Ég verð kona í vor Magnús Guðmundsson skrifar 13. apríl 2015 07:00 Menning og listir eru mannbætandi. Það er að minnsta kosti mín reynsla. Hvort sem um er að ræða bók, kvikmynd, mynd, tónlist, leikhús eða eitthvað annað sem er skapað þannig að hreyfi við mér, þeim lurk sem ég er, þá gerir það mig vonandi að ögn skárri manni. Örlítið skilningsríkari, fordómalausari og jafnvel kærleiksríkari manni. Það er göfugt verkefni. Verkefni sem er engan veginn viðunandi að sé einvörðungu sinnt af mínum líkum því þá er hætt við að árangurinn verði dálítið takmarkaður. En ef ég fæ innsýn í líf, tilfinningar og hugsanir þeirra sem deila ekki fyrir hugmyndaheimi mínum og reynslu, eins og til dæmis kvenna, þá held ég að þetta verði meira spennandi. Það er einmitt tilgangurinn með Listahátíð í Reykjavík og fleiri lista- og menningarhátíðum sem efnt er til á ári hverju. Að gefa fólki þess kost að stækka sinn reynslu- og hugmyndaheim, kynnast því sem stendur því fjarri í gráma hversdagsins og bæta sig jafnvel frá því sem við vorum deginum áður. „Betri í dag en í gær“ eins og þar stendur. Dagskrá Listahátíðar í Reykjavík á komandi vori, að því gefnu að það komi að endingu vor, var kynnt í liðinni viku. Það sem vekur helst aðdáun og áhuga undirritaðs er hugrekki Hönnu Styrmisdóttur, listræns stjórnanda hátíðarinnar, til þess að leitast við að rétta hlut kvenna í dagskránni. En mjög svo hefur hallað á hlut þeirra allt frá fyrstu hátíðinni árið 1970. Tilefnið fyrir því að farið var að skoða þessi mál var aldarafmæli kosningaréttar kvenna á þessu ári og er nú tekið til við það verkefni að rétta hlut þeirra í dagskránni. Þannig að í tilefni af afnámi skertra mannréttinda fyrir hundrað árum er nú reynt að bæta úr fjörutíu og fimm ára órétti og mismunun á sviði lista og menningar innan Listahátíðarinnar í Reykjavík. Það er dálítið dapurlegt og ekki góður vitnisburður um framþróun okkar sem réttláts samfélags. Það er þó ánægjulegt að Listahátíðin í Reykjavík árið 2015 hefur tekið sér heitið Fyrri hluti. Seinni hluti verður svo að ári liðnu með þeim formerkjum að halda áfram því verkefni að rétta hlut kvenna innan hátíðarinnar. Minna má það nú ekki vera og eiga Hanna Styrmisdóttir og hennar fólk hrós skilið fyrir þessa ákvörðun. Fyrir tilstilli þessarar ákvörðunar sýnist mér að Listahátíð í Reykjavík sé í eðli sínu stærri og athyglisverðari en hún hefur oft áður verið. Hún sé nær því markmiði sínu að gefa okkur þess kost að bæta okkur eilítið sem manneskjur og ég er ekki frá því að það sé ekki vanþörf á. Dæmi hver fyrir sig. Í ár gefst okkur tækifæri til þess að láta listakonur í meirihluta, en karla í minnihluta, hreyfa við okkur, sýna okkur inn í hugarheim sinn og deila með okkur reynslu sinni af lífinu. Í ár gefst okkur tækifæri til þess að vera konur. Ég hlakka til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Listahátíð í Reykjavík Magnús Guðmundsson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Menning og listir eru mannbætandi. Það er að minnsta kosti mín reynsla. Hvort sem um er að ræða bók, kvikmynd, mynd, tónlist, leikhús eða eitthvað annað sem er skapað þannig að hreyfi við mér, þeim lurk sem ég er, þá gerir það mig vonandi að ögn skárri manni. Örlítið skilningsríkari, fordómalausari og jafnvel kærleiksríkari manni. Það er göfugt verkefni. Verkefni sem er engan veginn viðunandi að sé einvörðungu sinnt af mínum líkum því þá er hætt við að árangurinn verði dálítið takmarkaður. En ef ég fæ innsýn í líf, tilfinningar og hugsanir þeirra sem deila ekki fyrir hugmyndaheimi mínum og reynslu, eins og til dæmis kvenna, þá held ég að þetta verði meira spennandi. Það er einmitt tilgangurinn með Listahátíð í Reykjavík og fleiri lista- og menningarhátíðum sem efnt er til á ári hverju. Að gefa fólki þess kost að stækka sinn reynslu- og hugmyndaheim, kynnast því sem stendur því fjarri í gráma hversdagsins og bæta sig jafnvel frá því sem við vorum deginum áður. „Betri í dag en í gær“ eins og þar stendur. Dagskrá Listahátíðar í Reykjavík á komandi vori, að því gefnu að það komi að endingu vor, var kynnt í liðinni viku. Það sem vekur helst aðdáun og áhuga undirritaðs er hugrekki Hönnu Styrmisdóttur, listræns stjórnanda hátíðarinnar, til þess að leitast við að rétta hlut kvenna í dagskránni. En mjög svo hefur hallað á hlut þeirra allt frá fyrstu hátíðinni árið 1970. Tilefnið fyrir því að farið var að skoða þessi mál var aldarafmæli kosningaréttar kvenna á þessu ári og er nú tekið til við það verkefni að rétta hlut þeirra í dagskránni. Þannig að í tilefni af afnámi skertra mannréttinda fyrir hundrað árum er nú reynt að bæta úr fjörutíu og fimm ára órétti og mismunun á sviði lista og menningar innan Listahátíðarinnar í Reykjavík. Það er dálítið dapurlegt og ekki góður vitnisburður um framþróun okkar sem réttláts samfélags. Það er þó ánægjulegt að Listahátíðin í Reykjavík árið 2015 hefur tekið sér heitið Fyrri hluti. Seinni hluti verður svo að ári liðnu með þeim formerkjum að halda áfram því verkefni að rétta hlut kvenna innan hátíðarinnar. Minna má það nú ekki vera og eiga Hanna Styrmisdóttir og hennar fólk hrós skilið fyrir þessa ákvörðun. Fyrir tilstilli þessarar ákvörðunar sýnist mér að Listahátíð í Reykjavík sé í eðli sínu stærri og athyglisverðari en hún hefur oft áður verið. Hún sé nær því markmiði sínu að gefa okkur þess kost að bæta okkur eilítið sem manneskjur og ég er ekki frá því að það sé ekki vanþörf á. Dæmi hver fyrir sig. Í ár gefst okkur tækifæri til þess að láta listakonur í meirihluta, en karla í minnihluta, hreyfa við okkur, sýna okkur inn í hugarheim sinn og deila með okkur reynslu sinni af lífinu. Í ár gefst okkur tækifæri til þess að vera konur. Ég hlakka til.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun