Enska Evrópuævintýrið breyttist í martröð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2015 06:00 Jose Mourinho og hans menn á Chelsea eru á toppnum í ensku deildinni en eru úr leik í Meistaradeildinni. Vísir/Getty Manchester United komst ekki í Meistaradeildina, Liverpool komst ekki í sextán liða úrslitin og Chelsea, Arsenal og Manchester City féllu öll út í sextán liða úrslitunum. Ensku liðin virðast hreinlega vera númeri of lítil þessa dagana þegar kemur að keppni við bestu lið Evrópu. Manchester City var í fyrrakvöld síðasta enska liðið til að falla úr keppni. Barcelona vann reyndar bara 3-1 samanlagt en yfirspilaði ensku meistarana nánast allar 180 mínúturnar. Kvöldið áður hafði Arsenal fallið út á móti Mónakó, liðið sem allir héldu að yrði lítil fyrirstaða fyrir lærisveina Arsene Wenger. Það er ekki langt síðan ensku liðin voru í sérstöðu í meistaradeildinni. Áttu meðal annars níu af tólf sætunum meðal þeirra fjögurra bestu á árunum í kringum bankahrunið á Íslandi.Ensk slógu út ensk lið Tímabilið 2007 til 2008 tókst sem dæmi engu liði af meginlandinu að slá út enskt lið. Manchester United var meistari eftir sigur á Chelsea í úrslitaleiknum, Chelsea sló Liverpool út úr undanúrslitunum og Liverpool hafði áður sent Arsenal út í átta liða úrslitunum. Árið eftir vann Barcelona reyndar Meistaradeildina en hin þrjú liðin í undanúrslitunum voru öll ensk. Alls komust sextán ensk lið í átta liða úrslitin á árunum 2007 til 2011. Nú, nokkrum árum síðar, verður ekkert enskt lið í pottinum þegar dregið verður í átta liða úrslitin í dag og þetta er í annað skiptið á þremur árum sem slíkt gerist. Í heildina hafa aðeins tvö af síðustu tólf ensku liðum í Meistaradeildinni komist í gegnum sextán liða úrslitin. Umræðan um vetrarfríið er jafnan hávær þegar illa gengur í enskum fótbolta enda flest evrópsku félög að sóla sig í heitari löndum á meðan ensku liðin spila fullt af leikjum í kringum jól og áramót. Þeirri ensku hefð verður þó erfitt að breyta. En auðvitað þarf heppni líka og mótherjar ensku liðanna hafa jafnan ekki verið af auðveldu gerðinni. Spænsku liðin Barcelona og Real Madrid hafa sem dæmi sjö sinnum slegið út ensk lið á síðustu sex árum, þar á meðal í ár, og þýsku meistararnir í Bayern München hafa stöðvað fimm Evrópuævintýri enskra liða á sama tímabili. Það er því ekkert skrýtið að enskir fjölmiðlar hafi áhyggjur af þróun mála enda erfitt fyrir ensku úrvalsdeildina að kalla sig bestu deild í Evrópu þegar liðin ná engum árangri í Meistaradeildinni. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Þessi lið eru komin áfram í Meistaradeildinni Dregið í 8-liða úrslitin á föstudag. Þrjú spænsk lið komust áfram. 18. mars 2015 22:08 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Fleiri fréttir Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Sjá meira
Manchester United komst ekki í Meistaradeildina, Liverpool komst ekki í sextán liða úrslitin og Chelsea, Arsenal og Manchester City féllu öll út í sextán liða úrslitunum. Ensku liðin virðast hreinlega vera númeri of lítil þessa dagana þegar kemur að keppni við bestu lið Evrópu. Manchester City var í fyrrakvöld síðasta enska liðið til að falla úr keppni. Barcelona vann reyndar bara 3-1 samanlagt en yfirspilaði ensku meistarana nánast allar 180 mínúturnar. Kvöldið áður hafði Arsenal fallið út á móti Mónakó, liðið sem allir héldu að yrði lítil fyrirstaða fyrir lærisveina Arsene Wenger. Það er ekki langt síðan ensku liðin voru í sérstöðu í meistaradeildinni. Áttu meðal annars níu af tólf sætunum meðal þeirra fjögurra bestu á árunum í kringum bankahrunið á Íslandi.Ensk slógu út ensk lið Tímabilið 2007 til 2008 tókst sem dæmi engu liði af meginlandinu að slá út enskt lið. Manchester United var meistari eftir sigur á Chelsea í úrslitaleiknum, Chelsea sló Liverpool út úr undanúrslitunum og Liverpool hafði áður sent Arsenal út í átta liða úrslitunum. Árið eftir vann Barcelona reyndar Meistaradeildina en hin þrjú liðin í undanúrslitunum voru öll ensk. Alls komust sextán ensk lið í átta liða úrslitin á árunum 2007 til 2011. Nú, nokkrum árum síðar, verður ekkert enskt lið í pottinum þegar dregið verður í átta liða úrslitin í dag og þetta er í annað skiptið á þremur árum sem slíkt gerist. Í heildina hafa aðeins tvö af síðustu tólf ensku liðum í Meistaradeildinni komist í gegnum sextán liða úrslitin. Umræðan um vetrarfríið er jafnan hávær þegar illa gengur í enskum fótbolta enda flest evrópsku félög að sóla sig í heitari löndum á meðan ensku liðin spila fullt af leikjum í kringum jól og áramót. Þeirri ensku hefð verður þó erfitt að breyta. En auðvitað þarf heppni líka og mótherjar ensku liðanna hafa jafnan ekki verið af auðveldu gerðinni. Spænsku liðin Barcelona og Real Madrid hafa sem dæmi sjö sinnum slegið út ensk lið á síðustu sex árum, þar á meðal í ár, og þýsku meistararnir í Bayern München hafa stöðvað fimm Evrópuævintýri enskra liða á sama tímabili. Það er því ekkert skrýtið að enskir fjölmiðlar hafi áhyggjur af þróun mála enda erfitt fyrir ensku úrvalsdeildina að kalla sig bestu deild í Evrópu þegar liðin ná engum árangri í Meistaradeildinni.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Þessi lið eru komin áfram í Meistaradeildinni Dregið í 8-liða úrslitin á föstudag. Þrjú spænsk lið komust áfram. 18. mars 2015 22:08 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Fleiri fréttir Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Sjá meira
Þessi lið eru komin áfram í Meistaradeildinni Dregið í 8-liða úrslitin á föstudag. Þrjú spænsk lið komust áfram. 18. mars 2015 22:08