Þessi þjáning er yndisleg Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. apríl 2015 07:45 Hlustið á mig. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, leggur línurnar fyrir sína menn. Valsmenn verða að vinna Hauka í kvöld. Fréttablaðið/Stefán „Allar klisjurnar eiga við og þær eru allar réttar. Við verðum bara að vinna þennan leik, ekkert annað dugir til,“ segir línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson hjá Val en annað árið í röð er deildarmeistarinn 2-0 undir í undanúrslitunum. Í fyrra voru Haukar í þeirri stöðu en þeir náðu að snúa stöðunni sér í vil og fara í úrslitin með því að vinna næstu þrjá leiki gegn FH. Valsmenn þurfa því að leika þennan sama leik, einmitt gegn Haukum, og byrja á því á heimavelli í kvöld. Haukar hafa 2-0 forystu í einvígi liðanna og hafa komið deildarmeisturunum í mikil vandræði. Haukar urðu af Íslandsmeistaratitlinum í fyrra eftir æsilega rimmu gegn ÍBV og ætla sér alla leið í ár – það er augljóst á leik þeirra. „Ég er ekkert að spá í hvað þeir eru að hugsa. Ég er meira að hugsa um okkur. Við vitum að möguleikarnir eru til staðar og við vitum að við eigum í fullu tré við þetta lið,“ bætir Kári Kristján við. Hann hrósar liði Haukanna og segir að liðið hafi verið einna best í deildinni eftir áramót. En Valsmenn geta engu að síður sjálfum sér um kennt að stórum hluta. „Fyrsti leikurinn var skelfilegur. Svo einfalt var það. En við fórum illa að ráði okkar í næsta leik. Bæði var skotnýtingin léleg og einnig nýttum við illa þau hraðaupphlaup sem við fengum. Haukar töpuðu átta boltum í leiknum og það verðum við að nýta okkur.“35% skotnýting Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, tekur undir þetta. „Við hefðum getað klárað leikinn með því að nýta hraðaupphlaupin betur,“ sagði hann. „Það er sérstaklega mikilvægt þegar sóknarleikurinn gengur jafn illa og í þeim leik.“ Valsmenn skoruðu aðeins nítján mörk á Ásvöllum um helgina og skotnýting liðsins var 35%. Lykilmenn eins og Guðmundur Hólmar Helgason voru langt frá sínu besta en hann nýtti aðeins tvö af fjórtán skotum sínum í leiknum. „Við vorum að taka ákvarðanir of snemma og koma of hægt á vörnina þeirra. Það var ekki gott „flot“ í leiknum okkar og þeir náðu að stýra okkur í að taka þægileg skot fyrir vörnina þeirra og markvörðinn – sem hefur verið frábær. En þó svo að hann sé góður er hægt að gera mun betur gegn honum.“ Óskar Bjarni hefur þrátt fyrir allt ekki áhyggjur – það er að minnsta kosti ekki að heyra á honum. „Þessi þjáning er yndisleg. Úrslitakeppnin er jól og hátíð fyrir okkur þjálfarana og bara gaman. Þetta er erfið staða en við verðum að vinna úr henni. Við þurfum bara að vinna einn leik og þá er þetta orðið að einvígi á ný,“ segir hann og segir að það sé engin krísa á Hlíðarenda. „Auðvitað kemur upp ótti og hræðsla í fólkinu í kringum mann þegar liðið er 2-0 undir. En leikmenn hafa statt og stöðugt trú á því að þeir geta klárað þetta. Það er engin þörf á hallarbyltingu – við verðum bara að vinna rétt úr hlutunum. Auðvitað er það svo að við þurfum að athuga vel okkar gang, skoða leik okkar og vinna úr vandamálunum. Ekkert gerist af sjálfu sér.“Drottning og „burger“ Kári Kristján er ánægður með þann stuðning sem Valsmenn hafa fengið og á von á enn betri mætingu í kvöld en í fyrstu tveimur leikjunum. „Eurovision-drottningin kemur meira að segja og þenur raddböndin fyrir okkur. Er hægt að biðja um meira en að fá borgara og Maríu Ólafs?“ spyr línumaðurinn í léttum tón. Í hinni undanúrslitarimmunni eigast við nýliðar Aftureldingar og ÍR. Þar er staðan 1-1 en liðin mætast í Mosfellsbæ í kvöld. Báðir leikir hefjast klukkan 19.30. Eurovision Olís-deild karla Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira
„Allar klisjurnar eiga við og þær eru allar réttar. Við verðum bara að vinna þennan leik, ekkert annað dugir til,“ segir línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson hjá Val en annað árið í röð er deildarmeistarinn 2-0 undir í undanúrslitunum. Í fyrra voru Haukar í þeirri stöðu en þeir náðu að snúa stöðunni sér í vil og fara í úrslitin með því að vinna næstu þrjá leiki gegn FH. Valsmenn þurfa því að leika þennan sama leik, einmitt gegn Haukum, og byrja á því á heimavelli í kvöld. Haukar hafa 2-0 forystu í einvígi liðanna og hafa komið deildarmeisturunum í mikil vandræði. Haukar urðu af Íslandsmeistaratitlinum í fyrra eftir æsilega rimmu gegn ÍBV og ætla sér alla leið í ár – það er augljóst á leik þeirra. „Ég er ekkert að spá í hvað þeir eru að hugsa. Ég er meira að hugsa um okkur. Við vitum að möguleikarnir eru til staðar og við vitum að við eigum í fullu tré við þetta lið,“ bætir Kári Kristján við. Hann hrósar liði Haukanna og segir að liðið hafi verið einna best í deildinni eftir áramót. En Valsmenn geta engu að síður sjálfum sér um kennt að stórum hluta. „Fyrsti leikurinn var skelfilegur. Svo einfalt var það. En við fórum illa að ráði okkar í næsta leik. Bæði var skotnýtingin léleg og einnig nýttum við illa þau hraðaupphlaup sem við fengum. Haukar töpuðu átta boltum í leiknum og það verðum við að nýta okkur.“35% skotnýting Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, tekur undir þetta. „Við hefðum getað klárað leikinn með því að nýta hraðaupphlaupin betur,“ sagði hann. „Það er sérstaklega mikilvægt þegar sóknarleikurinn gengur jafn illa og í þeim leik.“ Valsmenn skoruðu aðeins nítján mörk á Ásvöllum um helgina og skotnýting liðsins var 35%. Lykilmenn eins og Guðmundur Hólmar Helgason voru langt frá sínu besta en hann nýtti aðeins tvö af fjórtán skotum sínum í leiknum. „Við vorum að taka ákvarðanir of snemma og koma of hægt á vörnina þeirra. Það var ekki gott „flot“ í leiknum okkar og þeir náðu að stýra okkur í að taka þægileg skot fyrir vörnina þeirra og markvörðinn – sem hefur verið frábær. En þó svo að hann sé góður er hægt að gera mun betur gegn honum.“ Óskar Bjarni hefur þrátt fyrir allt ekki áhyggjur – það er að minnsta kosti ekki að heyra á honum. „Þessi þjáning er yndisleg. Úrslitakeppnin er jól og hátíð fyrir okkur þjálfarana og bara gaman. Þetta er erfið staða en við verðum að vinna úr henni. Við þurfum bara að vinna einn leik og þá er þetta orðið að einvígi á ný,“ segir hann og segir að það sé engin krísa á Hlíðarenda. „Auðvitað kemur upp ótti og hræðsla í fólkinu í kringum mann þegar liðið er 2-0 undir. En leikmenn hafa statt og stöðugt trú á því að þeir geta klárað þetta. Það er engin þörf á hallarbyltingu – við verðum bara að vinna rétt úr hlutunum. Auðvitað er það svo að við þurfum að athuga vel okkar gang, skoða leik okkar og vinna úr vandamálunum. Ekkert gerist af sjálfu sér.“Drottning og „burger“ Kári Kristján er ánægður með þann stuðning sem Valsmenn hafa fengið og á von á enn betri mætingu í kvöld en í fyrstu tveimur leikjunum. „Eurovision-drottningin kemur meira að segja og þenur raddböndin fyrir okkur. Er hægt að biðja um meira en að fá borgara og Maríu Ólafs?“ spyr línumaðurinn í léttum tón. Í hinni undanúrslitarimmunni eigast við nýliðar Aftureldingar og ÍR. Þar er staðan 1-1 en liðin mætast í Mosfellsbæ í kvöld. Báðir leikir hefjast klukkan 19.30.
Eurovision Olís-deild karla Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti