Hversu oft þarftu að þvo burstann? Rikka skrifar 21. mars 2015 14:00 Vísir/Getty Hreint og fallegt hár er höfuðprýði og er fjöldinn allur af ráðleggingum til hvernig best sé að hugsa um það, allt frá því hversu oft eigi að þvo það og hvaða vörur eigi að nota eða forðast. Færri hugsa aftur á móti um hárburstann en til þess að halda hárinu heilbrigðu er nauðsynlegt að eiga góðan bursta sem hjálpar til við verkið. Hugsa þarf vel um burstann eins og aðra bursta sem við notum á líkamann eins og förðunarbursta því í hann safnast húðflögur, mótunarefni og ryk. En hversu oft ættirðu að þvo burstann? Miklu oftar en þig grunar og nennir. Sérfræðingar mæla með því að þú þvoir burstann einu sinni í mánuði.Svona er best að þvo hárburstann Taktu þau hár úr burstanum sem þú getur náð í. Fylltu baðvaskinn með volgu vatni og bættu nokkrum dropum af góðu sjampói út í. Hristu burstann fram og til baka í vatninu og taktu hann upp úr, alls ekki láta hann liggja í vatninu. Leggðu burstann á þurrt handklæði með hárin niður og leyfðu honum að þorna í sólarhring. Heilsa Mest lesið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið
Hreint og fallegt hár er höfuðprýði og er fjöldinn allur af ráðleggingum til hvernig best sé að hugsa um það, allt frá því hversu oft eigi að þvo það og hvaða vörur eigi að nota eða forðast. Færri hugsa aftur á móti um hárburstann en til þess að halda hárinu heilbrigðu er nauðsynlegt að eiga góðan bursta sem hjálpar til við verkið. Hugsa þarf vel um burstann eins og aðra bursta sem við notum á líkamann eins og förðunarbursta því í hann safnast húðflögur, mótunarefni og ryk. En hversu oft ættirðu að þvo burstann? Miklu oftar en þig grunar og nennir. Sérfræðingar mæla með því að þú þvoir burstann einu sinni í mánuði.Svona er best að þvo hárburstann Taktu þau hár úr burstanum sem þú getur náð í. Fylltu baðvaskinn með volgu vatni og bættu nokkrum dropum af góðu sjampói út í. Hristu burstann fram og til baka í vatninu og taktu hann upp úr, alls ekki láta hann liggja í vatninu. Leggðu burstann á þurrt handklæði með hárin niður og leyfðu honum að þorna í sólarhring.
Heilsa Mest lesið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið