Kjartan Henry þakkar konunum í lífinu sínu Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. apríl 2015 07:45 Kjartan Henry er uppalinn KR-ingur og tryggði liðinu bikarmeistaratitilinn í fyrra áður en hann hélt í atvinnumennsku. Vísir/Daníel Knattspyrnuframherjinn Kjartan Henry Finnbogason sem leikur með danska 1. deildar liðinu Horsens hefur farið frábærlega af stað eftir langt vetrarfrí í deildinni og skorað fimm mörk í fimm fyrstu leikjum liðsins. Kjartan átti erfitt uppdráttar vegna meiðsla á fyrri hluta leiktíðar. Hann spilaði aðeins einu sinni 90 mínútur og í heildina ekki nema 192 mínútur í tólf fyrstu leikjum tímabilsins. „Þetta er búið að ganga vel núna,“ segir Kjartan Henry léttur í samtali við Fréttablaðið, en hann var að borða þegar blaðamaður sló á þráðinn til hans. „Það er alltaf nóg í boði hjá liðinu en maður borðar bara það hollasta. Allavega fimm daga vikunnar,“ segir hann og hlær. Það er augljóslega létt yfir Kjartani þessa dagana enda fer hann varla inn á fótboltavöll án þess að skora. „Ég var meiddur frá því ég kom til Horsens. Ég viðbeinsbrotnaði í fyrsta leik sem var bikarleikur og reif liðbönd í öxlinni. Ég gat ekkert beitt mér en reyndi alltaf að taka íslenska víkinginn á þetta og spila meiddur. Það var gert grín að manni og spurt hvort maður væri ekki í fótbolta, en maður notar öxlina í allt sem maður gerir á vellinum.“ Það gerði mikið fyrir hann að danski fótboltinn leggst í þriggja mánaða dvala á miðju tímabili yfir vetrartímann, en fríið á milli loka hvers tímabils og byrjunar þess næsta er ekki nema sex vikur. „Það er svolítið skrítið að taka svona undirbúningstímabil á miðju tímabili en það hentaði mér mjög vel að þessu sinni. Ég fékk tíma til að jafna mig almennilega. Það spilaði líka inn í að fjölskyldan bjó ekki hjá mér fyrir áramót. Það var erfitt að vera frá konu sinni og dóttur en nú eru stelpurnar mínar komnar. Dóttirin er komin á leikskóla og mér líður vel innan sem utan vallar. Þær eiga mikinn þátt í þessu,“ segir Kjartan Henry.Kýldi bara á þetta Það er ekki bara framherjanum sem gengur vel heldur er liðið að spila betur núna. Horsens tapaði fyrsta leik eftir fríið en er síðan búið að vinna þrjá og gera eitt jafntefli. Það situr í fimmta sæti dönsku 1. deildarinnar. „Við byrjuðum bara upp á nýtt. Þegar þeir vildu fá mig fyrst var planið að fara upp en svo lenti félagið í smá fjárhagsvandræðum þannig það var tekið til í klúbbnum. Nú erum við komnir með ágætan grunn og við erum byrjaðir að þekkja hver annan betur inni á vellinum. Þetta lítur ágætlega út og við erum ekkert að stressa okkur á að komast upp núna. Við viljum bara halda þessum hóp og byggja fyrir næsta tímabil,“ segir Kjartan Henry. Mikið var slúðrað í byrjun árs að Kjartan Henry væri á leiðinni heim enda virtust hlutirnir ekki vera að ganga upp í Danmörku. Uppeldisfélag hans, KR, fylgdist með gangi mála sem og önnur lið í Pepsi-deildinni. „Ég er náttúrlega samningsbundinn þannig að allar alvöru viðræður hefðu þurft að fara í gegnum Horsens. En ég var orðinn svolítið þungur, ég skal viðurkenna það. Það var erfitt að vera í burtu og svona meiddur. Þetta var hundleiðinlegur tími. Ég spjallaði við hina og þessa heima; umboðsmenn og vini, og fékk ráðgjöf. Ég var á báðum áttum en ákvað svo bara að kýla á þetta og vera áfram,“ segir Kjartan Henry.Ekkert að djamma Kjartan viðurkennir að það sé ljúft að komast í gegnum svona erfiða tíma og svara gagnrýnisröddum annarra og sjálfs sín með jafn góðri frammistöðu og raun ber vitni. „Það er ekki til betri tilfinning í fótboltanum en að sigrast á svona mótlæti. Maður veður samt að taka lífinu með ró og ekki fleygja sér upp í skýin þó maður skori nokkur mörk. Ég verð bara að halda þessu áfram en auðvitað fer ég alltaf inn á völlinn til þess að skora mörk,“ segir Kjartan Henry. Honum líður vel í Horsens þar sem allt er til alls innan vallar sem utan. Félagið er stærra en margir halda með glæsilegan heimavöll sem tekur 10.000 manns í sæti. Ríflega 55 þúsund manns búa í bænum og í heildina 85.000 með næstu smábæjum. „Þetta er mjög fínn bær. Við erum svona 20 mínútur til Árósa þannig þetta er mjög fínt. Hérna er rólegt sem er fínt því maður er á þeim aldri að maður er ekkert að pæla í einhverjum flottum búðum eða djammi. Stelpan er á fínum leikskóla og allar aðstæður hjá félaginu frábærar. Það eru ekki allir sem gera sér grein fyrir því hvað félagið er stórt. Ég er mjög ánægður að vera hérna,“ segir Kjartan Henry Finnbogason. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Fleiri fréttir Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Sjá meira
Knattspyrnuframherjinn Kjartan Henry Finnbogason sem leikur með danska 1. deildar liðinu Horsens hefur farið frábærlega af stað eftir langt vetrarfrí í deildinni og skorað fimm mörk í fimm fyrstu leikjum liðsins. Kjartan átti erfitt uppdráttar vegna meiðsla á fyrri hluta leiktíðar. Hann spilaði aðeins einu sinni 90 mínútur og í heildina ekki nema 192 mínútur í tólf fyrstu leikjum tímabilsins. „Þetta er búið að ganga vel núna,“ segir Kjartan Henry léttur í samtali við Fréttablaðið, en hann var að borða þegar blaðamaður sló á þráðinn til hans. „Það er alltaf nóg í boði hjá liðinu en maður borðar bara það hollasta. Allavega fimm daga vikunnar,“ segir hann og hlær. Það er augljóslega létt yfir Kjartani þessa dagana enda fer hann varla inn á fótboltavöll án þess að skora. „Ég var meiddur frá því ég kom til Horsens. Ég viðbeinsbrotnaði í fyrsta leik sem var bikarleikur og reif liðbönd í öxlinni. Ég gat ekkert beitt mér en reyndi alltaf að taka íslenska víkinginn á þetta og spila meiddur. Það var gert grín að manni og spurt hvort maður væri ekki í fótbolta, en maður notar öxlina í allt sem maður gerir á vellinum.“ Það gerði mikið fyrir hann að danski fótboltinn leggst í þriggja mánaða dvala á miðju tímabili yfir vetrartímann, en fríið á milli loka hvers tímabils og byrjunar þess næsta er ekki nema sex vikur. „Það er svolítið skrítið að taka svona undirbúningstímabil á miðju tímabili en það hentaði mér mjög vel að þessu sinni. Ég fékk tíma til að jafna mig almennilega. Það spilaði líka inn í að fjölskyldan bjó ekki hjá mér fyrir áramót. Það var erfitt að vera frá konu sinni og dóttur en nú eru stelpurnar mínar komnar. Dóttirin er komin á leikskóla og mér líður vel innan sem utan vallar. Þær eiga mikinn þátt í þessu,“ segir Kjartan Henry.Kýldi bara á þetta Það er ekki bara framherjanum sem gengur vel heldur er liðið að spila betur núna. Horsens tapaði fyrsta leik eftir fríið en er síðan búið að vinna þrjá og gera eitt jafntefli. Það situr í fimmta sæti dönsku 1. deildarinnar. „Við byrjuðum bara upp á nýtt. Þegar þeir vildu fá mig fyrst var planið að fara upp en svo lenti félagið í smá fjárhagsvandræðum þannig það var tekið til í klúbbnum. Nú erum við komnir með ágætan grunn og við erum byrjaðir að þekkja hver annan betur inni á vellinum. Þetta lítur ágætlega út og við erum ekkert að stressa okkur á að komast upp núna. Við viljum bara halda þessum hóp og byggja fyrir næsta tímabil,“ segir Kjartan Henry. Mikið var slúðrað í byrjun árs að Kjartan Henry væri á leiðinni heim enda virtust hlutirnir ekki vera að ganga upp í Danmörku. Uppeldisfélag hans, KR, fylgdist með gangi mála sem og önnur lið í Pepsi-deildinni. „Ég er náttúrlega samningsbundinn þannig að allar alvöru viðræður hefðu þurft að fara í gegnum Horsens. En ég var orðinn svolítið þungur, ég skal viðurkenna það. Það var erfitt að vera í burtu og svona meiddur. Þetta var hundleiðinlegur tími. Ég spjallaði við hina og þessa heima; umboðsmenn og vini, og fékk ráðgjöf. Ég var á báðum áttum en ákvað svo bara að kýla á þetta og vera áfram,“ segir Kjartan Henry.Ekkert að djamma Kjartan viðurkennir að það sé ljúft að komast í gegnum svona erfiða tíma og svara gagnrýnisröddum annarra og sjálfs sín með jafn góðri frammistöðu og raun ber vitni. „Það er ekki til betri tilfinning í fótboltanum en að sigrast á svona mótlæti. Maður veður samt að taka lífinu með ró og ekki fleygja sér upp í skýin þó maður skori nokkur mörk. Ég verð bara að halda þessu áfram en auðvitað fer ég alltaf inn á völlinn til þess að skora mörk,“ segir Kjartan Henry. Honum líður vel í Horsens þar sem allt er til alls innan vallar sem utan. Félagið er stærra en margir halda með glæsilegan heimavöll sem tekur 10.000 manns í sæti. Ríflega 55 þúsund manns búa í bænum og í heildina 85.000 með næstu smábæjum. „Þetta er mjög fínn bær. Við erum svona 20 mínútur til Árósa þannig þetta er mjög fínt. Hérna er rólegt sem er fínt því maður er á þeim aldri að maður er ekkert að pæla í einhverjum flottum búðum eða djammi. Stelpan er á fínum leikskóla og allar aðstæður hjá félaginu frábærar. Það eru ekki allir sem gera sér grein fyrir því hvað félagið er stórt. Ég er mjög ánægður að vera hérna,“ segir Kjartan Henry Finnbogason.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Fleiri fréttir Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Sjá meira