Ákall til fjölmiðla Ögmundur Jónasson skrifar 14. apríl 2015 07:00 Lýðræðisþjóðfélög Vesturlanda byggja á þrískiptingu ríkisvalds. Á okkar söguskeiði var það franski lögspekingurinn Montesquieu, sem greindi þetta vald í þrjá þætti, löggjafarvald, framkvæmdarvald og dómsvald. Þetta var á 18. öldinni, öld Upplýsingarinnar. Áður höfðu Forn-Grikkir föndrað við svipaðar hugmyndir bæði í teoríu og praxis.Fjórða valdið Allt var þetta fyrir öld öflugrar fjölmiðlunar. Eftir því sem á 20. öldina leið urðu fjölmiðlar áhrifaríkari þar til svo var komið að farið var að skírskota til þeirra sem fjórða valdsins. Þar var ekki einvörðungu horft til þess sem mikilvægt hlýtur að teljast að fjölmiðlar – í mismunandi ríkum mæli þó – skapa almenningi vettvang til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Fjórða valdið snýr þó síður að lýðræðinu og áhrifum almennings á vettvangi fjölmiðla en fremur að eigendum þeirra og starfsmönnum því þeir fá miklu ráðið um hvernig upplýsingar eru matreiddar um gangverk samfélagsins og ákvarðanir sem þar eru teknar og afleiðingar þeirra. Með öðrum orðum, fjölmiðlar fjalla um hagsmuni og stjórnmál og blöndu af þessu tvennu.„Nú taka fjölmiðlar við“ Af þessum sökum hefur gagnrýnin umræða um fjölmiðla – fjórða valdið – ekki þótt síður nauðsynleg en um framangreinda valdþætti ríkisvaldsins, löggjafarvaldið, framkvæmdarvaldið og dómsvaldið. Þarna þarf allt að vera gagnsætt og vinnubrögð verða að þola skært kastljós. Þetta kom mér í hug þegar ég las niðurlag leiðara Fréttablaðsins laugardaginn 4. apríl: „Sérstakur saksóknari gegnir mikilvægu embætti. Hann hefur örlög fjölda manna í höndum sér. Hvaða skoðun sem fólk hefur á persónum og leikendum getum við vonandi öll sammælst um að tilgangurinn helgar ekki alltaf meðalið þegar örlög fólks eru í húfi. Það er nauðsynlegt að upplýsa hvort sérstakur saksóknari laug þegar hann sagðist ekki hafa vitað um tengsl Sverris og Ólafs Ólafssonar. Niðurstaða Hæstaréttar er óboðleg, og má ekki verða endahnútur þessa máls. Nú taka fjölmiðlar við.“ Ég tek undir með Fréttablaðinu að um þessi mál þarf að fjalla óháð persónum og leikendum. Persónur og leikendur eru engu að síður staðsettir einhvers staðar í veruleika tilfinninga og hagsmuna. Það á við um þá sem eiga Fréttablaðið og starfa þar, ekki síður en aðra. Í þessu ljósi hljótum við að skoða hve hart Fréttablaðið gengur í gagnrýni á embætti sérstaks saksóknara. Dómstólum, hér sem annars staðar, hafa stundum orðið á mistök. Hafi menn grun um slíkt, er eðlilegt að það sé rætt í fjölmiðlum á gagnrýninn hátt. Það er líka rétt sem fram kemur í leiðara Fréttablaðsins að réttarkerfið hefur örlög margra í hendi sér. Það hefur Fjórða valdið líka á sinn hátt. Ábyrgð þess er því mikil.Það sem sannara reynist Þegar fjölmiðlar ráðast til atlögu gegn réttarkerfinu verða þeir að vita að kastjósið kemur til með að beinast að þeim sjálfum. Fyrir hönd okkar sem viljum tryggja óhlutdrægni fjölmiðla er þessi greinarstúfur hugsaður sem ákall til íslenskra fjölmiðlamanna, eigenda og starfsmanna, að þeir hafi ætíð það sem sannara reynist og minnist þess að þeir fara með vald. Í mínum huga er niðurlagssetningin í tilvitnuðum leiðara grafalvarleg í ljósi þess að ritstjórinn sem skrifar þessa herhvöt er jafnframt æðsti stjórnandi allrar 365 fjölmiðlasamsteypunnar sem er í eigu málsaðila dómsmála sem undirbúin hafa verið hjá því embætti sem spjótum skal nú beint að.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Lýðræðisþjóðfélög Vesturlanda byggja á þrískiptingu ríkisvalds. Á okkar söguskeiði var það franski lögspekingurinn Montesquieu, sem greindi þetta vald í þrjá þætti, löggjafarvald, framkvæmdarvald og dómsvald. Þetta var á 18. öldinni, öld Upplýsingarinnar. Áður höfðu Forn-Grikkir föndrað við svipaðar hugmyndir bæði í teoríu og praxis.Fjórða valdið Allt var þetta fyrir öld öflugrar fjölmiðlunar. Eftir því sem á 20. öldina leið urðu fjölmiðlar áhrifaríkari þar til svo var komið að farið var að skírskota til þeirra sem fjórða valdsins. Þar var ekki einvörðungu horft til þess sem mikilvægt hlýtur að teljast að fjölmiðlar – í mismunandi ríkum mæli þó – skapa almenningi vettvang til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Fjórða valdið snýr þó síður að lýðræðinu og áhrifum almennings á vettvangi fjölmiðla en fremur að eigendum þeirra og starfsmönnum því þeir fá miklu ráðið um hvernig upplýsingar eru matreiddar um gangverk samfélagsins og ákvarðanir sem þar eru teknar og afleiðingar þeirra. Með öðrum orðum, fjölmiðlar fjalla um hagsmuni og stjórnmál og blöndu af þessu tvennu.„Nú taka fjölmiðlar við“ Af þessum sökum hefur gagnrýnin umræða um fjölmiðla – fjórða valdið – ekki þótt síður nauðsynleg en um framangreinda valdþætti ríkisvaldsins, löggjafarvaldið, framkvæmdarvaldið og dómsvaldið. Þarna þarf allt að vera gagnsætt og vinnubrögð verða að þola skært kastljós. Þetta kom mér í hug þegar ég las niðurlag leiðara Fréttablaðsins laugardaginn 4. apríl: „Sérstakur saksóknari gegnir mikilvægu embætti. Hann hefur örlög fjölda manna í höndum sér. Hvaða skoðun sem fólk hefur á persónum og leikendum getum við vonandi öll sammælst um að tilgangurinn helgar ekki alltaf meðalið þegar örlög fólks eru í húfi. Það er nauðsynlegt að upplýsa hvort sérstakur saksóknari laug þegar hann sagðist ekki hafa vitað um tengsl Sverris og Ólafs Ólafssonar. Niðurstaða Hæstaréttar er óboðleg, og má ekki verða endahnútur þessa máls. Nú taka fjölmiðlar við.“ Ég tek undir með Fréttablaðinu að um þessi mál þarf að fjalla óháð persónum og leikendum. Persónur og leikendur eru engu að síður staðsettir einhvers staðar í veruleika tilfinninga og hagsmuna. Það á við um þá sem eiga Fréttablaðið og starfa þar, ekki síður en aðra. Í þessu ljósi hljótum við að skoða hve hart Fréttablaðið gengur í gagnrýni á embætti sérstaks saksóknara. Dómstólum, hér sem annars staðar, hafa stundum orðið á mistök. Hafi menn grun um slíkt, er eðlilegt að það sé rætt í fjölmiðlum á gagnrýninn hátt. Það er líka rétt sem fram kemur í leiðara Fréttablaðsins að réttarkerfið hefur örlög margra í hendi sér. Það hefur Fjórða valdið líka á sinn hátt. Ábyrgð þess er því mikil.Það sem sannara reynist Þegar fjölmiðlar ráðast til atlögu gegn réttarkerfinu verða þeir að vita að kastjósið kemur til með að beinast að þeim sjálfum. Fyrir hönd okkar sem viljum tryggja óhlutdrægni fjölmiðla er þessi greinarstúfur hugsaður sem ákall til íslenskra fjölmiðlamanna, eigenda og starfsmanna, að þeir hafi ætíð það sem sannara reynist og minnist þess að þeir fara með vald. Í mínum huga er niðurlagssetningin í tilvitnuðum leiðara grafalvarleg í ljósi þess að ritstjórinn sem skrifar þessa herhvöt er jafnframt æðsti stjórnandi allrar 365 fjölmiðlasamsteypunnar sem er í eigu málsaðila dómsmála sem undirbúin hafa verið hjá því embætti sem spjótum skal nú beint að.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun