Erum við tilbúin fyrir næstu iðnbyltingu? Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 5. mars 2015 07:00 Áratuga hefð er fyrir því að halda Iðnþing einu sinni á ári. Þá kemur fólk í íslenskum iðnaði saman og fer yfir þau málefni sem efst eru á baugi. Iðnþing 2015 fer fram á Hótel Nordica í dag og hefst kl. 14. Þar munu leiðtogar fyrirtækja, sérfræðingar og ráðherrar ræða saman um þær stefnuáherslur sem Samtök iðnaðarins hafa sett á oddinn, það er menntun, nýsköpun og framleiðni. Menntun er lykillinn að velmegun allra þjóða. Samtök iðnaðarins vilja efla menntun fyrir atvinnulífið. Til þess að hér megi áfram dafna öflugt atvinnulíf verðum við að fjölga iðn-, verk- og tæknimenntuðu fólki. Það er skortur á fagmenntuðu fólki á Íslandi, ekki bara í iðnaði heldur einnig í mörgum öðrum greinum svo sem ferðaþjónustu og sjávarútvegi. Undanfarin ár hefur tekist að vekja áhuga ungs fólks á tækifærum innan verk- og tæknigreina á háskólastigi. Þann vöxt þarf að tryggja áfram. Nýsköpun er forsenda framþróunar og framleiðniaukningar. Við viljum styrkja og styðja við nýsköpun á öllum sviðum. Á Iðnþingi munum við ræða nauðsyn þess að skapa nýjar lausnir til að auka framleiðni á öllum sviðum iðnaðar, jafnt hjá sprotum sem rótgrónum fyrirtækjum. Nýsköpun og menntun eru grunnþættir sem stuðla að aukinni framleiðni. Við Íslendingar erum eftirbátar annarra þjóða þegar kemur að framleiðni. Með öðrum orðum eru afköst okkar lakari í samanburði við nágrannaþjóðir. Við megum ekki og eigum ekki að sætta okkur við það. Geta okkar til að auka hér hagvöxt liggur í aukinni framleiðni og betri nýtingu mannauðs. Það er samvinnuverkefni okkar allra að koma Íslandi í fremstu röð ríkja og skapa hér heilbrigt og öflugt atvinnulíf sem er ákjósanlegt fyrir fólk og fyrirtæki. Velkomin á iðnþing! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Sjá meira
Áratuga hefð er fyrir því að halda Iðnþing einu sinni á ári. Þá kemur fólk í íslenskum iðnaði saman og fer yfir þau málefni sem efst eru á baugi. Iðnþing 2015 fer fram á Hótel Nordica í dag og hefst kl. 14. Þar munu leiðtogar fyrirtækja, sérfræðingar og ráðherrar ræða saman um þær stefnuáherslur sem Samtök iðnaðarins hafa sett á oddinn, það er menntun, nýsköpun og framleiðni. Menntun er lykillinn að velmegun allra þjóða. Samtök iðnaðarins vilja efla menntun fyrir atvinnulífið. Til þess að hér megi áfram dafna öflugt atvinnulíf verðum við að fjölga iðn-, verk- og tæknimenntuðu fólki. Það er skortur á fagmenntuðu fólki á Íslandi, ekki bara í iðnaði heldur einnig í mörgum öðrum greinum svo sem ferðaþjónustu og sjávarútvegi. Undanfarin ár hefur tekist að vekja áhuga ungs fólks á tækifærum innan verk- og tæknigreina á háskólastigi. Þann vöxt þarf að tryggja áfram. Nýsköpun er forsenda framþróunar og framleiðniaukningar. Við viljum styrkja og styðja við nýsköpun á öllum sviðum. Á Iðnþingi munum við ræða nauðsyn þess að skapa nýjar lausnir til að auka framleiðni á öllum sviðum iðnaðar, jafnt hjá sprotum sem rótgrónum fyrirtækjum. Nýsköpun og menntun eru grunnþættir sem stuðla að aukinni framleiðni. Við Íslendingar erum eftirbátar annarra þjóða þegar kemur að framleiðni. Með öðrum orðum eru afköst okkar lakari í samanburði við nágrannaþjóðir. Við megum ekki og eigum ekki að sætta okkur við það. Geta okkar til að auka hér hagvöxt liggur í aukinni framleiðni og betri nýtingu mannauðs. Það er samvinnuverkefni okkar allra að koma Íslandi í fremstu röð ríkja og skapa hér heilbrigt og öflugt atvinnulíf sem er ákjósanlegt fyrir fólk og fyrirtæki. Velkomin á iðnþing!
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar