Leynigögn frá HSBC komin til Íslands 14. mars 2015 09:30 Á þessari mynd má sjá viðskiptavini bankans í London. vísir/epa Skattrannsóknarstjóri hefur nú undir höndum gögn tengd Íslandi úr stórbankanum HSBC. Gögnin komu frá frönskum skattayfirvöldum, að sögn Bryndísar Kristjánsdóttur skattrannsóknarstjóra. Fjölmiðlar víða um heim greindu í febrúar frá rannsókn á skjölum sem sýndi að HSBC-bankinn hefði aðstoðað viðskiptavini við að fela fé og komast hjá því að greiða skatta. Skjölin um skattaundanskot voru frá útibúi bankans í Sviss sem fyrrverandi starfsmaður hans, Hervé Falciani, lak árið 2007. Samkvæmt frásögn erlendra fjölmiðla nú í febrúar voru í gögnunum 18 bankareikningar í eigu sex aðila sem tengjast Íslandi. Greint var frá því að heildarfjárhæðin á þessum reikningum næmi 9,5 milljónum dollara og að hæsta fjárhæðin tengd einum þessara aðila næmi 8 milljónum dollara. Bryndís vill ekki tjá sig um hvort svo sé. „Ég vil ekkert segja um þetta. Það er verið að fara yfir gögnin,“ segir hún.Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri vill ekki tjá sig efnislega um gögnin. Hún segir embættið nú fara yfir þau.Skattrannsóknarstjóri hefur einnig nýlega fengið hluta viðbótargagna frá Bretlandi sem beðið hefur verið eftir vegna rannsókna á skattaundanskotum. Bresk yfirvöld sendu skattrannsóknarstjóra í fyrra lista með nöfnum 10 Íslendinga sem tengjast svokölluðum skattaskjólum. Nöfn Íslendinganna voru í leyniskjölum ICIJ, alþjóðlegs samstarfsvettvangs rannsóknarblaðamanna. ICIJ birti í hittifyrra niðurstöður viðamesta rannsóknarverkefnis síns sem er um skattaskjól en verkefnið er byggt á um 2,5 milljónum leyniskjala. Samningaviðræður um kaup á gögnum með nöfnum nokkurra hundraða Íslendinga sem tengjast skattaskjólum standa enn yfir, að því er Bryndís greinir frá. Eftir að hafa farið yfir sýnishorn af þessum gögnum í sumar sendi skattrannsóknarstjóri fjármálaráðuneytinu greinargerð í september. Það var mat skattrannsóknarstjóra að sýnishornin gæfu vísbendingar um skattaundanskot. Í frétt á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins þann 3. desember síðastliðinn segir meðal annars í kjölfar erindis skattrannsóknarstjóra: „Meti skattrannsóknarstjóri það svo að gögnin geti nýst embættinu við úrlausn mála sem það sinnir og að mögulegt sé að skilyrða greiðslu til seljanda gagnanna þannig að þær nemi að hámarki tilteknu hlutfalli af innheimtu þeirra skattkrafna sem af gögnunum leiðir er ráðuneytið reiðubúið að tryggja þær fjárheimildir sem nauðsynlegar eru til að ráðast í öflun umræddra gagna, með eðlilegum fyrirvörum um samráð áður en til skuldbindinga er gengið.“ Tengdar fréttir Huldumaður skattrannsóknarstjóra: Vill á annað hundrað milljónir fyrir gögnin Ráðuneyti Bjarna Benediktssonar sendir frá sér yfirlýsingu og áréttar afstöðu sína. 10. febrúar 2015 16:00 "Er verið að reyna að hlífa mönnum?“ Niðurfelling refsinga í skattamálum vekur siðferðilegar spurningar 7. mars 2015 20:00 Skattaskjólsgögnin: Tímalína Svona var atburðarásin sem leiddi að því að ákveðið var að kaupa gögn um eignir Íslendinga í skattaskjólum fyrir 150 milljónir. 11. febrúar 2015 16:47 75% Íslendinga vilja kaupa skattagögnin Sjálfstæðismenn vilja síður en aðrir kaupa gögn um eigur Íslendinga í skattaskjólum. 19. febrúar 2015 14:13 Segist ekki geta keypt skattagögn miðað við skilyrði ráðherra Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri segist ekki geta keypt gögn um eigur Íslendinga í skattaskjólum miðað við þau skilyrði sem fjármálaráðherra hefur sett við kaup á gögnunum. 10. febrúar 2015 10:16 Vill að skattrannsóknarstjóri ákveði sjálfur hvort kaupa eigi skattagögn Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur gefið skattrannsóknarstjóra heimild til þess að meta það sjálfur hvort það sé gagnlegt í þeirra störfum að kaupa lista yfir Íslendinga sem vísbendingar eru um að hafi stundað skattaundanskot. 4. nóvember 2014 11:34 Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Sjá meira
Skattrannsóknarstjóri hefur nú undir höndum gögn tengd Íslandi úr stórbankanum HSBC. Gögnin komu frá frönskum skattayfirvöldum, að sögn Bryndísar Kristjánsdóttur skattrannsóknarstjóra. Fjölmiðlar víða um heim greindu í febrúar frá rannsókn á skjölum sem sýndi að HSBC-bankinn hefði aðstoðað viðskiptavini við að fela fé og komast hjá því að greiða skatta. Skjölin um skattaundanskot voru frá útibúi bankans í Sviss sem fyrrverandi starfsmaður hans, Hervé Falciani, lak árið 2007. Samkvæmt frásögn erlendra fjölmiðla nú í febrúar voru í gögnunum 18 bankareikningar í eigu sex aðila sem tengjast Íslandi. Greint var frá því að heildarfjárhæðin á þessum reikningum næmi 9,5 milljónum dollara og að hæsta fjárhæðin tengd einum þessara aðila næmi 8 milljónum dollara. Bryndís vill ekki tjá sig um hvort svo sé. „Ég vil ekkert segja um þetta. Það er verið að fara yfir gögnin,“ segir hún.Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri vill ekki tjá sig efnislega um gögnin. Hún segir embættið nú fara yfir þau.Skattrannsóknarstjóri hefur einnig nýlega fengið hluta viðbótargagna frá Bretlandi sem beðið hefur verið eftir vegna rannsókna á skattaundanskotum. Bresk yfirvöld sendu skattrannsóknarstjóra í fyrra lista með nöfnum 10 Íslendinga sem tengjast svokölluðum skattaskjólum. Nöfn Íslendinganna voru í leyniskjölum ICIJ, alþjóðlegs samstarfsvettvangs rannsóknarblaðamanna. ICIJ birti í hittifyrra niðurstöður viðamesta rannsóknarverkefnis síns sem er um skattaskjól en verkefnið er byggt á um 2,5 milljónum leyniskjala. Samningaviðræður um kaup á gögnum með nöfnum nokkurra hundraða Íslendinga sem tengjast skattaskjólum standa enn yfir, að því er Bryndís greinir frá. Eftir að hafa farið yfir sýnishorn af þessum gögnum í sumar sendi skattrannsóknarstjóri fjármálaráðuneytinu greinargerð í september. Það var mat skattrannsóknarstjóra að sýnishornin gæfu vísbendingar um skattaundanskot. Í frétt á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins þann 3. desember síðastliðinn segir meðal annars í kjölfar erindis skattrannsóknarstjóra: „Meti skattrannsóknarstjóri það svo að gögnin geti nýst embættinu við úrlausn mála sem það sinnir og að mögulegt sé að skilyrða greiðslu til seljanda gagnanna þannig að þær nemi að hámarki tilteknu hlutfalli af innheimtu þeirra skattkrafna sem af gögnunum leiðir er ráðuneytið reiðubúið að tryggja þær fjárheimildir sem nauðsynlegar eru til að ráðast í öflun umræddra gagna, með eðlilegum fyrirvörum um samráð áður en til skuldbindinga er gengið.“
Tengdar fréttir Huldumaður skattrannsóknarstjóra: Vill á annað hundrað milljónir fyrir gögnin Ráðuneyti Bjarna Benediktssonar sendir frá sér yfirlýsingu og áréttar afstöðu sína. 10. febrúar 2015 16:00 "Er verið að reyna að hlífa mönnum?“ Niðurfelling refsinga í skattamálum vekur siðferðilegar spurningar 7. mars 2015 20:00 Skattaskjólsgögnin: Tímalína Svona var atburðarásin sem leiddi að því að ákveðið var að kaupa gögn um eignir Íslendinga í skattaskjólum fyrir 150 milljónir. 11. febrúar 2015 16:47 75% Íslendinga vilja kaupa skattagögnin Sjálfstæðismenn vilja síður en aðrir kaupa gögn um eigur Íslendinga í skattaskjólum. 19. febrúar 2015 14:13 Segist ekki geta keypt skattagögn miðað við skilyrði ráðherra Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri segist ekki geta keypt gögn um eigur Íslendinga í skattaskjólum miðað við þau skilyrði sem fjármálaráðherra hefur sett við kaup á gögnunum. 10. febrúar 2015 10:16 Vill að skattrannsóknarstjóri ákveði sjálfur hvort kaupa eigi skattagögn Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur gefið skattrannsóknarstjóra heimild til þess að meta það sjálfur hvort það sé gagnlegt í þeirra störfum að kaupa lista yfir Íslendinga sem vísbendingar eru um að hafi stundað skattaundanskot. 4. nóvember 2014 11:34 Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Sjá meira
Huldumaður skattrannsóknarstjóra: Vill á annað hundrað milljónir fyrir gögnin Ráðuneyti Bjarna Benediktssonar sendir frá sér yfirlýsingu og áréttar afstöðu sína. 10. febrúar 2015 16:00
"Er verið að reyna að hlífa mönnum?“ Niðurfelling refsinga í skattamálum vekur siðferðilegar spurningar 7. mars 2015 20:00
Skattaskjólsgögnin: Tímalína Svona var atburðarásin sem leiddi að því að ákveðið var að kaupa gögn um eignir Íslendinga í skattaskjólum fyrir 150 milljónir. 11. febrúar 2015 16:47
75% Íslendinga vilja kaupa skattagögnin Sjálfstæðismenn vilja síður en aðrir kaupa gögn um eigur Íslendinga í skattaskjólum. 19. febrúar 2015 14:13
Segist ekki geta keypt skattagögn miðað við skilyrði ráðherra Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri segist ekki geta keypt gögn um eigur Íslendinga í skattaskjólum miðað við þau skilyrði sem fjármálaráðherra hefur sett við kaup á gögnunum. 10. febrúar 2015 10:16
Vill að skattrannsóknarstjóri ákveði sjálfur hvort kaupa eigi skattagögn Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur gefið skattrannsóknarstjóra heimild til þess að meta það sjálfur hvort það sé gagnlegt í þeirra störfum að kaupa lista yfir Íslendinga sem vísbendingar eru um að hafi stundað skattaundanskot. 4. nóvember 2014 11:34