Fyrsti eða annar flokkur? Skjóðan skrifar 11. mars 2015 12:00 Sex og hálfuári eftir að bankarnir þrír féllu er samfélagið ekki búið að vinna sig út úr hruninu og því þrotabúsástandi sem fylgdi í kjölfarið. Slitabú gömlu bankanna eru óuppgerð og hillir ekki einu sinni undir uppgjör. Slitastjórn Glitnis hefur t.a.m. sett sér rekstraráætlun fram til ársins 2019, sem bendir til að á þeim bænum búast menn við að sitja við kjötkatlana í mörg ár enn. Talað er um að aflétta fjármagnshöftum en ljóst er að þeim verður ekki aflétt nema að hluta á meðan krónan er okkar mynt. Lífeyrissjóðirnir eru lokaðir inni í haftakerfi eins og aðrir. Afleiðingarnar af því geta orðið geigvænlegar. Fjárfestingarþörf lífeyrissjóðanna nemur u.þ.b. 120-150 milljörðum á ári og í höftum fá þeir ekki að fjárfesta annars staðar en á Íslandi. Seðlabankinn hefur búið til hjáleiðir fyrir sjóðina. Þannig var Icelandair á síðasta ári heimilað að gefa út skuldabréf í erlendri mynt til að selja fyrir krónur hér innanlands. Þessi bréf verða endurgreidd í gjaldeyri og jafngilda því erlendri fjárfestingu hjá kaupendum, sem eru fyrst og fremst íslensku lífeyrissjóðirnir. Svona einstakar hjáleiðir duga hins vegar ekki lífeyrissjóðunum. Umhverfið í heild sinni verður að vera viðunandi. Megnið af fjárfestingum lífeyrissjóðanna fer því inn á íslenska markaðinn. Þessa sér merki á miklum hækkunum á hlutabréfamarkaði og fasteignamarkaði. Þó þarf ekki að efa að lífeyrissjóðirnir fara eins varlega í fjárfestingar hér innanlands og kostur er. Stjórnendum þeirra er ljós sú hætta sem sjóðunum stafar af ofhitnun íslensks verðbréfamarkaðar. Í höftum geta lífeyrissjóðir og aðrir fjárfestar ekki stundað eðlilega áhættudreifingu á eignasafni sínu. Til lengdar hefur slíkt neikvæð áhrif á ávöxtun þeirra og þar með þjóðarhag. Ljóst er að lífeyrissjóðirnir geta ekki hámarkað ávöxtun sína til lengri tíma og lágmarkað áhættu nema allar fjármagnshömlur hverfi, sem mun ekki gerast á meðan íslenska krónan er gjaldmiðill þjóðarinnar. Lífeyrissjóðirnir þurfa á því að halda að Ísland verði hluti af stóru myntsvæði. Ríkisstjórnin vill halda í krónuna. Þetta er fátæktarstefna sem dregur úr lífskjörum fólks og skerðir afkomu fyrirtækja annarra en útflutningsfyrirtækja, sem hvort eð er hafa sínar tekjur, og skuldir eru í erlendri mynt. Venjuleg atvinnufyrirtæki og almenningur í landinu eiga ekki sama láni að fagna. Séum við Íslendingar sáttir við að vera annars flokks dugar krónan okkur vel áfram en ef við viljum komast í fyrsta flokk verðum við að losa okkur undan krónunni og gerast þátttakendur í stærra myntsvæði. Þetta er ekki flókið.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Sex og hálfuári eftir að bankarnir þrír féllu er samfélagið ekki búið að vinna sig út úr hruninu og því þrotabúsástandi sem fylgdi í kjölfarið. Slitabú gömlu bankanna eru óuppgerð og hillir ekki einu sinni undir uppgjör. Slitastjórn Glitnis hefur t.a.m. sett sér rekstraráætlun fram til ársins 2019, sem bendir til að á þeim bænum búast menn við að sitja við kjötkatlana í mörg ár enn. Talað er um að aflétta fjármagnshöftum en ljóst er að þeim verður ekki aflétt nema að hluta á meðan krónan er okkar mynt. Lífeyrissjóðirnir eru lokaðir inni í haftakerfi eins og aðrir. Afleiðingarnar af því geta orðið geigvænlegar. Fjárfestingarþörf lífeyrissjóðanna nemur u.þ.b. 120-150 milljörðum á ári og í höftum fá þeir ekki að fjárfesta annars staðar en á Íslandi. Seðlabankinn hefur búið til hjáleiðir fyrir sjóðina. Þannig var Icelandair á síðasta ári heimilað að gefa út skuldabréf í erlendri mynt til að selja fyrir krónur hér innanlands. Þessi bréf verða endurgreidd í gjaldeyri og jafngilda því erlendri fjárfestingu hjá kaupendum, sem eru fyrst og fremst íslensku lífeyrissjóðirnir. Svona einstakar hjáleiðir duga hins vegar ekki lífeyrissjóðunum. Umhverfið í heild sinni verður að vera viðunandi. Megnið af fjárfestingum lífeyrissjóðanna fer því inn á íslenska markaðinn. Þessa sér merki á miklum hækkunum á hlutabréfamarkaði og fasteignamarkaði. Þó þarf ekki að efa að lífeyrissjóðirnir fara eins varlega í fjárfestingar hér innanlands og kostur er. Stjórnendum þeirra er ljós sú hætta sem sjóðunum stafar af ofhitnun íslensks verðbréfamarkaðar. Í höftum geta lífeyrissjóðir og aðrir fjárfestar ekki stundað eðlilega áhættudreifingu á eignasafni sínu. Til lengdar hefur slíkt neikvæð áhrif á ávöxtun þeirra og þar með þjóðarhag. Ljóst er að lífeyrissjóðirnir geta ekki hámarkað ávöxtun sína til lengri tíma og lágmarkað áhættu nema allar fjármagnshömlur hverfi, sem mun ekki gerast á meðan íslenska krónan er gjaldmiðill þjóðarinnar. Lífeyrissjóðirnir þurfa á því að halda að Ísland verði hluti af stóru myntsvæði. Ríkisstjórnin vill halda í krónuna. Þetta er fátæktarstefna sem dregur úr lífskjörum fólks og skerðir afkomu fyrirtækja annarra en útflutningsfyrirtækja, sem hvort eð er hafa sínar tekjur, og skuldir eru í erlendri mynt. Venjuleg atvinnufyrirtæki og almenningur í landinu eiga ekki sama láni að fagna. Séum við Íslendingar sáttir við að vera annars flokks dugar krónan okkur vel áfram en ef við viljum komast í fyrsta flokk verðum við að losa okkur undan krónunni og gerast þátttakendur í stærra myntsvæði. Þetta er ekki flókið.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira