Kökur og smjör Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar 4. mars 2015 07:00 Hér drýpur smjör af hverju strái – í bönkunum, hér býr fullt af fólki sem lifir á smálánum, hér rífast stjórnarflokkarnir um það hver eigi að ráða yfir fiskveiðiauðlindinni, sem okkur almenningi er talin trú um að sé í okkar eigu. Annað eins bull er varla til í íslensku samfélagi og er þó af nógu að taka. Hér bíða verktakar í röðum, eftir að geta grafið landið í sundur, lagt háspennulínur út um allt og hér er beðið eftir því að hægt sé að selja rafmagnið á undirverði til erlendra stórfyrirtækja, sem flytja svo allt sem þau framleiða úr landi. Hér nota stórfyrirtæki sér glufur í skattalöggjöf til þess að koma sér undan sköttum og það sama á við í grunnþjónustu, þar sem einkaaðilar hagnast um og eignast hundruð milljóna króna með því sem kallast „skattalegt hagræði“. Þetta minnir á nýlenduvæðingu Afríku á 19. og 20.öld þegar nýlenduveldin skiptu upp á milli sín álfunni og mergsugu hana inn að beini. Mörg af helstu vandamálum Afríku eru einmitt til komin vegna þessa. Og í umræðunni um heilbrigðiskerfið eru menn komnir svo langt að ræða sölu á ríkiseignum, þar með talið orkuauðlindum, Landsvirkjun og hlut í Landsbankanum til þess að byggja sjúkrahús. En réttlátara skattkerfi, þar sem þeir sem vaða í peningum láta meira af hendi rakna, það má ekki minnast á. Í frétt á RÚV frá því í febrúar segir: „Fátækt barna hefur aukist mest á Íslandi á árunum 2008 til 2012 af ríkjum OECD. Ísland er í neðsta sæti af fjörutíu og einu ríki og er næst á eftir Grikklandi. Mest fátækt er hjá börnum innflytjenda á Íslandi eða um 38 prósent…Fram kemur að fátækt barna á Íslandi jókst um rúm 20 prósentustig frá árinu 2008 til 2012 eða frá 11,2 prósentum í 31,6. Þetta þýðir að 17 þúsund fleiri börn hér á landi hafa fallið undir lágtekjumörkin frá 2008.“ Þetta er fengið úr nýrri skýrslu UNICEF, þar sem borin eru saman gögn frá yfir 40 ríkjum OECD og Evrópusambandsins. Hvað er til ráða? Jú, það þarf að skipta þessari margumtöluðu köku með réttlátari hætti. Nei, bíddu við, segja frjálshyggjumenn, það þarf að stækka kökuna! Þá fá allir nóg. Nei, segi ég, það er nefnilega þannig að sumir eru með svo stórar kökur að þeim dugar varla lífið til, til þess að troða þeim ofan í sig. Þá geta þeir bara leyft öðrum að njóta með sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Hér drýpur smjör af hverju strái – í bönkunum, hér býr fullt af fólki sem lifir á smálánum, hér rífast stjórnarflokkarnir um það hver eigi að ráða yfir fiskveiðiauðlindinni, sem okkur almenningi er talin trú um að sé í okkar eigu. Annað eins bull er varla til í íslensku samfélagi og er þó af nógu að taka. Hér bíða verktakar í röðum, eftir að geta grafið landið í sundur, lagt háspennulínur út um allt og hér er beðið eftir því að hægt sé að selja rafmagnið á undirverði til erlendra stórfyrirtækja, sem flytja svo allt sem þau framleiða úr landi. Hér nota stórfyrirtæki sér glufur í skattalöggjöf til þess að koma sér undan sköttum og það sama á við í grunnþjónustu, þar sem einkaaðilar hagnast um og eignast hundruð milljóna króna með því sem kallast „skattalegt hagræði“. Þetta minnir á nýlenduvæðingu Afríku á 19. og 20.öld þegar nýlenduveldin skiptu upp á milli sín álfunni og mergsugu hana inn að beini. Mörg af helstu vandamálum Afríku eru einmitt til komin vegna þessa. Og í umræðunni um heilbrigðiskerfið eru menn komnir svo langt að ræða sölu á ríkiseignum, þar með talið orkuauðlindum, Landsvirkjun og hlut í Landsbankanum til þess að byggja sjúkrahús. En réttlátara skattkerfi, þar sem þeir sem vaða í peningum láta meira af hendi rakna, það má ekki minnast á. Í frétt á RÚV frá því í febrúar segir: „Fátækt barna hefur aukist mest á Íslandi á árunum 2008 til 2012 af ríkjum OECD. Ísland er í neðsta sæti af fjörutíu og einu ríki og er næst á eftir Grikklandi. Mest fátækt er hjá börnum innflytjenda á Íslandi eða um 38 prósent…Fram kemur að fátækt barna á Íslandi jókst um rúm 20 prósentustig frá árinu 2008 til 2012 eða frá 11,2 prósentum í 31,6. Þetta þýðir að 17 þúsund fleiri börn hér á landi hafa fallið undir lágtekjumörkin frá 2008.“ Þetta er fengið úr nýrri skýrslu UNICEF, þar sem borin eru saman gögn frá yfir 40 ríkjum OECD og Evrópusambandsins. Hvað er til ráða? Jú, það þarf að skipta þessari margumtöluðu köku með réttlátari hætti. Nei, bíddu við, segja frjálshyggjumenn, það þarf að stækka kökuna! Þá fá allir nóg. Nei, segi ég, það er nefnilega þannig að sumir eru með svo stórar kökur að þeim dugar varla lífið til, til þess að troða þeim ofan í sig. Þá geta þeir bara leyft öðrum að njóta með sér.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar