Stjörnustríðið mikla: MSN gegn BBC Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2015 10:00 MSN eða Lionel Messi, Neymar og Luis Suarez eru búnir að skora saman 29 mörk á árinu 2015. Fréttablaðið/AFP Það er ekki hægt að finna sterkari sóknarþríeyki í fótboltanum en hjá spænsku liðunum Barcelona og Real Madrid og það verður því algjör knattspyrnuveisla þegar liðin mætast í El Clasico um helgina. Þarna fær knattspyrnuáhugafólk tækifæri til að sjá BBC (Karim Benzema, Gareth Bale, Cristiano Ronaldo) á móti MSN (Lionel Messi, Luis Suarez, Neymar) í leik sem er eins mikilvægur og þeir geta orðið. Það er ekki bara heiðurinn undir heldur einnig spænski meistaratitillinn. Barcelona er á heimavelli og hefur eins stigs forskot á Real Madrid á toppi deildarinnar. Hér er því á ferðinni einn mest spennandi El Clasico-leikur síðustu ára. Real Madrid vann fyrri leikinn 3-1 á Bernabéu þrátt fyrir að Barcelona kæmist í 1-0 í upphafi leiks. Sá leikur snérist þó aðallega um það að Luis Suárez var að spila sinn fyrsta leik með Barcelona eftir leikbannið og Úrúgvæinn var alls ekki kominn í takt við hina tvo. Í raun var það Real Madrid sem réð ríkjum á Spáni fyrir jól, bæði í stigasöfnun og í markaskorun BBC-þríeykisins. BBC skoraði þrettán mörkum meira en MSN fyrir áramót og Real var með fjögurra stiga forskot á Börsunga yfir jólin. Enginn var betri en Cristiano Ronaldo sem skoraði 25 mörk í fyrstu fjórtán deildarleikjum tímabilsins. Með nýkrýndan besta fótboltamann í heimi leit út fyrir að Evrópumeistarar Real Madrid væru óstöðvandi. Lionel Messi og félagar í MSN-þríeyki Barcelona voru hins vegar ekki búnir að leggja árar í bát. Messi hefur skipt yfir í túrbó-gírinn á árinu 2014 og þeir Messi, Neymar og Suárez virðast ná betur saman með hverjum leik.BBC-þríeykið hjá Real Madrid: Benzema, Bale og Ronaldo.Vísir/GettyÁ sama tíma og Barcelona fann aftur taktinn lenti Real Madrid hins vegar í vandræðum, Gullboltinn virtist þyngja Cristiano Ronaldo sem hefur bara verið venjulegur leikmaður síðan hann var kosinn sá besti í heimi annað árið í röð. Kannski bara orðinn svolítið saddur á meðan aðalkeppinauturinn, Lionel Messi, spilar eins maður sem er glorhungraður í að komast aftur í hásæti fótboltaheimsins. Lionel Messi hefur skoraði 17 mörk í fyrstu 11 leikjum ársins og MSN-gengið er með fjórtán fleiri mörk en BBC-þríeykið það sem af er á árinu 2015. Góð spilamennska Börsunga hefur skilað þeim í toppsæti deildarinnar. Barcelona getur náð fjögurra stiga forskoti með sigri á Real Madrid klukkan 20.00 á sunnudagskvöldið. Real-liðið getur með sigri getur liðið tekið aftur frumkvæðið fyrir síðustu tíu umferðir tímabilsins. Börsungar hafa unnið sig til baka upp í toppsætið og þar er ekki á dagskrá að tapa stigum á heimavelli á móti erkióvinunum sem hafa ekki unnið tvo leiki í röð á móti Barca síðan fyrir íslenska bankahrunið. Það er von á knattspyrnuveislu á Nývangi því lið með sóknarþríeyki eins og Barcelona og Real Madrid eru ekki að fara að leggjast í vörn. BBC og MSN vilja hafa boltann og það sem oftast. Fyrir vikið verður enginn svikinn af því að skella sér í sófann og fylgjast með beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Spænski boltinn Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Fleiri fréttir Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Sjá meira
Það er ekki hægt að finna sterkari sóknarþríeyki í fótboltanum en hjá spænsku liðunum Barcelona og Real Madrid og það verður því algjör knattspyrnuveisla þegar liðin mætast í El Clasico um helgina. Þarna fær knattspyrnuáhugafólk tækifæri til að sjá BBC (Karim Benzema, Gareth Bale, Cristiano Ronaldo) á móti MSN (Lionel Messi, Luis Suarez, Neymar) í leik sem er eins mikilvægur og þeir geta orðið. Það er ekki bara heiðurinn undir heldur einnig spænski meistaratitillinn. Barcelona er á heimavelli og hefur eins stigs forskot á Real Madrid á toppi deildarinnar. Hér er því á ferðinni einn mest spennandi El Clasico-leikur síðustu ára. Real Madrid vann fyrri leikinn 3-1 á Bernabéu þrátt fyrir að Barcelona kæmist í 1-0 í upphafi leiks. Sá leikur snérist þó aðallega um það að Luis Suárez var að spila sinn fyrsta leik með Barcelona eftir leikbannið og Úrúgvæinn var alls ekki kominn í takt við hina tvo. Í raun var það Real Madrid sem réð ríkjum á Spáni fyrir jól, bæði í stigasöfnun og í markaskorun BBC-þríeykisins. BBC skoraði þrettán mörkum meira en MSN fyrir áramót og Real var með fjögurra stiga forskot á Börsunga yfir jólin. Enginn var betri en Cristiano Ronaldo sem skoraði 25 mörk í fyrstu fjórtán deildarleikjum tímabilsins. Með nýkrýndan besta fótboltamann í heimi leit út fyrir að Evrópumeistarar Real Madrid væru óstöðvandi. Lionel Messi og félagar í MSN-þríeyki Barcelona voru hins vegar ekki búnir að leggja árar í bát. Messi hefur skipt yfir í túrbó-gírinn á árinu 2014 og þeir Messi, Neymar og Suárez virðast ná betur saman með hverjum leik.BBC-þríeykið hjá Real Madrid: Benzema, Bale og Ronaldo.Vísir/GettyÁ sama tíma og Barcelona fann aftur taktinn lenti Real Madrid hins vegar í vandræðum, Gullboltinn virtist þyngja Cristiano Ronaldo sem hefur bara verið venjulegur leikmaður síðan hann var kosinn sá besti í heimi annað árið í röð. Kannski bara orðinn svolítið saddur á meðan aðalkeppinauturinn, Lionel Messi, spilar eins maður sem er glorhungraður í að komast aftur í hásæti fótboltaheimsins. Lionel Messi hefur skoraði 17 mörk í fyrstu 11 leikjum ársins og MSN-gengið er með fjórtán fleiri mörk en BBC-þríeykið það sem af er á árinu 2015. Góð spilamennska Börsunga hefur skilað þeim í toppsæti deildarinnar. Barcelona getur náð fjögurra stiga forskoti með sigri á Real Madrid klukkan 20.00 á sunnudagskvöldið. Real-liðið getur með sigri getur liðið tekið aftur frumkvæðið fyrir síðustu tíu umferðir tímabilsins. Börsungar hafa unnið sig til baka upp í toppsætið og þar er ekki á dagskrá að tapa stigum á heimavelli á móti erkióvinunum sem hafa ekki unnið tvo leiki í röð á móti Barca síðan fyrir íslenska bankahrunið. Það er von á knattspyrnuveislu á Nývangi því lið með sóknarþríeyki eins og Barcelona og Real Madrid eru ekki að fara að leggjast í vörn. BBC og MSN vilja hafa boltann og það sem oftast. Fyrir vikið verður enginn svikinn af því að skella sér í sófann og fylgjast með beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Spænski boltinn Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Fleiri fréttir Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Sjá meira