Þjóðkirkja í Ríkisútvarpinu Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 25. apríl 2015 06:00 Við nýja forystu á Ríkisútvarpinu urðu þær breytingar að kvöldbæn á Rás 1 var felld af dagskrá og morgunbænir fluttar fram til kl. 6.25. Ákvörðunin var umdeild og margir mótmæltu og þótt ákvörðunin hafi ekki verið dregin til baka sýndi umræðan hversu margir hlusta á slíka dagskrárliði. Sama má segja um sunnudagsguðsþjónustuna sem hefur gríðarlega hlustun um allt land. Sú var tíðin að sjónvarpað var sunnudagshugvekjum á RÚV en þær voru lagðar niður í október 1993 af þáverandi útvarpsstjóra, Heimi Steinssyni. Síðan þá hefur ekki verið reglulegt helgihald í Ríkissjónvarpinu. Eitt af því sem kom fram í umræðunni var það viðhorf að útsendingar af kirkjulegum vettvangi eigi ekki heima í ríkisfjölmiðli, annars vegar þar sem verið væri að gera upp á milli trúarskoðana og hins vegar vegna þess að trúariðkun eigi ekki að heyrast á opinberum miðlum. Við fyrri rökunum má nefna að ekkert er því til fyrirstöðu að aðrir kristnir söfnuðir komi að guðsþjónustum og bænahaldi RÚV og sömuleiðis væri það fagnaðarefni ef bænalíf annarra trúarbragða fengi að heyrast og sjást á öldum ljósvakans. Opinberir miðlar í nágrannalöndum okkar sinna allir því hlutverki að sjónvarpa guðsþjónustum frá þjóðkirkjum þeirra. Danska ríkisútvarpið starfrækir svokallaða DR kirke, þar sem eru sjónvarpsútsendingar frá guðsþjónustum dönsku kirkjunnar. Styr hefur staðið undanfarið um þá ákvörðun að sýna ekki frá eiginlegum guðsþjónustum safnaða, en sú nýbreytni var tekin upp í vetur að framleiða sérstakar guðsþjónustur þar sem sjónvarpsáhorfendur eru söfnuðurinn. Mörgum þykir þetta tilgerðarlegra fyrirkomulag og sakna þess að sjá fjölsetna kirkjubekki í útsendingum. Á heimasíðu danska sjónvarpsins eru gefnar upplýsingar um hvernig megi ræða prédikun dagsins eða komast í tengsl við sálgæslu á vegum kirkjunnar. Sænska sjónvarpið SVT flakkar á milli sóknarkirkna á sunnudagsmorgnum og hefur í upphafi stutta umfjöllun um hverja kirkju fyrir sig, söfnuð og prest. Lögð er áhersla á að sýna sem flestar kirkjur og greina frá sögu þeirra og munum. Reglulega er síðan leitað til annarra safnaða og sent út frá samkomum þeirra, líkt og Hjálpræðishernum. Norska ríkissjónvarpið NRK sendir út guðsþjónustur frá kirkjum landsins og er með stutta umfjöllun um takt kirkjuársins og kirkjur landsins í upphafi, líkt og í Svíþjóð. Í vetur var haldið sálmabókarmaraþon þar sem 899 sálmar hinnar nýju sálmabókar frá 2013 voru fluttir á 60 klukkustundum. Verkefnið var gríðarlega metnaðarfullt og áhorf á útsendinguna fór fram úr björtustu vonum en 2,2 milljónir fylgdust með útsendingunni. Fluttir voru tveir sálmar eftir Hallgrím Pétursson og sálmalag eftir Sigvalda Kaldalóns. RÚV er eftirbátur Jafnvel Færeyingar með sitt litla opinbera sjónvarp KFV sýna vikulega sjónvarpsútsendingar frá guðsþjónustum í mismunandi kirkjum og Finnar hafa útsendingar á YLE frá guðsþjónustum á sænsku og finnsku. Í Finnlandi eru tvær kirkjur sem hafa stöðu þjóðkirkju, lútherska kirkjan sem 74% Finna tilheyra og rétttrúnaðarkirkjan sem telur 1% finnsku þjóðarinnar, en YLE hefur skyldum að gegna gagnvart þeim báðum. Það er óhætt að fullyrða að RÚV sé eftirbátur sjónvarpsstöðva á Norðurlöndum þegar kemur að útsendingum frá guðsþjónustum þjóðkirkna og það er áhugavert að spyrja hvað liggur þar að baki. Hvorki fjárskortur né fjölmenningarrök skýra þessa vanrækslu. Um er að ræða ódýrt sjónvarpsefni sem í öllum tilfellum er unnið í samstarfi við þjóðkirkjur Norðurlandanna. Fjölmenningarrök knýja ekki á um þöggun á átrúnaði heldur þvert á móti er besta leiðin til að minnka spennu og auka virðingu samfélaga, að menningar- og trúarhefðir séu sem sýnilegastar. Ríkissjónvarpið hefur skyldum að gegna við að sinna miðlun á trúar- og menningararfi þjóðarinnar. Þeirri skyldu væri sinnt af sóma með sjónvarpsútsendingum frá kirkjum landsins, þar sem færi saman helgihald og fræðsla um kirkjur til sjávar og sveita sem margar eru á minjaskrá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Þjóðkirkjan Ríkisútvarpið Mest lesið Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Í nafni frelsis og valdeflingar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Við nýja forystu á Ríkisútvarpinu urðu þær breytingar að kvöldbæn á Rás 1 var felld af dagskrá og morgunbænir fluttar fram til kl. 6.25. Ákvörðunin var umdeild og margir mótmæltu og þótt ákvörðunin hafi ekki verið dregin til baka sýndi umræðan hversu margir hlusta á slíka dagskrárliði. Sama má segja um sunnudagsguðsþjónustuna sem hefur gríðarlega hlustun um allt land. Sú var tíðin að sjónvarpað var sunnudagshugvekjum á RÚV en þær voru lagðar niður í október 1993 af þáverandi útvarpsstjóra, Heimi Steinssyni. Síðan þá hefur ekki verið reglulegt helgihald í Ríkissjónvarpinu. Eitt af því sem kom fram í umræðunni var það viðhorf að útsendingar af kirkjulegum vettvangi eigi ekki heima í ríkisfjölmiðli, annars vegar þar sem verið væri að gera upp á milli trúarskoðana og hins vegar vegna þess að trúariðkun eigi ekki að heyrast á opinberum miðlum. Við fyrri rökunum má nefna að ekkert er því til fyrirstöðu að aðrir kristnir söfnuðir komi að guðsþjónustum og bænahaldi RÚV og sömuleiðis væri það fagnaðarefni ef bænalíf annarra trúarbragða fengi að heyrast og sjást á öldum ljósvakans. Opinberir miðlar í nágrannalöndum okkar sinna allir því hlutverki að sjónvarpa guðsþjónustum frá þjóðkirkjum þeirra. Danska ríkisútvarpið starfrækir svokallaða DR kirke, þar sem eru sjónvarpsútsendingar frá guðsþjónustum dönsku kirkjunnar. Styr hefur staðið undanfarið um þá ákvörðun að sýna ekki frá eiginlegum guðsþjónustum safnaða, en sú nýbreytni var tekin upp í vetur að framleiða sérstakar guðsþjónustur þar sem sjónvarpsáhorfendur eru söfnuðurinn. Mörgum þykir þetta tilgerðarlegra fyrirkomulag og sakna þess að sjá fjölsetna kirkjubekki í útsendingum. Á heimasíðu danska sjónvarpsins eru gefnar upplýsingar um hvernig megi ræða prédikun dagsins eða komast í tengsl við sálgæslu á vegum kirkjunnar. Sænska sjónvarpið SVT flakkar á milli sóknarkirkna á sunnudagsmorgnum og hefur í upphafi stutta umfjöllun um hverja kirkju fyrir sig, söfnuð og prest. Lögð er áhersla á að sýna sem flestar kirkjur og greina frá sögu þeirra og munum. Reglulega er síðan leitað til annarra safnaða og sent út frá samkomum þeirra, líkt og Hjálpræðishernum. Norska ríkissjónvarpið NRK sendir út guðsþjónustur frá kirkjum landsins og er með stutta umfjöllun um takt kirkjuársins og kirkjur landsins í upphafi, líkt og í Svíþjóð. Í vetur var haldið sálmabókarmaraþon þar sem 899 sálmar hinnar nýju sálmabókar frá 2013 voru fluttir á 60 klukkustundum. Verkefnið var gríðarlega metnaðarfullt og áhorf á útsendinguna fór fram úr björtustu vonum en 2,2 milljónir fylgdust með útsendingunni. Fluttir voru tveir sálmar eftir Hallgrím Pétursson og sálmalag eftir Sigvalda Kaldalóns. RÚV er eftirbátur Jafnvel Færeyingar með sitt litla opinbera sjónvarp KFV sýna vikulega sjónvarpsútsendingar frá guðsþjónustum í mismunandi kirkjum og Finnar hafa útsendingar á YLE frá guðsþjónustum á sænsku og finnsku. Í Finnlandi eru tvær kirkjur sem hafa stöðu þjóðkirkju, lútherska kirkjan sem 74% Finna tilheyra og rétttrúnaðarkirkjan sem telur 1% finnsku þjóðarinnar, en YLE hefur skyldum að gegna gagnvart þeim báðum. Það er óhætt að fullyrða að RÚV sé eftirbátur sjónvarpsstöðva á Norðurlöndum þegar kemur að útsendingum frá guðsþjónustum þjóðkirkna og það er áhugavert að spyrja hvað liggur þar að baki. Hvorki fjárskortur né fjölmenningarrök skýra þessa vanrækslu. Um er að ræða ódýrt sjónvarpsefni sem í öllum tilfellum er unnið í samstarfi við þjóðkirkjur Norðurlandanna. Fjölmenningarrök knýja ekki á um þöggun á átrúnaði heldur þvert á móti er besta leiðin til að minnka spennu og auka virðingu samfélaga, að menningar- og trúarhefðir séu sem sýnilegastar. Ríkissjónvarpið hefur skyldum að gegna við að sinna miðlun á trúar- og menningararfi þjóðarinnar. Þeirri skyldu væri sinnt af sóma með sjónvarpsútsendingum frá kirkjum landsins, þar sem færi saman helgihald og fræðsla um kirkjur til sjávar og sveita sem margar eru á minjaskrá.
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun