Ætlaði alltaf út Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. apríl 2015 07:00 Katrín Ásbjörnsdóttir hefur farið vel af stað í atvinnumennskunni í Noregi. Hér er hún með Þór/KA í bikarúrslitaleiknum gegn Breiðabliki sumarið 2013. fréttablaðið/daníel Knattspyrnukonan Katrín Ásbjörnsdóttir opnaði markareikninginn sinn í norsku úrvalsdeildinni um síðustu helgi og lið hennar, Klepp, er með fullt hús á toppnum eftir þrjár fyrstu umferðirnar. „Þetta er ágæt byrjun og bara eins og við vildum. Það er fínt að vera með níu stig eftir þrjá leiki,“ segir Katrín en hún skoraði sitt fyrsta mark í sigrinum á Trondheims-Örn á sunnudaginn var. „Ég opnaði markareikninginn loksins. Ég var farin að hafa svolitlar áhyggjur því ég var ekkert búin að skora í æfingaleikjunum og var orðin svolítið pirruð á því. Svo loksins kom þetta í síðasta leik og það var smá léttir. Vonandi held ég bara áfram og þetta er alls ekki síðasta markið,“ segir Katrín sem steig stóra skrefið í vetur. „Þetta er miklu erfiðara, finnst mér, og það er meira tempó hérna. Maður fær ekki eins mikinn tíma með boltann og heima. Það er samt frábært fyrir mig sem knattspyrnukonu og það er líka gaman að prufa eitthvað nýtt og erfiðara. Það er fínt að komast hingað út og vonandi kemst ég meira inn í landsliðið með þessu skrefi,“ segir Katrín. Katrín er ekki eini Íslendingurinn í liðinu því Jón Páll Pálmason þjálfar liðið og þá spilar hin norsk-íslenska María Þórisdóttir einnig með henni. „Ég veit að okkur var spáð níunda sætinu og það hafa ekki margir trú á okkur. Mér finnst gaman að sýna fólki hvað við getum. Mér finnst við vera með mjög gott lið þegar við eigum góðan dag. Við erum með markaskorara í hverri einustu stöðu og allar geta skorað hjá okkur hvort sem það eru miðverðirnir eða bakverðirnir.“ „Það er samkeppni alls staðar og þetta er góður hópur þar sem allar standa saman,“ segir Katrín. Katrín varð Íslandsmeistari með Þór/KA sumarið 2012 og skoraði alls 23 mörk í 42 deildarleikjum með norðanliðinu. „Það gekk mjög vel fyrir norðan. Ég var þarna í þrjú ár og fyrsta árið gekk langbest þegar við urðum Íslandsmeistarar. Ég átti góða tíma þar en það var bara milliskref. Ég ætlaði mér alltaf að fara út,“ segir Katrín og bætir við: „Mér fannst ég ekki vera tilbúin að fara út átján ára gömul. Ég vildi því fyrst fara annað og taka síðan stóra skrefið,“ segir Katrín. Hún er ekki þó ekki bara í fótboltanum. „Ég er í fjarnámi við Háskólann á Akureyri í hjúkrunarfræði. Ég læri þetta í gegnum netið. Það er líf eftir fótboltann og maður verður að mennta sig,“ segir Katrín. Meiðsli hafa sett mikinn svip á feril Katrínar og oft komið í veg fyrir að hún gæti nýtt sér kall í landsliðið. „Öll meiðslin hafa styrkt mig en ég var næstum því búin að gefast upp á tímabili. Þegar ég komst ekki með landsliðinu í lokakeppnina 2013 þá hugsaði ég hingað og ekki lengra,“ segir Katrín en hún hélt þó áfram. „Ég þurfti þá að taka á mínum málum en þetta eru aðallega hnémeiðsli. Ég er búin að vera að vinna í því mjög mikið í vetur. Ég tók mér alveg pásu í fótbolta fram í janúar. Ég einbeitti mér þess í stað að því að styrkja mig. Vonandi nýtist það bara en ég er búin að vera heil,“ segir Katrín. Klepp er við Stavanger en þar spilar Íslendingaliðið Viking í karladeildinni. „Viking-liðið er með fjóra Íslendinga í liðinu. Við erum miklir félagar þeirra og höfum verið að grilla með þeim og svona,“ segir Katrín og hún kvartar ekki undan heimavellinum. „Við spilum á nýju gervigrasi sem kom í fyrra, annars voru þær á grasvelli áður. Mér finnst þetta gervigras algjör snilld. Það er fínt að æfa á svona nýju gervigrasi og mér finnst það eiginlega betra heldur en moldugt gras,“ segir Katrín og veðrið er heldur ekki að spilla fyrir. „Er ekki frost heima? Hérna eru tuttugu gráður. Ég var bara að stikna í síðasta leik. Sumarið er komið hér,“ sagði Katrín hlæjandi að lokum. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Fleiri fréttir Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Sjá meira
Knattspyrnukonan Katrín Ásbjörnsdóttir opnaði markareikninginn sinn í norsku úrvalsdeildinni um síðustu helgi og lið hennar, Klepp, er með fullt hús á toppnum eftir þrjár fyrstu umferðirnar. „Þetta er ágæt byrjun og bara eins og við vildum. Það er fínt að vera með níu stig eftir þrjá leiki,“ segir Katrín en hún skoraði sitt fyrsta mark í sigrinum á Trondheims-Örn á sunnudaginn var. „Ég opnaði markareikninginn loksins. Ég var farin að hafa svolitlar áhyggjur því ég var ekkert búin að skora í æfingaleikjunum og var orðin svolítið pirruð á því. Svo loksins kom þetta í síðasta leik og það var smá léttir. Vonandi held ég bara áfram og þetta er alls ekki síðasta markið,“ segir Katrín sem steig stóra skrefið í vetur. „Þetta er miklu erfiðara, finnst mér, og það er meira tempó hérna. Maður fær ekki eins mikinn tíma með boltann og heima. Það er samt frábært fyrir mig sem knattspyrnukonu og það er líka gaman að prufa eitthvað nýtt og erfiðara. Það er fínt að komast hingað út og vonandi kemst ég meira inn í landsliðið með þessu skrefi,“ segir Katrín. Katrín er ekki eini Íslendingurinn í liðinu því Jón Páll Pálmason þjálfar liðið og þá spilar hin norsk-íslenska María Þórisdóttir einnig með henni. „Ég veit að okkur var spáð níunda sætinu og það hafa ekki margir trú á okkur. Mér finnst gaman að sýna fólki hvað við getum. Mér finnst við vera með mjög gott lið þegar við eigum góðan dag. Við erum með markaskorara í hverri einustu stöðu og allar geta skorað hjá okkur hvort sem það eru miðverðirnir eða bakverðirnir.“ „Það er samkeppni alls staðar og þetta er góður hópur þar sem allar standa saman,“ segir Katrín. Katrín varð Íslandsmeistari með Þór/KA sumarið 2012 og skoraði alls 23 mörk í 42 deildarleikjum með norðanliðinu. „Það gekk mjög vel fyrir norðan. Ég var þarna í þrjú ár og fyrsta árið gekk langbest þegar við urðum Íslandsmeistarar. Ég átti góða tíma þar en það var bara milliskref. Ég ætlaði mér alltaf að fara út,“ segir Katrín og bætir við: „Mér fannst ég ekki vera tilbúin að fara út átján ára gömul. Ég vildi því fyrst fara annað og taka síðan stóra skrefið,“ segir Katrín. Hún er ekki þó ekki bara í fótboltanum. „Ég er í fjarnámi við Háskólann á Akureyri í hjúkrunarfræði. Ég læri þetta í gegnum netið. Það er líf eftir fótboltann og maður verður að mennta sig,“ segir Katrín. Meiðsli hafa sett mikinn svip á feril Katrínar og oft komið í veg fyrir að hún gæti nýtt sér kall í landsliðið. „Öll meiðslin hafa styrkt mig en ég var næstum því búin að gefast upp á tímabili. Þegar ég komst ekki með landsliðinu í lokakeppnina 2013 þá hugsaði ég hingað og ekki lengra,“ segir Katrín en hún hélt þó áfram. „Ég þurfti þá að taka á mínum málum en þetta eru aðallega hnémeiðsli. Ég er búin að vera að vinna í því mjög mikið í vetur. Ég tók mér alveg pásu í fótbolta fram í janúar. Ég einbeitti mér þess í stað að því að styrkja mig. Vonandi nýtist það bara en ég er búin að vera heil,“ segir Katrín. Klepp er við Stavanger en þar spilar Íslendingaliðið Viking í karladeildinni. „Viking-liðið er með fjóra Íslendinga í liðinu. Við erum miklir félagar þeirra og höfum verið að grilla með þeim og svona,“ segir Katrín og hún kvartar ekki undan heimavellinum. „Við spilum á nýju gervigrasi sem kom í fyrra, annars voru þær á grasvelli áður. Mér finnst þetta gervigras algjör snilld. Það er fínt að æfa á svona nýju gervigrasi og mér finnst það eiginlega betra heldur en moldugt gras,“ segir Katrín og veðrið er heldur ekki að spilla fyrir. „Er ekki frost heima? Hérna eru tuttugu gráður. Ég var bara að stikna í síðasta leik. Sumarið er komið hér,“ sagði Katrín hlæjandi að lokum.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Fleiri fréttir Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Sjá meira