Götótta Reykjavík Sigurjón Magnús Egilsson skrifar 10. mars 2015 06:15 Segja má, ýkjulítið, að það fólk sem ekur um götur Reykjavíkur teljist einstaklega lánsamt komist það klakklaust á áfangastað. Götur Reykjavíkur hafa ekki í annan tíma verið verri en nú. Gatnakerfið er götótt, hættulegt og hvimleitt. Greinilegt er að stórátaks er þörf. Og það strax og veður leyfir. Reiðhjólarómantíkin er ágæt. Raunveruleikinn hefur nú kastað skugga á hana í vetur. Það er einungis fyrir hraustasta fólk að fara leiðar sinnar á reiðhjóli í því árferði sem við höfum búið við. Þegar aðstæður verða erfiðari kemur glöggt í ljós að draumamyndirnar um gjörbreytta borg eru fínar í huga þeirra sem þannig hugsa og á teikniborðinu, en einar sér ganga þær ekki. Borgarfulltrúar minnihlutaflokkanna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, ætla greinilega að þrýsta á meirihlutann. Í borgarráði gerðu sjálfstæðismenn þetta að umtalsefni og bókuðu um gatnakerfið: „Stefna sem tekin var upp á fyrsta fjárhagsári Samfylkingar og Bjartrar framtíðar/Besta flokksins þar sem dregið var verulega úr framlögum til malbiksframkvæmda hefur skilað sér í ástandi gatna sem er óviðunandi.“ Framsókn bókaði líka á sama veg. Sjálfstæðismenn benda á að meirihluti Samfylkingar og Besta flokksins hafi á síðasta kjörtímabili dregið verulega úr framlögunum. „Í dag er staðan sú að venjulegt viðhald dugir ekki, heldur þarf átak sem mun kosta borgarbúa miklu meira en ef árlegt viðhald hefði verið eðlilegt á kjörtímabili Samfylkingar og Besta flokks sem lækkuðu framlög til viðhalds á malbiki um 37% árið 2011 sem var þeirra fyrsta fjárhagsár. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins styðja aukin framlög til malbikunarframkvæmda enda verður ekki hjá því komist.“ Merkilegt er að einna mest eru sýnileg átök milli meirihluta og minnihluta í Reykjavík um hvort þrengja megi gamlar breiðgötur, götur sem voru hannaðar og lagðar af stjórnvöldum sem sáu helst fyrir sér að hraðbrautir lægju þvers og kruss um alla borgina, eða ekki. Sjálfstæðismenn verja gamla fyrirkomulagið og bókuðu í borgarráði: „…hafa borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lagt til að hætt verði við tilgangslausa þrengingu Grensásvegar og fjármagnið 160 milljónir króna verði nýtt í viðhald gatna.“ Margar breytingar hafa tekist með ágætum, til að mynda Borgartúnið. Hluti Grensásvegar var lagður í öðrum anda en nú gildir og er svo sannarlega vel við vöxt. Kjörið er að halda áfram með áætlun um þrengingar þar, þrátt fyrir bókun sjálfstæðismanna um annað. Ýta verður við meirihlutanum og tryggja að gert verði átak í Reykjavík og sama á við um Vegagerðina, borgin er torfær og nánast hættuleg. Ekki er bara hægt að kenna um vondu og óhagstæðu veðri. Tekin var ákvörðun um að slá af kröfunum og víða eru slysagildrur þess vegna og ástandið er engum bjóðandi og engum sæmandi. Reykjavík er götótt borg og verkefnin bíða víða. Það er ekkert að því að huga að umferð hjólandi og gangandi fólks en það má ekki verða lengur á kostnað gatnanna. Trúlegast mun sannast enn og aftur að hinn gullni meðalvegur er bestur. Vonandi auðnast ráðendum borgarinnar að fara bil beggja, meirihlutans og minnihlutans. Frestunin á viðhaldi gatna mun nú kosta sitt. Látið hendur standa fram úr ermum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Segja má, ýkjulítið, að það fólk sem ekur um götur Reykjavíkur teljist einstaklega lánsamt komist það klakklaust á áfangastað. Götur Reykjavíkur hafa ekki í annan tíma verið verri en nú. Gatnakerfið er götótt, hættulegt og hvimleitt. Greinilegt er að stórátaks er þörf. Og það strax og veður leyfir. Reiðhjólarómantíkin er ágæt. Raunveruleikinn hefur nú kastað skugga á hana í vetur. Það er einungis fyrir hraustasta fólk að fara leiðar sinnar á reiðhjóli í því árferði sem við höfum búið við. Þegar aðstæður verða erfiðari kemur glöggt í ljós að draumamyndirnar um gjörbreytta borg eru fínar í huga þeirra sem þannig hugsa og á teikniborðinu, en einar sér ganga þær ekki. Borgarfulltrúar minnihlutaflokkanna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, ætla greinilega að þrýsta á meirihlutann. Í borgarráði gerðu sjálfstæðismenn þetta að umtalsefni og bókuðu um gatnakerfið: „Stefna sem tekin var upp á fyrsta fjárhagsári Samfylkingar og Bjartrar framtíðar/Besta flokksins þar sem dregið var verulega úr framlögum til malbiksframkvæmda hefur skilað sér í ástandi gatna sem er óviðunandi.“ Framsókn bókaði líka á sama veg. Sjálfstæðismenn benda á að meirihluti Samfylkingar og Besta flokksins hafi á síðasta kjörtímabili dregið verulega úr framlögunum. „Í dag er staðan sú að venjulegt viðhald dugir ekki, heldur þarf átak sem mun kosta borgarbúa miklu meira en ef árlegt viðhald hefði verið eðlilegt á kjörtímabili Samfylkingar og Besta flokks sem lækkuðu framlög til viðhalds á malbiki um 37% árið 2011 sem var þeirra fyrsta fjárhagsár. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins styðja aukin framlög til malbikunarframkvæmda enda verður ekki hjá því komist.“ Merkilegt er að einna mest eru sýnileg átök milli meirihluta og minnihluta í Reykjavík um hvort þrengja megi gamlar breiðgötur, götur sem voru hannaðar og lagðar af stjórnvöldum sem sáu helst fyrir sér að hraðbrautir lægju þvers og kruss um alla borgina, eða ekki. Sjálfstæðismenn verja gamla fyrirkomulagið og bókuðu í borgarráði: „…hafa borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lagt til að hætt verði við tilgangslausa þrengingu Grensásvegar og fjármagnið 160 milljónir króna verði nýtt í viðhald gatna.“ Margar breytingar hafa tekist með ágætum, til að mynda Borgartúnið. Hluti Grensásvegar var lagður í öðrum anda en nú gildir og er svo sannarlega vel við vöxt. Kjörið er að halda áfram með áætlun um þrengingar þar, þrátt fyrir bókun sjálfstæðismanna um annað. Ýta verður við meirihlutanum og tryggja að gert verði átak í Reykjavík og sama á við um Vegagerðina, borgin er torfær og nánast hættuleg. Ekki er bara hægt að kenna um vondu og óhagstæðu veðri. Tekin var ákvörðun um að slá af kröfunum og víða eru slysagildrur þess vegna og ástandið er engum bjóðandi og engum sæmandi. Reykjavík er götótt borg og verkefnin bíða víða. Það er ekkert að því að huga að umferð hjólandi og gangandi fólks en það má ekki verða lengur á kostnað gatnanna. Trúlegast mun sannast enn og aftur að hinn gullni meðalvegur er bestur. Vonandi auðnast ráðendum borgarinnar að fara bil beggja, meirihlutans og minnihlutans. Frestunin á viðhaldi gatna mun nú kosta sitt. Látið hendur standa fram úr ermum.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun