Kristín: ÍBV þarf að vera með læti á Seltjarnanesi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. maí 2015 06:00 Anna Úrsúla Guðmundsdóttir skorar mark fyrir Gróttu gegn ÍBV en liðin mætast á ný í dag. vísir/valli Í dag ræðst hvaða lið leika til úrslita um Íslandsmeistaratitil kvenna í handbolta en þá fara fram oddaleikir í báðum undanúrslitarimmum í úrslitakeppni Olísdeildar kvenna. Kristín Guðmundsdóttir, leikstjórnandi Vals, gaf álit sitt á rimmunum fyrir Fréttablaðið. Fyrri leikur dagsins verður viðureign Fram og Stjörnunnar í Safamýri klukkan 14.00. Stjarnan knúði fram oddaleik með afar öruggum sigri í Mýrinni á fimmtudag. „Frammistaða Fram var arfaslök í þeim leik og þetta hefur verið aðeins of mikið svart og hvítt hjá þeim fyrir minn smekk,“ sagði Kristín en Valur féll úr leik í 8-liða úrslitum eftir tap gegn Stjörnunni í oddaleik. „Framarar voru sjálfsagt með það í undirmeðvitundinni [á fimmtudagskvöldið] að þeir ættu alltaf einn leik eftir en nú er jöfn pressa á öllum. Ég vona að þetta verði jafn og spennandi leikur en ég gæti trúað því að reynsla Stjörnunnar skili sigrinum. Stjarnan er með fleiri leikmenn sem kunna að klára svona leiki.“ Deildarmeistarar Gróttu kvittuðu fyrir óvænt tap gegn ÍBV á heimavelli í þriðja leik liðanna með því að gersigra Eyjakonur í Eyjum á fimmtudag, 34-21. „Það er erfitt að vinna Gróttu en það er hægt, sérstaklega ef að hugarfarið klikkar hjá þeim. Breiddin er svo ekki það mikil að um leið og einn leikmaður byrjar að klikka þá gæti þetta orðið erfitt fyrir þær,“ segir Kristín sem hafði það á tilfinningunni fyrir úrslitakeppnina að ÍBV færi alla leið í úrslitin. „ÍBV þarf að mæta til leiks með mikil læti og sjálfstraustið í botni. Þá gætu þær komist á bragðið og leikurinn orðið spennandi. En ef að Grótta fær að spila sinn leik og fær bæði vörn og markvörsluna almennilega í gang þá gæti eftirleikurinn orðið auðveldur,“ segir Kristín. Leikur Gróttu og ÍBV hefst klukkan 16.00 í dag. Olís-deild kvenna Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Í dag ræðst hvaða lið leika til úrslita um Íslandsmeistaratitil kvenna í handbolta en þá fara fram oddaleikir í báðum undanúrslitarimmum í úrslitakeppni Olísdeildar kvenna. Kristín Guðmundsdóttir, leikstjórnandi Vals, gaf álit sitt á rimmunum fyrir Fréttablaðið. Fyrri leikur dagsins verður viðureign Fram og Stjörnunnar í Safamýri klukkan 14.00. Stjarnan knúði fram oddaleik með afar öruggum sigri í Mýrinni á fimmtudag. „Frammistaða Fram var arfaslök í þeim leik og þetta hefur verið aðeins of mikið svart og hvítt hjá þeim fyrir minn smekk,“ sagði Kristín en Valur féll úr leik í 8-liða úrslitum eftir tap gegn Stjörnunni í oddaleik. „Framarar voru sjálfsagt með það í undirmeðvitundinni [á fimmtudagskvöldið] að þeir ættu alltaf einn leik eftir en nú er jöfn pressa á öllum. Ég vona að þetta verði jafn og spennandi leikur en ég gæti trúað því að reynsla Stjörnunnar skili sigrinum. Stjarnan er með fleiri leikmenn sem kunna að klára svona leiki.“ Deildarmeistarar Gróttu kvittuðu fyrir óvænt tap gegn ÍBV á heimavelli í þriðja leik liðanna með því að gersigra Eyjakonur í Eyjum á fimmtudag, 34-21. „Það er erfitt að vinna Gróttu en það er hægt, sérstaklega ef að hugarfarið klikkar hjá þeim. Breiddin er svo ekki það mikil að um leið og einn leikmaður byrjar að klikka þá gæti þetta orðið erfitt fyrir þær,“ segir Kristín sem hafði það á tilfinningunni fyrir úrslitakeppnina að ÍBV færi alla leið í úrslitin. „ÍBV þarf að mæta til leiks með mikil læti og sjálfstraustið í botni. Þá gætu þær komist á bragðið og leikurinn orðið spennandi. En ef að Grótta fær að spila sinn leik og fær bæði vörn og markvörsluna almennilega í gang þá gæti eftirleikurinn orðið auðveldur,“ segir Kristín. Leikur Gróttu og ÍBV hefst klukkan 16.00 í dag.
Olís-deild kvenna Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni