Góða goretexið Hildur Sverrisdóttir skrifar 11. apríl 2015 07:00 Ég hef alltaf haft skringilega þörf fyrir að aðstoða túrista sem eru strand á götuhornum. Kannski er ég að vinna upp að hafa aldrei verið í skátunum. Ég varð því hálfmóðguð þegar ég las niðurstöður rannsóknar um að einungis 60% ferðamanna finnist Íslendingar frekar gestrisnir. Kannski voru þar að kikka inn skiptin þegar ég geng inn á uppáhaldskaffihúsið og dæsi þar sem goretex-klætt fólk fyllir öll sætin. Stend því og mæli það rannsakandi út til að meta hvort það fari ekki að klára úr kaffibollanum og drífa sig út að kaupa lundadót. En ég hef þó yfirleitt minnt mig fljótt á að ef það væri ekki fyrir goretex-fólkið væru kannski ekki öll þessi blómlegu kaffihús í miðborginni. Ég er stundum kölluð Sve og fannst því sniðugt þegar ég sá í Serbíu auglýsingar um „Sve á 50% afslætti“. Svo var útskýrt fyrir mér að sve þýddi allt og sæist því víða á útsölutímabilum. Þegar ég gekk Laugaveginn í janúar voru hins vegar allar auglýsingar í búðargluggunum á ensku. Kannski vildi enginn taka sénsinn á að túristarnir myndu aldrei átta sig á hvað þessi útsala væri eiginlega og „sale“ skyldi það því vera. Þetta er bæði óþarfa túristaborgarvæðing og ekki endilega túristunum til þægðar – rannsóknir sýna að þeir vilja frekar ferðast til borga þar sem þeir finna fyrir lífi heimamanna. Auðvitað eru vaxtarverkir skiljanlegir í samfélagi þar sem ferðamennirnir eru ekki lengur bara uppi á fjöllum heldur þrammandi í nærumhverfi okkar alla daga. Við þurfum að passa að þessi sambúð geti gengið sem best. Að hægt sé til dæmis að hýsa þá án þess að annaðhvort fyllist allt af hótelum eða vegna skorts á þeim rjúki leiguverð langt upp fyrir það sem heimamenn hafa efni á, að rútugnýr og ferðatöskuskrölt haldi ekki vöku fyrir fólki í íbúðarhverfum hálfu næturnar og svo mætti lengi telja. En það verkefni þarf að vinna út frá þeirri forsendu að fjölgun goretex-fólksins er jákvæð þróun. Og á meðan er fín fjárfesting að splæsa bara á það einu brosi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Ég hef alltaf haft skringilega þörf fyrir að aðstoða túrista sem eru strand á götuhornum. Kannski er ég að vinna upp að hafa aldrei verið í skátunum. Ég varð því hálfmóðguð þegar ég las niðurstöður rannsóknar um að einungis 60% ferðamanna finnist Íslendingar frekar gestrisnir. Kannski voru þar að kikka inn skiptin þegar ég geng inn á uppáhaldskaffihúsið og dæsi þar sem goretex-klætt fólk fyllir öll sætin. Stend því og mæli það rannsakandi út til að meta hvort það fari ekki að klára úr kaffibollanum og drífa sig út að kaupa lundadót. En ég hef þó yfirleitt minnt mig fljótt á að ef það væri ekki fyrir goretex-fólkið væru kannski ekki öll þessi blómlegu kaffihús í miðborginni. Ég er stundum kölluð Sve og fannst því sniðugt þegar ég sá í Serbíu auglýsingar um „Sve á 50% afslætti“. Svo var útskýrt fyrir mér að sve þýddi allt og sæist því víða á útsölutímabilum. Þegar ég gekk Laugaveginn í janúar voru hins vegar allar auglýsingar í búðargluggunum á ensku. Kannski vildi enginn taka sénsinn á að túristarnir myndu aldrei átta sig á hvað þessi útsala væri eiginlega og „sale“ skyldi það því vera. Þetta er bæði óþarfa túristaborgarvæðing og ekki endilega túristunum til þægðar – rannsóknir sýna að þeir vilja frekar ferðast til borga þar sem þeir finna fyrir lífi heimamanna. Auðvitað eru vaxtarverkir skiljanlegir í samfélagi þar sem ferðamennirnir eru ekki lengur bara uppi á fjöllum heldur þrammandi í nærumhverfi okkar alla daga. Við þurfum að passa að þessi sambúð geti gengið sem best. Að hægt sé til dæmis að hýsa þá án þess að annaðhvort fyllist allt af hótelum eða vegna skorts á þeim rjúki leiguverð langt upp fyrir það sem heimamenn hafa efni á, að rútugnýr og ferðatöskuskrölt haldi ekki vöku fyrir fólki í íbúðarhverfum hálfu næturnar og svo mætti lengi telja. En það verkefni þarf að vinna út frá þeirri forsendu að fjölgun goretex-fólksins er jákvæð þróun. Og á meðan er fín fjárfesting að splæsa bara á það einu brosi.
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun