Hjálp! Er ég ólétt? Sigga Dögg skrifar 7. apríl 2015 11:00 Vísir/Getty Vikulega senda unglingar mér spurningar sínar um kynlíf og ég svara um hæl. Hér eru nokkrar nýlegar spurningar sem snúa sérstaklega að getnaði.Spurning: Er möguleiki á að verða ólétt þótt limurinn hafi aldrei farið inn í leggöngin sjálfur en kannski voru sæðisfrumur á puttunum sem fóru inn í leggöngin?Svar Það er ekki hægt að útiloka það en það er mjög ósennilegt. Almennt séð þá myndi ég ekki vera að setja sæði annars í leggöng eða á píkuna því það er alltaf möguleg kynsjúkdómahætta, nú eða getnaður, þótt ólíklegt sé. Ólíklegt er nefnilega ekki útilokað.Spurning: Er það slæmt ef gaurinn vill ekki nota smokk?Svar Já, það getur verið það því þú getur smitast af kynsjúkdómi – nú eða smitað hann af kynsjúkdómi. Ef þú ert ekki á neinni getnaðarvörn þá gætir þú einnig orðið ólétt. Það getur verið ágætt að spyrja af hverju hann vill ekki vera með smokk og jafnvel sé þá inni í myndinni að þið stundið ekki samfarir ef hann er ekki tilbúinn að vera með smokk. Þá er einnig gott að muna að smokkar eru misjafnir eftir tegundum og þið gætuð prófað smokka frá ýmsum fyrirtækjum þar til finnið smokk sem hentar ykkur. Þið gætuð einnig bæði farið í kynsjúkdómapróf og notað þá aðrar getnaðarverjur ef þið stundið bara kynlíf með hvort öðru og ekki öðru fólki. Hvað sem þið ákveðið að gera þar til finnið smokk sem hentar ykkur, þá er þetta spjall og samningaviðræður.Spurning: Getur maður orðið óléttur ef sæði fer í munninn eða í sundi?Svar Algengasta og vænlegasta leiðin til að getnaður verði er ef typpi fer inn í leggöng án smokks og sáðlát verður. Sæði lifir ekki af meltingarveginn svo ef það fer í munninn þá fer það ekki þaðan og niður í legið svo takmarkaðar áhyggjur þarf að hafa af getnaði. Þó er gott að muna að möguleiki er á kynsjúkdómasmiti í háls við það að stunda óvarin munnmök og fá sæði upp í sig. Hvað varðar sundið þá gilda sömu lögmál þar. Ef sæði gæti sloppið úr grunlausum lim og laumast inn í næstu leggöng þá væri faðerni flestra barna á Íslandi á huldu og enginn þyrði í sund af ótta við getnað. Sem betur fer virkar þetta ekki svoleiðis og limur þarf að fara inn í leggöng og fá þar sáðlát svo möguleiki sé á getnaði, það gildir einnig í sundi. Og aftur, það er hægt að smitast af kynsjúkdómum í sundi ef þú stundar kynlíf með manneskju sem er með kynsjúkdóm. Heilsa Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Vikulega senda unglingar mér spurningar sínar um kynlíf og ég svara um hæl. Hér eru nokkrar nýlegar spurningar sem snúa sérstaklega að getnaði.Spurning: Er möguleiki á að verða ólétt þótt limurinn hafi aldrei farið inn í leggöngin sjálfur en kannski voru sæðisfrumur á puttunum sem fóru inn í leggöngin?Svar Það er ekki hægt að útiloka það en það er mjög ósennilegt. Almennt séð þá myndi ég ekki vera að setja sæði annars í leggöng eða á píkuna því það er alltaf möguleg kynsjúkdómahætta, nú eða getnaður, þótt ólíklegt sé. Ólíklegt er nefnilega ekki útilokað.Spurning: Er það slæmt ef gaurinn vill ekki nota smokk?Svar Já, það getur verið það því þú getur smitast af kynsjúkdómi – nú eða smitað hann af kynsjúkdómi. Ef þú ert ekki á neinni getnaðarvörn þá gætir þú einnig orðið ólétt. Það getur verið ágætt að spyrja af hverju hann vill ekki vera með smokk og jafnvel sé þá inni í myndinni að þið stundið ekki samfarir ef hann er ekki tilbúinn að vera með smokk. Þá er einnig gott að muna að smokkar eru misjafnir eftir tegundum og þið gætuð prófað smokka frá ýmsum fyrirtækjum þar til finnið smokk sem hentar ykkur. Þið gætuð einnig bæði farið í kynsjúkdómapróf og notað þá aðrar getnaðarverjur ef þið stundið bara kynlíf með hvort öðru og ekki öðru fólki. Hvað sem þið ákveðið að gera þar til finnið smokk sem hentar ykkur, þá er þetta spjall og samningaviðræður.Spurning: Getur maður orðið óléttur ef sæði fer í munninn eða í sundi?Svar Algengasta og vænlegasta leiðin til að getnaður verði er ef typpi fer inn í leggöng án smokks og sáðlát verður. Sæði lifir ekki af meltingarveginn svo ef það fer í munninn þá fer það ekki þaðan og niður í legið svo takmarkaðar áhyggjur þarf að hafa af getnaði. Þó er gott að muna að möguleiki er á kynsjúkdómasmiti í háls við það að stunda óvarin munnmök og fá sæði upp í sig. Hvað varðar sundið þá gilda sömu lögmál þar. Ef sæði gæti sloppið úr grunlausum lim og laumast inn í næstu leggöng þá væri faðerni flestra barna á Íslandi á huldu og enginn þyrði í sund af ótta við getnað. Sem betur fer virkar þetta ekki svoleiðis og limur þarf að fara inn í leggöng og fá þar sáðlát svo möguleiki sé á getnaði, það gildir einnig í sundi. Og aftur, það er hægt að smitast af kynsjúkdómum í sundi ef þú stundar kynlíf með manneskju sem er með kynsjúkdóm.
Heilsa Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira