Erfitt að manna störf með Íslendingum Sveinn Arnarsson skrifar 2. maí 2015 12:00 Reykjavík Svo gæti farið að hlutfallslega fleiri útlendingar störfuðu við ferðaþjónustu á landsbyggðinni en í höfuðborginni. Mikill fjöldi ferðamanna í Reykjavík yfir vetrarmánuðina býr til fleiri heilsárstörf á suðvesturhorni landsins en annars staðar á landinu. Ferðaþjónusta Erfiðara er fyrir ferðaþjónustuaðila á landsbyggðunum að fá til sín íslenskt starfsfólk yfir sumartímann. Árstíðasveiflur í ferðaþjónustu eru nánast horfnar á höfuðborgarsvæðinu á meðan þeirra gætir enn úti á landi. Þessi þróun kann að valda því að árstíðabundin störf í ferðaþjónustu verði fremur á landsbyggðunum en heilsárstörfum fjölgi á höfuðborgarsvæðinu. Soffía Gísladóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Norðurlandi eystra, segir erfitt að manna stöður í ferðaþjónustu á landsbyggðunum með íslensku vinnuafli. „Íslendingar í atvinnuleit eru fastir á sínum stað og eru alls ekki tilbúnir til að fara og búa í dreifbýli í stuttan tíma þar sem heilsárstörfin vantar í ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Það er mjög erfitt fyrir fólk í atvinnuleit að rífa sig upp og flytja annað. Það er okkar tilfinning að ferðaþjónustuaðilar beini því auglýsingum sínum í auknum mæli á evrópsku vinnumiðlunina EURES og fái þá starfsfólk til sín erlendis frá,“ segir Soffía. Edward Huijbens, doktor í ferðamálafræðum við Rannsóknarmiðstöð ferðamála, segir fjölda ferðamanna yfir vetrarmánuðina geta skapað mikil tækifæri í aukinni menntun ferðaþjóna á Íslandi. „Nú eru allar forsendur fyrir því að á Íslandi geti starfað á heilsársgrundvelli menntað fólk í hótelbransanum. Allavega er þetta hægt á höfuðborgarsvæðinu þar sem árstíðasveifla í fjölda ferðamanna er nánast að hverfa. Hins vegar er sveiflan enn það mikil úti á landi að lítið er um varanleg störf í greininni á heilsársgrundvelli,“ segir Edward. Fréttablaðið greindi frá því þann 30. mars síðastliðinn að fjölgun starfsmanna innan íslenskrar ferðaþjónustu yrði ekki mætt með íslensku vinnuafli. Þá væri fjöldi sérhæfðs starfsfólks í engu samræmi við ferðamannastrauminn til Íslands. Erlendu starfsfólki myndi því fjölga í sumarstörfum sem frekar yrðu unnin á landsbyggðunum en í höfuðborginni. „Við munum ekki fá heilsárstörf í greininni á landsbyggðinni nema við gerum annað af tvennu,“ segir Edward. „Bæta tengingar við Keflavík út á land eða bæta við annarri gátt inn í landið fyrir erlenda ferðamenn.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Sjá meira
Ferðaþjónusta Erfiðara er fyrir ferðaþjónustuaðila á landsbyggðunum að fá til sín íslenskt starfsfólk yfir sumartímann. Árstíðasveiflur í ferðaþjónustu eru nánast horfnar á höfuðborgarsvæðinu á meðan þeirra gætir enn úti á landi. Þessi þróun kann að valda því að árstíðabundin störf í ferðaþjónustu verði fremur á landsbyggðunum en heilsárstörfum fjölgi á höfuðborgarsvæðinu. Soffía Gísladóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Norðurlandi eystra, segir erfitt að manna stöður í ferðaþjónustu á landsbyggðunum með íslensku vinnuafli. „Íslendingar í atvinnuleit eru fastir á sínum stað og eru alls ekki tilbúnir til að fara og búa í dreifbýli í stuttan tíma þar sem heilsárstörfin vantar í ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Það er mjög erfitt fyrir fólk í atvinnuleit að rífa sig upp og flytja annað. Það er okkar tilfinning að ferðaþjónustuaðilar beini því auglýsingum sínum í auknum mæli á evrópsku vinnumiðlunina EURES og fái þá starfsfólk til sín erlendis frá,“ segir Soffía. Edward Huijbens, doktor í ferðamálafræðum við Rannsóknarmiðstöð ferðamála, segir fjölda ferðamanna yfir vetrarmánuðina geta skapað mikil tækifæri í aukinni menntun ferðaþjóna á Íslandi. „Nú eru allar forsendur fyrir því að á Íslandi geti starfað á heilsársgrundvelli menntað fólk í hótelbransanum. Allavega er þetta hægt á höfuðborgarsvæðinu þar sem árstíðasveifla í fjölda ferðamanna er nánast að hverfa. Hins vegar er sveiflan enn það mikil úti á landi að lítið er um varanleg störf í greininni á heilsársgrundvelli,“ segir Edward. Fréttablaðið greindi frá því þann 30. mars síðastliðinn að fjölgun starfsmanna innan íslenskrar ferðaþjónustu yrði ekki mætt með íslensku vinnuafli. Þá væri fjöldi sérhæfðs starfsfólks í engu samræmi við ferðamannastrauminn til Íslands. Erlendu starfsfólki myndi því fjölga í sumarstörfum sem frekar yrðu unnin á landsbyggðunum en í höfuðborginni. „Við munum ekki fá heilsárstörf í greininni á landsbyggðinni nema við gerum annað af tvennu,“ segir Edward. „Bæta tengingar við Keflavík út á land eða bæta við annarri gátt inn í landið fyrir erlenda ferðamenn.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Sjá meira