Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Magnús Jochum Pálsson skrifar 3. desember 2025 10:48 Sabrina Carpenter vill ekki að ICE noti tónlist hennar undir myndbönd af útsendurum stofnunarinnar tækla fólk á flótta. Getty Poppstjarnan Sabrina Carpenter sagðist ekki vilja að tónlist hennar yrði notuð í „illu og ógeðslegu“ myndbandi innflytjendaeftirlits Bandaríkjanna og var þá svarað fullum hálsi. Talsmaður Hvíta hússins sagði ríkisstjórnina ekki myndu biðjast afsökunar á því að senda hættulega glæpamenn úr landi. Innflytjenda- og tollaeftirlit Bandaríkjanna Bandaríkjanna (ICE) birti á þriðjudag myndband á X (Twitter) af útsendurum þess að elta uppi fólk á flótta, tækla og handtaka það. Við myndbandið stóð „Have you ever tried this one?“ eða „Hefurðu einhvern tímann prófað þennan?“ sem er lína úr laginu „Juno“ með Sabrinu Carpenter. Poppstjörnunni var greinilega gert viðvart um að tónlist hennar væri notuð í myndbandinu því Carpenter svaraði færslunni á eigin aðgangi: „Þetta myndband er illt og ógeðslegt. Aldrei nota mig eða mína tónlist í þágu ykkar ómannúðlegu stefnu.“ Have you ever tried this one? Bye-bye 👋😍 pic.twitter.com/MS9OJKjVdX— The White House (@WhiteHouse) December 1, 2025 „Hver sem myndi vernda þessi sjúku skrímsli hlýtur að vera heimskur“ Talskona Hvíta hússins, Abigail Jackson, sendi fjölmiðlum vestanhafs nokkuð hæðnislega tilkynningu þar sem brugðist var við skrifum Carpenter. „Hér eru stutt og sæt skilaboð fyrir Sabrinu Carpenter: við biðjumst ekki afsökunar á því að brottvísa hættulegum glæpsamlegum ólöglegum morðingjum, nauðgurum og barnaperrum úr landinu okkar. Hver sem myndi vernda þessi sjúku skrímsli hlýtur að vera heimskur, eða er það tregur?“ Tilkynningin inniheldur tvær hæðnislegar vísanir í tónlist söngkonunnar, annars vegar hefst hún á vísun í plötuna Short n' Sweet og svo eru lokaorðin fengin úr laginu „Manchild“. Carpenter hefur ekki enn brugðist við þessari eitruðu pillu. Þetta er hins vegar ekki í fyrsta skiptið sem tónlistarmenn mótmæla notkun Donalds Trump Bandaríkjaforseta og ríkisstjórnar hans á tónlist þeirra. Kenny Loggins krafðist þess í október að lag hans „Danger Zone“ yrði fjarlægt úr gervigreindarmyndbandi sem Trump birti á Truth Social af sjálfum sér með kórónu í herþotu að varpa kúk yfir mótmælendur. Aðrir tónlistarmenn sem hafa mótmælt notkun Trump á tónlist þeirra eru Pharrell, Adele, Guns N’ Roses, Aerosmith, Neil Young, Rihanna, Ozzy Osbourne, Nickelback, Linkin Park, the Rolling Stones, Village People, Panic! at the Disco, Queen og R.E.M. Tónlist Bandaríkin Donald Trump Landamæri Hollywood Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Fleiri fréttir RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Sjá meira
Innflytjenda- og tollaeftirlit Bandaríkjanna Bandaríkjanna (ICE) birti á þriðjudag myndband á X (Twitter) af útsendurum þess að elta uppi fólk á flótta, tækla og handtaka það. Við myndbandið stóð „Have you ever tried this one?“ eða „Hefurðu einhvern tímann prófað þennan?“ sem er lína úr laginu „Juno“ með Sabrinu Carpenter. Poppstjörnunni var greinilega gert viðvart um að tónlist hennar væri notuð í myndbandinu því Carpenter svaraði færslunni á eigin aðgangi: „Þetta myndband er illt og ógeðslegt. Aldrei nota mig eða mína tónlist í þágu ykkar ómannúðlegu stefnu.“ Have you ever tried this one? Bye-bye 👋😍 pic.twitter.com/MS9OJKjVdX— The White House (@WhiteHouse) December 1, 2025 „Hver sem myndi vernda þessi sjúku skrímsli hlýtur að vera heimskur“ Talskona Hvíta hússins, Abigail Jackson, sendi fjölmiðlum vestanhafs nokkuð hæðnislega tilkynningu þar sem brugðist var við skrifum Carpenter. „Hér eru stutt og sæt skilaboð fyrir Sabrinu Carpenter: við biðjumst ekki afsökunar á því að brottvísa hættulegum glæpsamlegum ólöglegum morðingjum, nauðgurum og barnaperrum úr landinu okkar. Hver sem myndi vernda þessi sjúku skrímsli hlýtur að vera heimskur, eða er það tregur?“ Tilkynningin inniheldur tvær hæðnislegar vísanir í tónlist söngkonunnar, annars vegar hefst hún á vísun í plötuna Short n' Sweet og svo eru lokaorðin fengin úr laginu „Manchild“. Carpenter hefur ekki enn brugðist við þessari eitruðu pillu. Þetta er hins vegar ekki í fyrsta skiptið sem tónlistarmenn mótmæla notkun Donalds Trump Bandaríkjaforseta og ríkisstjórnar hans á tónlist þeirra. Kenny Loggins krafðist þess í október að lag hans „Danger Zone“ yrði fjarlægt úr gervigreindarmyndbandi sem Trump birti á Truth Social af sjálfum sér með kórónu í herþotu að varpa kúk yfir mótmælendur. Aðrir tónlistarmenn sem hafa mótmælt notkun Trump á tónlist þeirra eru Pharrell, Adele, Guns N’ Roses, Aerosmith, Neil Young, Rihanna, Ozzy Osbourne, Nickelback, Linkin Park, the Rolling Stones, Village People, Panic! at the Disco, Queen og R.E.M.
Tónlist Bandaríkin Donald Trump Landamæri Hollywood Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Fleiri fréttir RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Sjá meira