli gengur tillagan út á að stjórn KSÍ verði falið að breyta reglugerðinni á þann hátt að þeir sem eru kærðir til aga- og úrskurðarnefndar geti tekið til varna fyrir nefndinni og leitt fyrir hana vitni. Á þetta aðeins við í þeim málum þar sem viðurlög við brotunum sem viðkomandi er kærður fyrir er sekt og minnst tveggja leikja bann. „Okkar afstaða er sú að það sé full innistæða fyrir því að taka alvöru umræða um hvort það geti verið sanngjarnt í vissum málum að menn geti komið inn fyrir aganefnd og talað sínu máli,“ segir Kristján Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fjölnis. „Við teljum mikilvægt að það sé gert á réttum forsendum þegar menn eru dæmdir í langt bann í stuttu móti.“ Kristján tekur þó fram að þetta eigi aðeins við um minnihluta þeirra mála sem komi fyrir aganefnd ár hvert og að menn fari ekki þessa leið nema að vel hugsuðu máli. „Ákveði menn yfirhöfuð að fara í þennan farveg með þetta mál megi þeir eiga von á því að dómurinn yfir þeim verði þyngdur ef niðurstaðan er þeim ekki í hag. Þessi breyting er ekki hugsuð á þann hátt að menn geti sótt hvert einasta mál sem fer fyrir aganefnd. En við teljum að það sé sanngirnismál að þeir sem telja sig geta sýnt fram á að [dómari eða eftirlitsmaður] hafi rangt fyrir sér fái tækifæri til að ræða það frekar,“ segir Einar en úrskurðir nefndarinnar eru yfirleitt byggðir á skýrslum dómara og eftirlitsmanna viðkomandi leikja. Enn fremur er lagt fram í tillögunni að nefndinni verði skylt að gefa skriflegan rökstuðning fyrir úrskurði sínum í þyngri málum, sem ekki hefur tíðkast hingað til. „Ég á ekki von á öðru en að það verði vilji til að ræða þessi málefni innan hreyfingarinnar,“ segir Einar enn fremur. Meðal annarra tillagna sem teknar verða fyrir á þinginu er tillaga stjórnar KSÍ um að aðskilja áminningar og brottvísanir á milli Íslandsmóts og bikarkeppni, tillaga starfshópa um lágmarksfjölda uppalinna leikmanna í hverjum leikmannahópi annars vegar og ferðaþátttökugjald félaga hins vegar.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Dagur Örn sagður á leið til FH Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Sjá meira