Á hundrað kaktusa en segist ekki vera með græna fingur Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 27. apríl 2015 10:00 Hér sést glitta í nokkra af kaktusum Þórðar. Vísir/Ernir Tónlistarmaðurinn Þórður Magnússon á myndarlegt safn af kaktusum og er áhugamaður um þessa tilteknu tegund pottaplantna. „Ég hef verið alveg forfallinn kaktusaáhugamaður frá því ég var 19 til 20 ára gamall, þá kom ég mér upp ansi góðu safni og var með góða aðstöðu, stóran suðurglugga,“ segir hann en á þeim tíma átti hann rúmlega þrjúhundruð stykki en gaf þá til Garðyrkjuskólans í Hveragerði þegar hann flutti utan í nám. Það liggur í eðli safna að við þau er sífellt hægt að bæta og þegar Þórður er spurður að því hverjar uppáhaldskaktusategundir hans séu svarar hann hlæjandi að þær séu að sjálfsögðu þær sem hann eigi ekki. Kaktusar eru meðal þeirra pottaplantna sem krefjast hvað minnstrar umhirðu og því segir Þórður áhugamál sitt ekki sérlega tímafrekt. „Þetta er ekki áhugamál sem tekur neinn rosalegan tíma, þetta er ekkert eins og að eiga hund eða eitthvað,“ segir hann hress. Kaktusarnir krefjast þó að sjálfsögðu umhirðu upp að einhverju marki, þá þarf að vökva og þeim þarf að umpotta. „Á sumrin þarf maður að vökva þá svona tvisvar í viku og svo þarf maður að taka svona einn heilan vinnudag á ári í að umpotta.“Kaktusarnir sóma sér vel margir saman í hóp og hér má sjá hluta af kaktusum Þórðar, sem eru um hundrað talsins.Vísir/ErnirÞeir sem gert hafa tilraun til þess að umpotta kaktusum vita að það getur verið áhættusamt verk enda óþægilegt að stinga sig á kaktusanálum. „Aðaltrikkið er að vera með dagblöð sem þú vefur utan um kaktusinn, nærð góðu taki á honum og svo losar maður hann úr pottinum,“ segir Þórður. Önnur algeng mistök í kaktusarækt samkvæmt Þórði eru að færast of mikið í fang við umpottun þeirra og planta þeim í of stóra potta. „Það hættulegasta sem þú gerir við kaktusa er að setja þá í of stóran pott. Þannig að maður þarf að gæta þess að setja þá í örlítið stærri pott í hvert sinn sem maður umpottar þeim.“ Þrátt fyrir að takast að halda rúmlega hundrað kaktusum á lífi vill Þórður ekki meina að hann sé sérlega lunkinn við ræktun. „Ég er ekki einu sinni með græna fingur held ég, ég hef bara gaman af þessu en ég hef ekkert sérstakt „touch“ á þessu.“ Garðyrkja Mest lesið Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Lífið samstarf Mortal Kombat-stjarna látin Lífið Fleiri fréttir Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Þórður Magnússon á myndarlegt safn af kaktusum og er áhugamaður um þessa tilteknu tegund pottaplantna. „Ég hef verið alveg forfallinn kaktusaáhugamaður frá því ég var 19 til 20 ára gamall, þá kom ég mér upp ansi góðu safni og var með góða aðstöðu, stóran suðurglugga,“ segir hann en á þeim tíma átti hann rúmlega þrjúhundruð stykki en gaf þá til Garðyrkjuskólans í Hveragerði þegar hann flutti utan í nám. Það liggur í eðli safna að við þau er sífellt hægt að bæta og þegar Þórður er spurður að því hverjar uppáhaldskaktusategundir hans séu svarar hann hlæjandi að þær séu að sjálfsögðu þær sem hann eigi ekki. Kaktusar eru meðal þeirra pottaplantna sem krefjast hvað minnstrar umhirðu og því segir Þórður áhugamál sitt ekki sérlega tímafrekt. „Þetta er ekki áhugamál sem tekur neinn rosalegan tíma, þetta er ekkert eins og að eiga hund eða eitthvað,“ segir hann hress. Kaktusarnir krefjast þó að sjálfsögðu umhirðu upp að einhverju marki, þá þarf að vökva og þeim þarf að umpotta. „Á sumrin þarf maður að vökva þá svona tvisvar í viku og svo þarf maður að taka svona einn heilan vinnudag á ári í að umpotta.“Kaktusarnir sóma sér vel margir saman í hóp og hér má sjá hluta af kaktusum Þórðar, sem eru um hundrað talsins.Vísir/ErnirÞeir sem gert hafa tilraun til þess að umpotta kaktusum vita að það getur verið áhættusamt verk enda óþægilegt að stinga sig á kaktusanálum. „Aðaltrikkið er að vera með dagblöð sem þú vefur utan um kaktusinn, nærð góðu taki á honum og svo losar maður hann úr pottinum,“ segir Þórður. Önnur algeng mistök í kaktusarækt samkvæmt Þórði eru að færast of mikið í fang við umpottun þeirra og planta þeim í of stóra potta. „Það hættulegasta sem þú gerir við kaktusa er að setja þá í of stóran pott. Þannig að maður þarf að gæta þess að setja þá í örlítið stærri pott í hvert sinn sem maður umpottar þeim.“ Þrátt fyrir að takast að halda rúmlega hundrað kaktusum á lífi vill Þórður ekki meina að hann sé sérlega lunkinn við ræktun. „Ég er ekki einu sinni með græna fingur held ég, ég hef bara gaman af þessu en ég hef ekkert sérstakt „touch“ á þessu.“
Garðyrkja Mest lesið Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Lífið samstarf Mortal Kombat-stjarna látin Lífið Fleiri fréttir Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Sjá meira