Nær helmingur segist var við svarta starfsemi í miðbænum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 9. apríl 2015 07:00 Tæp 43 prósent íbúa miðbæjar Reykjavíkur segjast í könnun hafa orðið vör við svarta atvinnustarfsemi. VÍSIR/STEFÁN „Þessar tölur koma mér ekki á óvart og ríkisskattstjóri hefur einbeitt sér einna mest að þessum málum undanfarin þrjú til fjögur ár,“ segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri um niðurstöður könnunar Höfuðborgarstofu á viðhorfi íbúa til ferðamanna. 42,7 prósent íbúa miðborgar Reykjavíkur segjast hafa orðið mikið eða í meðallagi vör við svarta atvinnustarfsemi samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Könnunin var lögð fyrir íbúa í öllum póstnúmerum á höfuðborgarsvæðinu dagana 19. til 30. mars og voru niðurstöðurnar kynntar í gær.Skúli Eggert ÞórðarsonVÍSIR/ANTON„Dulin atvinnustarfsemi hefur tíðkast mikið í ferðamannabransanum á undanförnum árum og þá erum við aðallega að tala um leiguíbúðir, veitingastarfsemi og annars konar þjónustu við ferðamenn, svo sem akstur milli staða,“ segir Skúli. „En eðli máls samkvæmt er þetta erfitt mál þar sem viðskiptavinirnir eru erlendir og koma hingað í stuttan tíma og því erfitt að eiga við þá.“ Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar segjast 21,8 prósent íbúa í miðbænum hafa orðið mikið vör við svarta atvinnustarfsemi, 20,9 prósent segjast hafa orðið í meðallagi vör við slíka starfsemi og 57,3 prósent íbúa segjast lítið eða ekkert hafa orðið vör við slíka starfsemi.Grímur Sæmundsen VÍSIR/GVA„Það er stjórnvalda að bregðast við þessu. Við höfum ítrekað bent stjórnvöldum á þeirra hlutverk sem eftirlitsaðila með svartri atvinnustarfsemi,“ segir Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. „Við höfum gert allt sem í okkar valdi stendur, til þess að vekja athygli á því að það sé hagur almennings að öll atvinnustarfsemi sitji við sama borð,“ segir Grímur. Í tilkynningu frá Höfuðborgarstofu segir að könnunin hafi verið liður í vinnu við endurskoðun á aðgerðaáætlun ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar til ársins 2020. Þá kom fram að íbúar í miðbænum hafa orðið meira varir við svarta atvinnustarfsemi en íbúar á höfuðborgarsvæðinu í heild. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira
„Þessar tölur koma mér ekki á óvart og ríkisskattstjóri hefur einbeitt sér einna mest að þessum málum undanfarin þrjú til fjögur ár,“ segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri um niðurstöður könnunar Höfuðborgarstofu á viðhorfi íbúa til ferðamanna. 42,7 prósent íbúa miðborgar Reykjavíkur segjast hafa orðið mikið eða í meðallagi vör við svarta atvinnustarfsemi samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Könnunin var lögð fyrir íbúa í öllum póstnúmerum á höfuðborgarsvæðinu dagana 19. til 30. mars og voru niðurstöðurnar kynntar í gær.Skúli Eggert ÞórðarsonVÍSIR/ANTON„Dulin atvinnustarfsemi hefur tíðkast mikið í ferðamannabransanum á undanförnum árum og þá erum við aðallega að tala um leiguíbúðir, veitingastarfsemi og annars konar þjónustu við ferðamenn, svo sem akstur milli staða,“ segir Skúli. „En eðli máls samkvæmt er þetta erfitt mál þar sem viðskiptavinirnir eru erlendir og koma hingað í stuttan tíma og því erfitt að eiga við þá.“ Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar segjast 21,8 prósent íbúa í miðbænum hafa orðið mikið vör við svarta atvinnustarfsemi, 20,9 prósent segjast hafa orðið í meðallagi vör við slíka starfsemi og 57,3 prósent íbúa segjast lítið eða ekkert hafa orðið vör við slíka starfsemi.Grímur Sæmundsen VÍSIR/GVA„Það er stjórnvalda að bregðast við þessu. Við höfum ítrekað bent stjórnvöldum á þeirra hlutverk sem eftirlitsaðila með svartri atvinnustarfsemi,“ segir Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. „Við höfum gert allt sem í okkar valdi stendur, til þess að vekja athygli á því að það sé hagur almennings að öll atvinnustarfsemi sitji við sama borð,“ segir Grímur. Í tilkynningu frá Höfuðborgarstofu segir að könnunin hafi verið liður í vinnu við endurskoðun á aðgerðaáætlun ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar til ársins 2020. Þá kom fram að íbúar í miðbænum hafa orðið meira varir við svarta atvinnustarfsemi en íbúar á höfuðborgarsvæðinu í heild.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira