Fjöldi fólks við útförina guðsteinn bjarnason skrifar 4. mars 2015 07:00 Þúsundir manna fylgdu Nemtsov til grafar í Moskvu. fréttablaðið/EPA Þúsundir manna gengu upp að kistu Boris Nemtsovs í gær til að kveðja hann, þar sem kistan var höfð opin við Sakharov-miðstöðina í Moskvu. Miðstöðin er nefnd eftir Andrei Sakharov, einum þekktasta andófsmanni Sovéttímans. Nemtsov var myrtur á fimmtudaginn úti á götu í Moskvu, en hann hafði árum saman harðlega gagnrýnt stjórn Vladimírs Pútín forseta. Anna Duritskaja, hin úkraínska kærasta Nemtsovs, fékk að fara heim til Kænugarðs á mánudag. Rússnesk stjórnvöld höfðu þá haldið henni í yfirheyrslum yfir helgina, en hún var viðstödd þegar hann var myrtur. Hún er talin vera eina vitnið að morðinu, en segist ekki hafa séð neitt þar sem morðinginn hafi komið aftan að þeim og verið horfinn á braut nánast samstundis. Að minnsta kosti tveimur evrópskum þingmönnum var bannað að koma til Rússlands til að taka þátt í athöfninni í gær. Þetta eru þau Sandra Kalniete, fyrrverandi utanríkisráðherra Lettlands, og Bogdan Borusewicz, forseti efri deildar pólska þingsins. Stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní fékk ekki að fara til útfararinnar, en hann situr í fangelsi. Hann hafði óskað eftir því að fá að vera viðstaddur útför Nemtsovs. Fjölmargir andstæðingar Pútíns hafa ýmist verið myrtir eða settir í fangelsi á valdatíð hans. Meðal þeirra er blaðakonan Anna Politkovskaja sem var myrt árið 2006 í lyftu í fjölbýlishúsinu sem hún bjó í. Fimm menn hafa verið dæmdir í fangelsi fyrir morðið á henni, en engin skýring hefur samt fengist á því hver hafi fengið þá til verksins. Pútín hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa sjálfur tekið að sér umsjón með rannsókninni á morðinu á Nemtsov, ekki síst þar sem andstæðingar hans hafa viljað bendla hann sjálfan við morðið. Meðal viðstaddra Auk ættingja og vina Nemtsovs voru bæði rússneskir stjórnarandstæðingar og fulltrúar rússneskra stórnvalda viðstaddir útförina ásamt fulltrúum erlendra ríkja. Arkadí Dvorkovítsj, aðstoðarforsætisráðherra Rússlands. John Tefft, sendiherra Bandaríkjanna í Rússlandi. Vygaudas Usackas, hinn lettneski fastafulltrúi Evrópusambandsins í Rússlandi. John Major, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands. Mikhaíl Kasjanov, stjórnarandstæðingur, fyrrverandi forsætisráðherra Rússlands. Ilja Jashín, einn helsti samstarfsmaður Nemtsovs til margra ára. Anatólí Tsjúbaís, einn helsti forsprakki einkavæðingar á tímum Boris Jeltsíns forseta. Platon Lebedev, einn helsti samstarfsmaður auðkýfingsins Mikhaíls Khodorkovskís. Báðir sátu þeir árum saman í fangelsi. Dina Eidman, 87 ára gömul móðir hins myrta, og aðrir ættingjar og vinir. Morðið á Boris Nemtsov Rússland Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Þúsundir manna gengu upp að kistu Boris Nemtsovs í gær til að kveðja hann, þar sem kistan var höfð opin við Sakharov-miðstöðina í Moskvu. Miðstöðin er nefnd eftir Andrei Sakharov, einum þekktasta andófsmanni Sovéttímans. Nemtsov var myrtur á fimmtudaginn úti á götu í Moskvu, en hann hafði árum saman harðlega gagnrýnt stjórn Vladimírs Pútín forseta. Anna Duritskaja, hin úkraínska kærasta Nemtsovs, fékk að fara heim til Kænugarðs á mánudag. Rússnesk stjórnvöld höfðu þá haldið henni í yfirheyrslum yfir helgina, en hún var viðstödd þegar hann var myrtur. Hún er talin vera eina vitnið að morðinu, en segist ekki hafa séð neitt þar sem morðinginn hafi komið aftan að þeim og verið horfinn á braut nánast samstundis. Að minnsta kosti tveimur evrópskum þingmönnum var bannað að koma til Rússlands til að taka þátt í athöfninni í gær. Þetta eru þau Sandra Kalniete, fyrrverandi utanríkisráðherra Lettlands, og Bogdan Borusewicz, forseti efri deildar pólska þingsins. Stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní fékk ekki að fara til útfararinnar, en hann situr í fangelsi. Hann hafði óskað eftir því að fá að vera viðstaddur útför Nemtsovs. Fjölmargir andstæðingar Pútíns hafa ýmist verið myrtir eða settir í fangelsi á valdatíð hans. Meðal þeirra er blaðakonan Anna Politkovskaja sem var myrt árið 2006 í lyftu í fjölbýlishúsinu sem hún bjó í. Fimm menn hafa verið dæmdir í fangelsi fyrir morðið á henni, en engin skýring hefur samt fengist á því hver hafi fengið þá til verksins. Pútín hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa sjálfur tekið að sér umsjón með rannsókninni á morðinu á Nemtsov, ekki síst þar sem andstæðingar hans hafa viljað bendla hann sjálfan við morðið. Meðal viðstaddra Auk ættingja og vina Nemtsovs voru bæði rússneskir stjórnarandstæðingar og fulltrúar rússneskra stórnvalda viðstaddir útförina ásamt fulltrúum erlendra ríkja. Arkadí Dvorkovítsj, aðstoðarforsætisráðherra Rússlands. John Tefft, sendiherra Bandaríkjanna í Rússlandi. Vygaudas Usackas, hinn lettneski fastafulltrúi Evrópusambandsins í Rússlandi. John Major, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands. Mikhaíl Kasjanov, stjórnarandstæðingur, fyrrverandi forsætisráðherra Rússlands. Ilja Jashín, einn helsti samstarfsmaður Nemtsovs til margra ára. Anatólí Tsjúbaís, einn helsti forsprakki einkavæðingar á tímum Boris Jeltsíns forseta. Platon Lebedev, einn helsti samstarfsmaður auðkýfingsins Mikhaíls Khodorkovskís. Báðir sátu þeir árum saman í fangelsi. Dina Eidman, 87 ára gömul móðir hins myrta, og aðrir ættingjar og vinir.
Morðið á Boris Nemtsov Rússland Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira