Fram þjáðir menn í þúsund löndum Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 2. maí 2015 07:00 Lögregla áætlar að um 9000 manns hafi mætt í kröfugöngu Fréttablaðið/Pjetur „Krafan er að fólk fái borguð mannsæmandi laun fyrir vinnu sína,“ sagði Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, í ræðu sinni á verkalýðsdaginn. „En hverju svara atvinnurekendur? Svarið er nei! Við höfum ekki efni á þessu. Það er ekki til peningur fyrir alla, bara suma,“ sagði hann. „Það er tími til kominn að almenningur á Íslandi fari að taka í taumana!“ Fjöldi fólks lagði leið sína í miðborg Reykjavíkur í gær til að taka þátt í kröfugöngu. Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur spiluðu með göngunni og Reykjavíkurdætur sungu fyrir samkomuna. Auk Árna Stefáns flutti Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar, barátturæðu. Að lokum söng hópurinn Maístjörnuna og Internationalinn. Lögregla telur að 8 til 9 þúsund manns hafi mætt í kröfugöngu í Reykjavík. Fulltrúar fjölda stéttarfélaga voru á staðnum og mikill baráttuhugur virtist í fólki.Tinna Þorvalds Önnudóttir og Guðbjörg Ása Jóns HulTinna Þorvalds Önnudóttir og Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir báru kröfuborða Alþýðufylkingarinnar við Ingólfstorg. „Hér eru miklu fleiri en hafa verið undanfarin ár, það er eitthvað í gangi. Mikill baráttuhugur,“ sagði Guðbjörg. „Það þarf að breyta því hugarfari að kakan geti endalaust stækkað,“ sagði Tinna. „Launahækkun lægstu launa þarf að vera til að skapa jöfnuð. Það á ekki að vera sjálfsagt að sumt fólk sé með hundraðföld lágmarkslaun,“ sagði hún.Halla ÞorvaldsdóttirHalla Þorvaldsdóttir hefur verið í verkfalli undanfarnar vikur en hún er í Félagi sálfræðinga. „Þetta er stór dagur, gríðarleg þátttaka í göngunni. Það hlýtur að endurspegla að það er eitthvað mikið að gerast í samfélaginu,“ sagði hún. „Við erum búin að vera í verkföllum í nokkrar vikur án þess að nokkurt útspil komi frá ríkinu. Það finnst okkur gríðarlega alvarlegt mál.“Jón SvavarssonJón Svavarsson, vaktstjóri hjá Strætó, er ekki mjög bjartsýnn hvað stöðu mála varðar en kjarasamningar hans stéttarfélags urðu lausir í gær. „Staðan er ekkert jákvæð í augnablikinu þegar allt stendur stál í stál,“ sagði hann. „Það eru margar stéttir sem hafa dregist aftur úr og tekið á sig byrðar sem þarf að skila til baka. Því miður er ekkert annað gert hjá þessari ríkisstjórn en að gera hina ríku ríkari og hina fátæku fátækari.“Halla Halldórsdóttir og Þórarinn snorri sigurgeirssonHalla Halldórsdóttir og Þórarinn Snorri Sigurgeirsson voru að syngja Internationalinn hástöfum þegar blaðamaður spurði þau út í stöðu mála. „Ástandið í þjóðfélaginu er einhvern veginn hrikalegra en nokkru sinni áður hvað vinnumarkaðinn varðar. En maður getur verið bjartsýnn þar sem maður finnur að það er einhver samtakamáttur að fæðast aftur,“ sagði Þórarinn. „Ég vil alltaf vera svolítið bjartsýn þó að stjórnin sé eins og hún er, greyin,“ sagði Halla. „En ég vona að þjóðin læri eitthvað af þessu og kjósi eitthvað annað næst.“ „Það er ekki nóg að vera bara bjartsýnn. það þarf að berjast fyrir betri kjörum,“ sagði Þórarinn. Verkfall 2016 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti Sjá meira
„Krafan er að fólk fái borguð mannsæmandi laun fyrir vinnu sína,“ sagði Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, í ræðu sinni á verkalýðsdaginn. „En hverju svara atvinnurekendur? Svarið er nei! Við höfum ekki efni á þessu. Það er ekki til peningur fyrir alla, bara suma,“ sagði hann. „Það er tími til kominn að almenningur á Íslandi fari að taka í taumana!“ Fjöldi fólks lagði leið sína í miðborg Reykjavíkur í gær til að taka þátt í kröfugöngu. Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur spiluðu með göngunni og Reykjavíkurdætur sungu fyrir samkomuna. Auk Árna Stefáns flutti Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar, barátturæðu. Að lokum söng hópurinn Maístjörnuna og Internationalinn. Lögregla telur að 8 til 9 þúsund manns hafi mætt í kröfugöngu í Reykjavík. Fulltrúar fjölda stéttarfélaga voru á staðnum og mikill baráttuhugur virtist í fólki.Tinna Þorvalds Önnudóttir og Guðbjörg Ása Jóns HulTinna Þorvalds Önnudóttir og Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir báru kröfuborða Alþýðufylkingarinnar við Ingólfstorg. „Hér eru miklu fleiri en hafa verið undanfarin ár, það er eitthvað í gangi. Mikill baráttuhugur,“ sagði Guðbjörg. „Það þarf að breyta því hugarfari að kakan geti endalaust stækkað,“ sagði Tinna. „Launahækkun lægstu launa þarf að vera til að skapa jöfnuð. Það á ekki að vera sjálfsagt að sumt fólk sé með hundraðföld lágmarkslaun,“ sagði hún.Halla ÞorvaldsdóttirHalla Þorvaldsdóttir hefur verið í verkfalli undanfarnar vikur en hún er í Félagi sálfræðinga. „Þetta er stór dagur, gríðarleg þátttaka í göngunni. Það hlýtur að endurspegla að það er eitthvað mikið að gerast í samfélaginu,“ sagði hún. „Við erum búin að vera í verkföllum í nokkrar vikur án þess að nokkurt útspil komi frá ríkinu. Það finnst okkur gríðarlega alvarlegt mál.“Jón SvavarssonJón Svavarsson, vaktstjóri hjá Strætó, er ekki mjög bjartsýnn hvað stöðu mála varðar en kjarasamningar hans stéttarfélags urðu lausir í gær. „Staðan er ekkert jákvæð í augnablikinu þegar allt stendur stál í stál,“ sagði hann. „Það eru margar stéttir sem hafa dregist aftur úr og tekið á sig byrðar sem þarf að skila til baka. Því miður er ekkert annað gert hjá þessari ríkisstjórn en að gera hina ríku ríkari og hina fátæku fátækari.“Halla Halldórsdóttir og Þórarinn snorri sigurgeirssonHalla Halldórsdóttir og Þórarinn Snorri Sigurgeirsson voru að syngja Internationalinn hástöfum þegar blaðamaður spurði þau út í stöðu mála. „Ástandið í þjóðfélaginu er einhvern veginn hrikalegra en nokkru sinni áður hvað vinnumarkaðinn varðar. En maður getur verið bjartsýnn þar sem maður finnur að það er einhver samtakamáttur að fæðast aftur,“ sagði Þórarinn. „Ég vil alltaf vera svolítið bjartsýn þó að stjórnin sé eins og hún er, greyin,“ sagði Halla. „En ég vona að þjóðin læri eitthvað af þessu og kjósi eitthvað annað næst.“ „Það er ekki nóg að vera bara bjartsýnn. það þarf að berjast fyrir betri kjörum,“ sagði Þórarinn.
Verkfall 2016 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti Sjá meira