Höft hefta Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 9. febrúar 2015 06:00 Undanfarna daga hefur mikið verið rætt um gjaldeyrishöft og þann skaða sem þau valda íslenskum fyrirtækjum. Tilefnið var sala á einu myndarlegasta iðnfyrirtæki landsins til erlendra eigenda og flutningur höfuðstöðva fyrirtækisins frá Íslandi. Þó að framleiðsla fyrirtækisins verði áfram hér á landi eru þetta sorgleg tíðindi fyrir íslenskan iðnað. Margoft hefur verið bent á skaðsemi gjaldeyrishafta fyrir íslenskt efnahagslíf og er þetta því miður dæmi um að það er ekki að ástæðulausu. Líklega var það skynsöm ráðstöfun að setja gjaldeyrishöftin á enda var þeim ætlað að bregðast við fyrirsjáanlegum bráðavanda og frekara hruni krónunnar. Nú eru sex árin liðin og þrátt fyrir fögur fyrirheit stjórnvalda bólar ekkert á raunverulegri áætlun um afnám þeirra. Íslensk fyrirtæki hafa sýnt mikla seiglu en á einhverjum tímapunkti þrýtur þolinmæðina. Þann punkt nálgumst við óðfluga. Fyrirtæki sem þurfa að vaxa geta það einfaldlega ekki í lokuðu haftahagkerfi. Gjaldeyrishöftin koma í veg fyrir nauðsynlegan efnahagsbata og gera okkur ókleift að nýta fjármagn til framþróunar. Vegna haftanna er framleiðni fjármagns alltof lítil. Það er ljóst að mörg fyrirtæki finna ekki svo gjörla fyrir höftum í daglegum rekstri. Á það einkum við um fyrirtæki sem starfa á heimamarkaði. Önnur fyrirtæki, sérstaklega þau sem eru í sérhæfðri starfsemi svo sem tækni og hugviti, þurfa að horfa út fyrir túngarðinn til að geta vaxið og dafnað. Þetta eru oft og tíðum vaxtarsprotar framtíðarinnar. Höftin hafa ekki bara hamlandi áhrif á nýsköpun og sprotafyrirtæki heldur einnig á fyrirtæki í hefðbundnum iðnaði eins og dæmin sanna. Viðskiptalíf í höftum getur aldrei blómstrað til lengdar enda fela þau í sér skert samkeppnisumhverfi fyrirtækja okkar. Ísland er að missa af vaxtartækifærum og tapa frá landinu ungu og hæfileikaríku fólki sem hér vill starfa og lifa. Því verðum við sem þjóð að skapa ungu, vel menntuðu fólki vaxtarskilyrði sambærileg þeim sem eru í löndunum í kringum okkur. Það er löngu tímabært að bregðast við. Látum ekki höftin hefta vöxt iðnaðar á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hefur mikið verið rætt um gjaldeyrishöft og þann skaða sem þau valda íslenskum fyrirtækjum. Tilefnið var sala á einu myndarlegasta iðnfyrirtæki landsins til erlendra eigenda og flutningur höfuðstöðva fyrirtækisins frá Íslandi. Þó að framleiðsla fyrirtækisins verði áfram hér á landi eru þetta sorgleg tíðindi fyrir íslenskan iðnað. Margoft hefur verið bent á skaðsemi gjaldeyrishafta fyrir íslenskt efnahagslíf og er þetta því miður dæmi um að það er ekki að ástæðulausu. Líklega var það skynsöm ráðstöfun að setja gjaldeyrishöftin á enda var þeim ætlað að bregðast við fyrirsjáanlegum bráðavanda og frekara hruni krónunnar. Nú eru sex árin liðin og þrátt fyrir fögur fyrirheit stjórnvalda bólar ekkert á raunverulegri áætlun um afnám þeirra. Íslensk fyrirtæki hafa sýnt mikla seiglu en á einhverjum tímapunkti þrýtur þolinmæðina. Þann punkt nálgumst við óðfluga. Fyrirtæki sem þurfa að vaxa geta það einfaldlega ekki í lokuðu haftahagkerfi. Gjaldeyrishöftin koma í veg fyrir nauðsynlegan efnahagsbata og gera okkur ókleift að nýta fjármagn til framþróunar. Vegna haftanna er framleiðni fjármagns alltof lítil. Það er ljóst að mörg fyrirtæki finna ekki svo gjörla fyrir höftum í daglegum rekstri. Á það einkum við um fyrirtæki sem starfa á heimamarkaði. Önnur fyrirtæki, sérstaklega þau sem eru í sérhæfðri starfsemi svo sem tækni og hugviti, þurfa að horfa út fyrir túngarðinn til að geta vaxið og dafnað. Þetta eru oft og tíðum vaxtarsprotar framtíðarinnar. Höftin hafa ekki bara hamlandi áhrif á nýsköpun og sprotafyrirtæki heldur einnig á fyrirtæki í hefðbundnum iðnaði eins og dæmin sanna. Viðskiptalíf í höftum getur aldrei blómstrað til lengdar enda fela þau í sér skert samkeppnisumhverfi fyrirtækja okkar. Ísland er að missa af vaxtartækifærum og tapa frá landinu ungu og hæfileikaríku fólki sem hér vill starfa og lifa. Því verðum við sem þjóð að skapa ungu, vel menntuðu fólki vaxtarskilyrði sambærileg þeim sem eru í löndunum í kringum okkur. Það er löngu tímabært að bregðast við. Látum ekki höftin hefta vöxt iðnaðar á Íslandi.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar