Sérstakur segir niðurstöðu Hæstaréttar hafa verið fyrirsjáanlega Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 23. apríl 2015 00:01 Allt Aurum-málið verður nú endurtekið í héraðsdómi þar sem dómsniðurstaðan hefur verið ómerkt vegna vanhæfis meðdómara. Fréttablaðið/Ernir Hæstiréttur féllst í gær á ómerkingarkröfu ákæruvaldsins í Aurum-málinu svokallaða. Helgi Magnús Gunnarsson saksóknari áfrýjaði málinu til Hæstaréttar og krafðist þess að héraðsdómur yrði ómerktur sökum ættartengsla Sverris Ólafssonar, sérfróðs meðdómanda í Aurum-málinu, við Ólaf Ólafsson, sem var á dögunum sakfelldur í Hæstarétti fyrir hlutdeild í umboðssvikum í Al Thani-málinu, en þeir eru bræður. Þetta þýðir að málið verður í heild sinni tekið aftur fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur, kalla þarf öll vitni fyrir að nýju og svo framvegis. Í málinu voru þeir Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson sýknaðir af ákærum um umboðssvik og hlutdeild í þeim. Þeir voru ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna láns sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf. sem var í eigu Pálma Haraldssonar, vegna kaupa á félaginu Aurum Holdings Ltd. Einn dómari málsins skilaði sératkvæði og taldi að sakfella ætti Lárus, Jón Ásgeir og Magnús Arnar. Upp komst um ættartengslin í fjölmiðlum eftir uppkvaðningu héraðsdómsins. Aðspurður sagðist Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, ekki hafa vitað af ættartengslunum. Sverrir tjáði sig í kjölfarið í fjölmiðlum um að hann hefði upplýst dómsformanninn um skyldleikann og að hann tryði því ekki að saksóknari hefði ekki vitað af tengslunum. Hæstiréttur taldi ummæli Sverris í fjölmiðlum gefa tilefni til að draga með réttu í efa að hann hefði verið óhlutdrægur í garð ákæruvaldsins fyrir uppkvaðningu héraðsdómsins. Ólafur Þór segir í samtali við Fréttablaðið að niðurstaðan hafi verið fyrirsjáanleg. „Að sama skapi er það ekki gott þegar endanlegar niðurstöður í málum dragast á langinn. En það blasir núna við að málið fer aftur fyrir héraðsdóm og endurtaka þarf meðferðina þar,“ segir Ólafur Þór. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs, segist vonsvikinn. „Ég á satt að segja engin orð til að lýsa skoðun minni á þessari niðurstöðu. Það liggur fyrir í þessu máli að meðdómarinn stóð í þeirri trú og hafði til þess fulla ástæðu, að orð reyndasta sakadómara landsins, dómsformannsins í málinu, að sérstakur saksóknari væri bara ekki að skýra rétt frá þegar hann kannaðist ekki við að hafa vitað af þessum tengslum. Afleiðingin af þessu er að fjórir menn sem voru sýknaðir í héraði, og áttu von á að fá enda í sín mál á næstu mánuðum, verða að bíða enn eitt árið eftir niðurstöðu í málinu. Minn skjólstæðingur í þessu máli, Jón Ásgeir, er nú þegar búinn að hafa réttarstöðu sakbornings í á þrettánda ár. Mér finnst þetta vera orðið bara alveg til vansa,“ segir Gestur.Orð meðdómarans í fjölmiðlum Í kvöldfréttum RÚV þann 9. júní 2014 var rætt við Sverri Ólafsson, meðdómara í Aurum-málinu, um ættartengsl hans og viðbrögð sérstaks saksóknara sem sagðist ekki hafa verið kunnugt um þau. „Ég fór til dómarans, Guðjóns St. Marteinssonar, sagði honum frá tengslum mínum. Hann taldi að það væru ekki vandkvæði á því að ég tæki þetta að mér … Ég trúi því ekki í eina sekúndu að sérstakur saksóknari hafi ekki vitað af mínum tengslum strax í upphafi. Ef hann vissi ekki af mínum tengslum, þá ber það vott um afskaplega léleg og yfirborðskennd vinnubrögð. Mér finnst viðbrögð hans, sko, hæpin og mér finnst þetta bera vott um örvæntingarfullar og jafnvel óheiðarlegar aðgerðir. Og hann grípur til þeirra á erfiðum tímum þegar að trúverðugleiki hans stofnunar er eiginlega í molum,“ sagði Sverrir. Aurum Holding málið Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Hæstiréttur féllst í gær á ómerkingarkröfu ákæruvaldsins í Aurum-málinu svokallaða. Helgi Magnús Gunnarsson saksóknari áfrýjaði málinu til Hæstaréttar og krafðist þess að héraðsdómur yrði ómerktur sökum ættartengsla Sverris Ólafssonar, sérfróðs meðdómanda í Aurum-málinu, við Ólaf Ólafsson, sem var á dögunum sakfelldur í Hæstarétti fyrir hlutdeild í umboðssvikum í Al Thani-málinu, en þeir eru bræður. Þetta þýðir að málið verður í heild sinni tekið aftur fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur, kalla þarf öll vitni fyrir að nýju og svo framvegis. Í málinu voru þeir Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson sýknaðir af ákærum um umboðssvik og hlutdeild í þeim. Þeir voru ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna láns sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf. sem var í eigu Pálma Haraldssonar, vegna kaupa á félaginu Aurum Holdings Ltd. Einn dómari málsins skilaði sératkvæði og taldi að sakfella ætti Lárus, Jón Ásgeir og Magnús Arnar. Upp komst um ættartengslin í fjölmiðlum eftir uppkvaðningu héraðsdómsins. Aðspurður sagðist Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, ekki hafa vitað af ættartengslunum. Sverrir tjáði sig í kjölfarið í fjölmiðlum um að hann hefði upplýst dómsformanninn um skyldleikann og að hann tryði því ekki að saksóknari hefði ekki vitað af tengslunum. Hæstiréttur taldi ummæli Sverris í fjölmiðlum gefa tilefni til að draga með réttu í efa að hann hefði verið óhlutdrægur í garð ákæruvaldsins fyrir uppkvaðningu héraðsdómsins. Ólafur Þór segir í samtali við Fréttablaðið að niðurstaðan hafi verið fyrirsjáanleg. „Að sama skapi er það ekki gott þegar endanlegar niðurstöður í málum dragast á langinn. En það blasir núna við að málið fer aftur fyrir héraðsdóm og endurtaka þarf meðferðina þar,“ segir Ólafur Þór. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs, segist vonsvikinn. „Ég á satt að segja engin orð til að lýsa skoðun minni á þessari niðurstöðu. Það liggur fyrir í þessu máli að meðdómarinn stóð í þeirri trú og hafði til þess fulla ástæðu, að orð reyndasta sakadómara landsins, dómsformannsins í málinu, að sérstakur saksóknari væri bara ekki að skýra rétt frá þegar hann kannaðist ekki við að hafa vitað af þessum tengslum. Afleiðingin af þessu er að fjórir menn sem voru sýknaðir í héraði, og áttu von á að fá enda í sín mál á næstu mánuðum, verða að bíða enn eitt árið eftir niðurstöðu í málinu. Minn skjólstæðingur í þessu máli, Jón Ásgeir, er nú þegar búinn að hafa réttarstöðu sakbornings í á þrettánda ár. Mér finnst þetta vera orðið bara alveg til vansa,“ segir Gestur.Orð meðdómarans í fjölmiðlum Í kvöldfréttum RÚV þann 9. júní 2014 var rætt við Sverri Ólafsson, meðdómara í Aurum-málinu, um ættartengsl hans og viðbrögð sérstaks saksóknara sem sagðist ekki hafa verið kunnugt um þau. „Ég fór til dómarans, Guðjóns St. Marteinssonar, sagði honum frá tengslum mínum. Hann taldi að það væru ekki vandkvæði á því að ég tæki þetta að mér … Ég trúi því ekki í eina sekúndu að sérstakur saksóknari hafi ekki vitað af mínum tengslum strax í upphafi. Ef hann vissi ekki af mínum tengslum, þá ber það vott um afskaplega léleg og yfirborðskennd vinnubrögð. Mér finnst viðbrögð hans, sko, hæpin og mér finnst þetta bera vott um örvæntingarfullar og jafnvel óheiðarlegar aðgerðir. Og hann grípur til þeirra á erfiðum tímum þegar að trúverðugleiki hans stofnunar er eiginlega í molum,“ sagði Sverrir.
Aurum Holding málið Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun