Tala látinna hækkar enn guðsteinn bjarnason skrifar 28. apríl 2015 07:00 Íbúar bera burt eigur sínar með aðstoð björgunarfólks, sem byrjað er að leita í rústunum í bænum Baktapúr, rétt hjá höfuðborginni Katmandú. fréttablaðið/EPA Þúsundir manna bíða aðstoðar í einangruðum og afskekktum fjallaþorpum skammt frá upptökum jarðskjálftans stóra sem varð á laugardaginn. Matar- og vatnsbirgðir eru á þrotum og húsin víða rústir einar þannig að fólk þarf að hafast við úti í því erfiða veðri sem spáð er næstu dagana, þrumuveðri með roki, rigningu og jafnvel snjókomu í efstu byggðunum. Rafmagns- og farsímakerfi liggja víða niðri. Jarðskjálftinn mældist 7,8 stig og kostaði þúsundir manna lífið. Síðdegis í gær var staðfest tala látinna komin yfir fjögur þúsund og óttast var að hún ætti enn eftir að hækka. Bandaríska landfræðistofnunin USGS segir allar líkur á því að hún verði komin yfir tíu þúsund þegar endanlegt mat verður gert. Víða í hinum afskekktu þorpum er enn ekkert vitað um afdrif fólks. Nepal er fátækt fjallaland og var illa undirbúið undir hamfarir af þessu tagi. Samgöngur eru erfiðar og eyðileggingin af völdum jarðskjálftans gerir þær enn erfiðari. Óttast er að stórir eftirskjálftar eigi enn eftir að valda meira tjóni.Sjá einnig: Gísli Rafn um björgunarstarf í Nepal: „Hver mínúta skiptir máli“ Að sögn UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, bitna hamfarir sem þessar illa á börnum. Á verst leiknu svæðunum í Nepal eru að minnsta kosti 940 þúsund börn sem þurfa á brýnni aðstoð að halda. Þótt Nepal sé á flekamótum hátt uppi í Himalajafjöllunum þá eru mjög stórir jarðskjálftar þar ekki sérlega algengir. Bandaríska landfræðistofnunin USGS segir að á síðustu hundrað árum hafi einungis fjórir skjálftar stærri en 6 orðið á þessum slóðum. Sá stærsti varð árið 1934, mældist 8 stig og kostaði rúmlega tíu þúsund mannslíf. Nokkrir Íslendingar voru í Nepal þegar jarðskjálftinn reið yfir, þar á meðal þau Ingólfur Axelsson og Vilborg Arna Gissurardóttir sem ætluðu að klífa Everest. Þau voru bæði komin niður í grunnbúðir fjallsins í gær. Ingólfur skýrði frá því á Facebook-síðu sinni í gær að þrír úr hópi hans hefðu farist í snjóflóðinu, sem varð í hlíðum fjallsins í kjölfar jarðskjálftans. Einnig voru fjögur ungmenni þar á ferðalagi en voru öll komin til bæjarins Pokhara í gær. Þau biðu eftir að komast þaðan til höfuðborgarinnar Katmandú, en þaðan eiga þau flug til Kína á morgun.Sjá einnig: Svona fundu íslenskir foreldrar son sinn í Nepal Tveir Íslendingar eru á leið til Nepal að sinna hjálparstörfum þar. Þetta eru þeir Gísli Rafn Ólafsson og Andri Rafn Sveinsson, sem báðir eru félagar í Björgunarsveitum Hafnarfjarðar. Þeir fara þangað á vegum Nethope, sem eru regnhlífarsamtök 42 stærstu hjálparsamtaka heims. Að sögn Slysavarnafélagsins Landsbjargar verður íslensk rústabjörgunarsveit ekki send til Nepal að þessu sinni, þar sem nægilega margar slíkar sveitir væru þegar komnar til Nepal eða lagðar af stað. Jarðskjálfti í Nepal Nepal Vilborg Arna Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Þúsundir manna bíða aðstoðar í einangruðum og afskekktum fjallaþorpum skammt frá upptökum jarðskjálftans stóra sem varð á laugardaginn. Matar- og vatnsbirgðir eru á þrotum og húsin víða rústir einar þannig að fólk þarf að hafast við úti í því erfiða veðri sem spáð er næstu dagana, þrumuveðri með roki, rigningu og jafnvel snjókomu í efstu byggðunum. Rafmagns- og farsímakerfi liggja víða niðri. Jarðskjálftinn mældist 7,8 stig og kostaði þúsundir manna lífið. Síðdegis í gær var staðfest tala látinna komin yfir fjögur þúsund og óttast var að hún ætti enn eftir að hækka. Bandaríska landfræðistofnunin USGS segir allar líkur á því að hún verði komin yfir tíu þúsund þegar endanlegt mat verður gert. Víða í hinum afskekktu þorpum er enn ekkert vitað um afdrif fólks. Nepal er fátækt fjallaland og var illa undirbúið undir hamfarir af þessu tagi. Samgöngur eru erfiðar og eyðileggingin af völdum jarðskjálftans gerir þær enn erfiðari. Óttast er að stórir eftirskjálftar eigi enn eftir að valda meira tjóni.Sjá einnig: Gísli Rafn um björgunarstarf í Nepal: „Hver mínúta skiptir máli“ Að sögn UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, bitna hamfarir sem þessar illa á börnum. Á verst leiknu svæðunum í Nepal eru að minnsta kosti 940 þúsund börn sem þurfa á brýnni aðstoð að halda. Þótt Nepal sé á flekamótum hátt uppi í Himalajafjöllunum þá eru mjög stórir jarðskjálftar þar ekki sérlega algengir. Bandaríska landfræðistofnunin USGS segir að á síðustu hundrað árum hafi einungis fjórir skjálftar stærri en 6 orðið á þessum slóðum. Sá stærsti varð árið 1934, mældist 8 stig og kostaði rúmlega tíu þúsund mannslíf. Nokkrir Íslendingar voru í Nepal þegar jarðskjálftinn reið yfir, þar á meðal þau Ingólfur Axelsson og Vilborg Arna Gissurardóttir sem ætluðu að klífa Everest. Þau voru bæði komin niður í grunnbúðir fjallsins í gær. Ingólfur skýrði frá því á Facebook-síðu sinni í gær að þrír úr hópi hans hefðu farist í snjóflóðinu, sem varð í hlíðum fjallsins í kjölfar jarðskjálftans. Einnig voru fjögur ungmenni þar á ferðalagi en voru öll komin til bæjarins Pokhara í gær. Þau biðu eftir að komast þaðan til höfuðborgarinnar Katmandú, en þaðan eiga þau flug til Kína á morgun.Sjá einnig: Svona fundu íslenskir foreldrar son sinn í Nepal Tveir Íslendingar eru á leið til Nepal að sinna hjálparstörfum þar. Þetta eru þeir Gísli Rafn Ólafsson og Andri Rafn Sveinsson, sem báðir eru félagar í Björgunarsveitum Hafnarfjarðar. Þeir fara þangað á vegum Nethope, sem eru regnhlífarsamtök 42 stærstu hjálparsamtaka heims. Að sögn Slysavarnafélagsins Landsbjargar verður íslensk rústabjörgunarsveit ekki send til Nepal að þessu sinni, þar sem nægilega margar slíkar sveitir væru þegar komnar til Nepal eða lagðar af stað.
Jarðskjálfti í Nepal Nepal Vilborg Arna Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira