Erum við tilbúin fyrir næstu iðnbyltingu? Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 18. mars 2015 07:00 Í síðustu viku héldu Samtök iðnaðarins sitt árlega Iðnþing undir yfirskriftinni „Erum við tilbúin fyrir næstu iðnbyltingu?“ Fólk úr íslensku atvinnulífi fjölmennti til að ræða margvísleg hagsmunamál iðnaðar en sérstöku kastljósi var beint að menntun, nýsköpun og framleiðni. Menntun er forsenda bættra lífskjara og vel menntuð þjóð leggur grunn að góðum efnahag. Á Iðnþingi beindum við sérstaklega sjónum okkar að iðnmenntun en undanfarin ár hefur þeim stöðugt fækkað sem velja iðnnám. Við höfum beint fólki í hefðbundið bóknám í stað þess að fagna fjölbreytileikanum og draga fram kosti alls náms. Iðnnám er raunverulegur valkostur sem býður upp á fjölbreytt og spennandi störf til framtíðar. Verk- og hugvit verða að fara saman. Hér gegnum við foreldrar mikilvægu hlutverki. Ég, eins og svo margir foreldrar, hélt að syni mínum þeirri hugmynd að bóknám væri til alls fyrst þótt hann sýndi ótvíræða hæfileika og mikinn áhuga á verklegum greinum. Hann fór að ráðum móður sinnar í fyrstu en saman ákváðum við svo að láta hugmyndir mínar um örugga framtíð lönd og leið og síðan þá hefur margt breyst til hins betra. Í dag á ég son sem hefur brennandi áhuga á námi sínu á iðnbraut. Hann er glaður, áhugasamur einstaklingur sem á framtíðina fyrir sér og hefur ekki síður góða tekjumöguleika en félagar hans sem ákváðu að leggja stund á hefðbundið bóknám. Nýsköpun styrkir framþróun. Þau samfélög sem skara fram úr eru þekkingarsamfélög sem ýta undir rannsóknir og þróun og efla menntun. Samfélög þar sem fólk er hvatt til að skapa og sjá tækifæri til breytinga. Í því felst nýsköpun. Íslensk fyrirtæki standa sig vel í alþjóðlegum samanburði og umhverfi nýsköpunar er á margan hátt gott en við getum og viljum gera betur. Til þess að verða leiðandi á sviði nýsköpunar þurfum við að hlúa sérstaklega vel að nýjum hugmyndum og gæta þess að hér séu kjöraðstæður fyrir fyrirtæki að vaxa og dafna. Aukin framleiðni er grunnur verðmætasköpunar. Það eru sameiginlegir hagsmunir okkar sem þjóðar að vinna að aukinni framleiðni sem hefur svo margföldunaráhrif inn í samfélagið í formi tekjuafgangs og verðmætasköpunar. Aukin afköst og hagræðing í rekstri hefur ekki einungis áhrif á eigendur fyrirtækja heldur einnig starfsmenn. Landsframleiðsla á hverja unna vinnustund er undir meðaltali OECD ríkja en við vegum það upp með löngum vinnutíma. Í þessu felst tækifæri fyrir atvinnurekendur og launþega til umbóta. Með menntun, nýsköpun og aukna framleiðni að leiðarljósi sköpum við gott umhverfi sem gerir Ísland aðlaðandi fyrir fólk og fyrirtæki. Ert þú tilbúin í slíka iðnbyltingu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku héldu Samtök iðnaðarins sitt árlega Iðnþing undir yfirskriftinni „Erum við tilbúin fyrir næstu iðnbyltingu?“ Fólk úr íslensku atvinnulífi fjölmennti til að ræða margvísleg hagsmunamál iðnaðar en sérstöku kastljósi var beint að menntun, nýsköpun og framleiðni. Menntun er forsenda bættra lífskjara og vel menntuð þjóð leggur grunn að góðum efnahag. Á Iðnþingi beindum við sérstaklega sjónum okkar að iðnmenntun en undanfarin ár hefur þeim stöðugt fækkað sem velja iðnnám. Við höfum beint fólki í hefðbundið bóknám í stað þess að fagna fjölbreytileikanum og draga fram kosti alls náms. Iðnnám er raunverulegur valkostur sem býður upp á fjölbreytt og spennandi störf til framtíðar. Verk- og hugvit verða að fara saman. Hér gegnum við foreldrar mikilvægu hlutverki. Ég, eins og svo margir foreldrar, hélt að syni mínum þeirri hugmynd að bóknám væri til alls fyrst þótt hann sýndi ótvíræða hæfileika og mikinn áhuga á verklegum greinum. Hann fór að ráðum móður sinnar í fyrstu en saman ákváðum við svo að láta hugmyndir mínar um örugga framtíð lönd og leið og síðan þá hefur margt breyst til hins betra. Í dag á ég son sem hefur brennandi áhuga á námi sínu á iðnbraut. Hann er glaður, áhugasamur einstaklingur sem á framtíðina fyrir sér og hefur ekki síður góða tekjumöguleika en félagar hans sem ákváðu að leggja stund á hefðbundið bóknám. Nýsköpun styrkir framþróun. Þau samfélög sem skara fram úr eru þekkingarsamfélög sem ýta undir rannsóknir og þróun og efla menntun. Samfélög þar sem fólk er hvatt til að skapa og sjá tækifæri til breytinga. Í því felst nýsköpun. Íslensk fyrirtæki standa sig vel í alþjóðlegum samanburði og umhverfi nýsköpunar er á margan hátt gott en við getum og viljum gera betur. Til þess að verða leiðandi á sviði nýsköpunar þurfum við að hlúa sérstaklega vel að nýjum hugmyndum og gæta þess að hér séu kjöraðstæður fyrir fyrirtæki að vaxa og dafna. Aukin framleiðni er grunnur verðmætasköpunar. Það eru sameiginlegir hagsmunir okkar sem þjóðar að vinna að aukinni framleiðni sem hefur svo margföldunaráhrif inn í samfélagið í formi tekjuafgangs og verðmætasköpunar. Aukin afköst og hagræðing í rekstri hefur ekki einungis áhrif á eigendur fyrirtækja heldur einnig starfsmenn. Landsframleiðsla á hverja unna vinnustund er undir meðaltali OECD ríkja en við vegum það upp með löngum vinnutíma. Í þessu felst tækifæri fyrir atvinnurekendur og launþega til umbóta. Með menntun, nýsköpun og aukna framleiðni að leiðarljósi sköpum við gott umhverfi sem gerir Ísland aðlaðandi fyrir fólk og fyrirtæki. Ert þú tilbúin í slíka iðnbyltingu?
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun