Karen: Tókum til hjá okkur og löguðum sóknarleikinn Ingvi Þór SÆmundsson skrifar 6. mars 2015 06:45 Karen Helga Díönudóttir fer fyrir Haukaliðinu. vísir/valli Haukar hafa verið á mikilli siglingu í Olís-deild kvenna að undanförnu en liðið hefur unnið fimm leiki í röð og tíu af síðustu ellefu leikjum sínum. Haukar sitja í 4. sæti deildarinnar með 26 stig þegar þrjá umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Karen Helga Díönudóttir, leikstjórnandi og fyrirliði Hauka, segir að Hafnarfjarðarliðið hafi nýtt vetrarfríið vel til að bæta það sem miður fór í upphafi tímabils, en Haukar töpuðu fimm af átta fyrstu deildarleikjum sínum. „Við vorum ekki nógu sáttar með okkur sjálfar eftir fyrri hluta tímabilsins,“ sagði Karen, sem var í skólanum þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hennar í gær, en hún stundar nám í rekstrarhagfræði við Háskólann í Reykjavík. „Við tókum til hjá okkur, fórum vel yfir það sem þurfti að laga og settum okkur skýrari markmið. Okkur fannst sóknarleikurinn ekki hafa staðið undir nafni og eyddum miklum tíma í að bæta hann í vetrarfríinu,“ sagði Karen. Hún bætti þó við að Haukar þyrftu væntanlega aðeins að breyta áherslunum hjá sér en báðar örvhentu skyttur liðsins, Viktoría Valdimarsdóttir og Kolbrún Gígja Einarsdóttir, eru meiddar á hné og verða líklega ekki meira með á tímabilinu. Haukar eru sem áður segir í 4. sæti deildarinnar en Karen segir að 5. sætið hafi verið markmiðið fyrir tímabilið: „Við erum komnar upp í 4. sætið og eru staðráðnar í að halda okkur þar. Það er smá stökk upp í 3. sætið en það getur allt gerst,“ sagði Karen, en hversu langt getur Haukaliðið farið í vetur? „Alla leið, eigum við ekki að segja það. Það býr mikið í þessu liði, mikið hungur og mikil leikgleði,“ sagði Karen sem hefur, líkt og allt Haukaliðið, verið í mikilli sókn á undanförnum árum. Hún lék sína fyrstu A-landsliðsleiki síðasta haust og stefnir á að halda sæti sínu í landsliðinu. „Að sjálfsögðu, annars væri maður ekki í þessu. Þarna vill maður vera,“ sagði Karen að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Starf Amorims öruggt Enski boltinn „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Handbolti Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Sport Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Sjá meira
Haukar hafa verið á mikilli siglingu í Olís-deild kvenna að undanförnu en liðið hefur unnið fimm leiki í röð og tíu af síðustu ellefu leikjum sínum. Haukar sitja í 4. sæti deildarinnar með 26 stig þegar þrjá umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Karen Helga Díönudóttir, leikstjórnandi og fyrirliði Hauka, segir að Hafnarfjarðarliðið hafi nýtt vetrarfríið vel til að bæta það sem miður fór í upphafi tímabils, en Haukar töpuðu fimm af átta fyrstu deildarleikjum sínum. „Við vorum ekki nógu sáttar með okkur sjálfar eftir fyrri hluta tímabilsins,“ sagði Karen, sem var í skólanum þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hennar í gær, en hún stundar nám í rekstrarhagfræði við Háskólann í Reykjavík. „Við tókum til hjá okkur, fórum vel yfir það sem þurfti að laga og settum okkur skýrari markmið. Okkur fannst sóknarleikurinn ekki hafa staðið undir nafni og eyddum miklum tíma í að bæta hann í vetrarfríinu,“ sagði Karen. Hún bætti þó við að Haukar þyrftu væntanlega aðeins að breyta áherslunum hjá sér en báðar örvhentu skyttur liðsins, Viktoría Valdimarsdóttir og Kolbrún Gígja Einarsdóttir, eru meiddar á hné og verða líklega ekki meira með á tímabilinu. Haukar eru sem áður segir í 4. sæti deildarinnar en Karen segir að 5. sætið hafi verið markmiðið fyrir tímabilið: „Við erum komnar upp í 4. sætið og eru staðráðnar í að halda okkur þar. Það er smá stökk upp í 3. sætið en það getur allt gerst,“ sagði Karen, en hversu langt getur Haukaliðið farið í vetur? „Alla leið, eigum við ekki að segja það. Það býr mikið í þessu liði, mikið hungur og mikil leikgleði,“ sagði Karen sem hefur, líkt og allt Haukaliðið, verið í mikilli sókn á undanförnum árum. Hún lék sína fyrstu A-landsliðsleiki síðasta haust og stefnir á að halda sæti sínu í landsliðinu. „Að sjálfsögðu, annars væri maður ekki í þessu. Þarna vill maður vera,“ sagði Karen að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Starf Amorims öruggt Enski boltinn „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Handbolti Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Sport Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Sjá meira