Grafarholtið er umkringt skriðdrekum Illugi Jökulsson skrifar 7. mars 2015 07:00 Gott fólk. Reynið að ímynda ykkur hvernig börnunum okkar myndi líða ef hér brytist skyndilega út óskiljanleg grimmileg borgarastyrjöld. Grafarholtið væri umkringt skriðdrekum. Í Vesturbænum stæði hreinlega ekki steinn yfir steini. Allir íbúar Ísafjarðar hefðu hrakist á flótta. Á Egilsstöðum væri barist hús úr húsi. Á Hellu hefðust börnin við í húsarústum, klæðlítil án matar, allir fullorðnir á brott. Þessi sýn er skelfileg og við getum þakkað fyrir að hún verður ekki að veruleika. En í Sýrlandi er einmitt þetta veruleiki milljóna barna. Og þótt Sýrland sé fjarri, þá eru öll þau börn sem búa við þessar aðstæður einnig börnin okkar. Nú stendur yfir söfnunarátak sem Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF á Íslandi, og Fatímusjóðurinn standa saman að. Þann sjóð stofnaði móðir mín, Jóhanna Kristjónsdóttir, fyrir áratug og hefur haldið úti af miklum myndarbrag með fleira góðu fólki. Ég vil eindregið hvetja fólk, nei, eggja fólk lögeggjan að taka þátt í söfnuninni en henni er sérstaklega ætlað að hjálpa sýrlensku flóttabörnunum til þess sem líkist eitthvað eðlilegu lífi með því að gera þeim kleift að ganga í skóla í flóttamannabúðunum þar sem þau hafast við. Með því að senda sms-ið BARN í símanúmerið 1900 gefur þú 1.490 krónur sem duga fyrir pakka af skólagögnum fyrir sýrlenskt flóttabarn. Eða leggðu frjálst framlag inn á reikning Fatímusjóðsins: 0512-04-250461 kt. 680808-0580. Það er margt hægt að gera; í dag er til dæmis hægt að skreppa niður í Hörpu í Reykjavík og tefla snarpa skák við Hrafn bróður minn sem þar situr að maraþon-tafli og safnar í leiðinni framlögum. Þar eru líka til sölu ýmsar af vinsælum bókum móður minnar og fleira gott. Já, þetta er mergurinn málsins. Við horfum á fréttirnar af skelfingum líkt og í Sýrlandi og höldum að við hér getum ekkert gert. En við getum í rauninni ýmislegt gert. Leggjum lið. Hjálpum börnunum okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Illugi Jökulsson Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Gott fólk. Reynið að ímynda ykkur hvernig börnunum okkar myndi líða ef hér brytist skyndilega út óskiljanleg grimmileg borgarastyrjöld. Grafarholtið væri umkringt skriðdrekum. Í Vesturbænum stæði hreinlega ekki steinn yfir steini. Allir íbúar Ísafjarðar hefðu hrakist á flótta. Á Egilsstöðum væri barist hús úr húsi. Á Hellu hefðust börnin við í húsarústum, klæðlítil án matar, allir fullorðnir á brott. Þessi sýn er skelfileg og við getum þakkað fyrir að hún verður ekki að veruleika. En í Sýrlandi er einmitt þetta veruleiki milljóna barna. Og þótt Sýrland sé fjarri, þá eru öll þau börn sem búa við þessar aðstæður einnig börnin okkar. Nú stendur yfir söfnunarátak sem Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF á Íslandi, og Fatímusjóðurinn standa saman að. Þann sjóð stofnaði móðir mín, Jóhanna Kristjónsdóttir, fyrir áratug og hefur haldið úti af miklum myndarbrag með fleira góðu fólki. Ég vil eindregið hvetja fólk, nei, eggja fólk lögeggjan að taka þátt í söfnuninni en henni er sérstaklega ætlað að hjálpa sýrlensku flóttabörnunum til þess sem líkist eitthvað eðlilegu lífi með því að gera þeim kleift að ganga í skóla í flóttamannabúðunum þar sem þau hafast við. Með því að senda sms-ið BARN í símanúmerið 1900 gefur þú 1.490 krónur sem duga fyrir pakka af skólagögnum fyrir sýrlenskt flóttabarn. Eða leggðu frjálst framlag inn á reikning Fatímusjóðsins: 0512-04-250461 kt. 680808-0580. Það er margt hægt að gera; í dag er til dæmis hægt að skreppa niður í Hörpu í Reykjavík og tefla snarpa skák við Hrafn bróður minn sem þar situr að maraþon-tafli og safnar í leiðinni framlögum. Þar eru líka til sölu ýmsar af vinsælum bókum móður minnar og fleira gott. Já, þetta er mergurinn málsins. Við horfum á fréttirnar af skelfingum líkt og í Sýrlandi og höldum að við hér getum ekkert gert. En við getum í rauninni ýmislegt gert. Leggjum lið. Hjálpum börnunum okkar.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar