Guðlaugur spáir í lokaúrslitin: Ég held að Haukar vinni fyrsta leikinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. maí 2015 06:30 Árni Steinn Steinþórsson hefur farið mikinn með Haukaliðinu í úrslitakeppninni. Vísir/Ernir Afturelding og Haukar hefja leik í úrslitaeinvígi Olísdeildar karla í handbolta í kvöld. Fyrsti leikurinn verður í N1-höllinni í Mosfellsbæ og hefst klukkan 19.30. Fréttablaðið fékk Guðlaug Arnarsson, þjálfara Fram, til að rýna í úrslitarimmuna.Hvernig fer hléið með liðin? „Haukarnir hafa verið ofboðslega sannfærandi í úrslitakeppninni en það er spurning hvernig þetta langa hlé fer með þá, hvort þeir nái að halda dampi eða ekki. Það hefði verið best fyrir þá ef úrslitin hefðu byrjað sem fyrst eftir undanúrslitin,“ sagði Guðlaugur, en tvær vikur eru síðan Haukar spiluðu síðast á meðan Mosfellingar léku oddaleik við ÍR 26. apríl sem þeir unnu á ævintýralegan hátt. „Fyrsti leikur gæti einkennst af því að liðin eru að koma úr löngu fríi. En þetta verður hörkurimma og allir leikirnir verða spennandi. Bæði lið spila sterka vörn, eru með góða markmenn og búa yfir mikilli breidd sem þjálfararnir hafa nýtt vel. Þetta eru sennilega þau lið sem eru með mestu breiddina í deildinni,“ sagði Guðlaugur en bæði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, og kollegi hans hjá Aftureldingu, Einar Andri Einarsson, hafa spilað á mörgum mönnum í úrslitakeppninni. Stuðningsmenn Aftureldingar hafa eflaust legið á bæn undanfarna daga og vonast til að Jóhann Gunnar Einarsson verði klár í slaginn fyrir úrslitaeinvígið en þessi öflugi leikmaður meiddist á öxl í öðrum leiknum gegn ÍR. Af þeim sökum missti hann af öllum leik þrjú og langstærstum hluta af fimmta leiknum. Hann lék þó með í fjórða leiknum sem Afturelding vann og tryggði sér það með oddaleik á heimavelli.Örvhentu skytturnar mikilvægar „Það hefur mikil áhrif á leik Aftureldingar ef hann er ekki með,“ sagði Guðlaugur um Jóhann, sem er í algjöru lykilhlutverki í sóknarleik Mosfellinga, auk þess sem hann býr yfir mikilli reynslu. „Það sýnir samt styrk liðsins að það fór í gegnum ÍR án Jóhanns. Ungu strákarnir þeirra hafa styrkst mikið í vetur,“ bætti Guðlaugur við. Önnur örvhent skytta, Árni Steinn Steinþórsson, vaknaði heldur betur til lífsins í úrslitakeppninni eftir erfiðan vetur. Árni stimplaði sig rækilega inn í átta-liða úrslitunum gegn FH, þar sem hann skoraði 18 mörk í tveimur leikjum, en sóknarleikur Hauka er allt annar og betri þegar Selfyssingurinn nær sér á strik. „Árni er búinn að vera frábær í úrslitakeppninni og sýndi loksins sitt rétta andlit. Það breytir Haukaliðinu ef hann er heitur, því þá eru þeir með skotógn báðum megin fyrir utan. Fyrir vikið verður sóknarleikurinn hættulegri,“ sagði Guðlaugur, sem hefur einnig hrifist af frammistöðu hins tvítuga Janusar Daða Smárasonar sem skorar og leggur upp mörk jöfnum höndum.Haukar líklegir í kvöld Guðlaugur segir að heimavallarrétturinn gæti skipt sköpum en frábær stemning hefur verið á leikjum Aftureldingar í úrslitakeppninni. Þrátt fyrir að Mosfellingar séu með heimavallarréttinn spáir Guðlaugur Haukum sigri í kvöld. „Ég held að Haukar vinni fyrsta leikinn og taki frumkvæðið í einvíginu. Þá mun reyna mikið á Aftureldingu,“ sagði Guðlaugur. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Haukar 22-29 | Haukar sópuðu Valsmönnum úr leik Haukar hreinlega völtuðu yfir Valsmenn, 29-22, í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Olís-deild karla og sópuðu því deildarmeisturunum úr leik 3-0. Lið Vals náði sér aldrei á strik í einvíginu. 21. apríl 2015 16:24 Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Afturelding 25-24 | Arnór hetja ÍR ÍR jafnaði einvígið gegn Aftureldingu í dag með eins marks sigri í skrautlegum leik. 18. apríl 2015 00:01 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 21-19 | Giedrius magnaður í öðrum sigri Hauka á Val Haukar eru komnir í 2-0 í einvíginu við Val í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta eftir tveggja marka sigur í Schenker-höllinni í dag. Lokatölur 21-19, Haukum í vil. 18. apríl 2015 00:01 Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍR 30-29 | Árni Bragi skaut Aftureldingu í úrslit Afturelding tryggði sér sæti í úrslitum Olís-deildar karla með sigri á ÍR í oddaleik liðanna að Varmá í dag. Leikurinn var spennandi fyrir allan peninginn, en Árni Bragi Eyjólfsson skoraði sigurmarkið nokkrúm sekúndum fyrir leikslok. Lokatölur 30-29. 26. apríl 2015 19:15 Reiknar ekki með Jóhanni Gunnari Þjálfari Aftureldingar verður án eins síns besta leikmanns í leiknum gegn ÍR í dag. 23. apríl 2015 13:30 Þessi þjáning er yndisleg Deildarmeistarar Vals eru komnir út í horn í undanúrslitaeinvígi sínu gegn Haukum í Olís-deildinni. Liðið er 2-0 undir og eitt tap enn markar endalok tímabilsins. "Einn sigur og þá er allt hægt,“ segir þjálfarinn. 21. apríl 2015 07:45 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Starf Amorims öruggt Enski boltinn Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Sjá meira
Afturelding og Haukar hefja leik í úrslitaeinvígi Olísdeildar karla í handbolta í kvöld. Fyrsti leikurinn verður í N1-höllinni í Mosfellsbæ og hefst klukkan 19.30. Fréttablaðið fékk Guðlaug Arnarsson, þjálfara Fram, til að rýna í úrslitarimmuna.Hvernig fer hléið með liðin? „Haukarnir hafa verið ofboðslega sannfærandi í úrslitakeppninni en það er spurning hvernig þetta langa hlé fer með þá, hvort þeir nái að halda dampi eða ekki. Það hefði verið best fyrir þá ef úrslitin hefðu byrjað sem fyrst eftir undanúrslitin,“ sagði Guðlaugur, en tvær vikur eru síðan Haukar spiluðu síðast á meðan Mosfellingar léku oddaleik við ÍR 26. apríl sem þeir unnu á ævintýralegan hátt. „Fyrsti leikur gæti einkennst af því að liðin eru að koma úr löngu fríi. En þetta verður hörkurimma og allir leikirnir verða spennandi. Bæði lið spila sterka vörn, eru með góða markmenn og búa yfir mikilli breidd sem þjálfararnir hafa nýtt vel. Þetta eru sennilega þau lið sem eru með mestu breiddina í deildinni,“ sagði Guðlaugur en bæði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, og kollegi hans hjá Aftureldingu, Einar Andri Einarsson, hafa spilað á mörgum mönnum í úrslitakeppninni. Stuðningsmenn Aftureldingar hafa eflaust legið á bæn undanfarna daga og vonast til að Jóhann Gunnar Einarsson verði klár í slaginn fyrir úrslitaeinvígið en þessi öflugi leikmaður meiddist á öxl í öðrum leiknum gegn ÍR. Af þeim sökum missti hann af öllum leik þrjú og langstærstum hluta af fimmta leiknum. Hann lék þó með í fjórða leiknum sem Afturelding vann og tryggði sér það með oddaleik á heimavelli.Örvhentu skytturnar mikilvægar „Það hefur mikil áhrif á leik Aftureldingar ef hann er ekki með,“ sagði Guðlaugur um Jóhann, sem er í algjöru lykilhlutverki í sóknarleik Mosfellinga, auk þess sem hann býr yfir mikilli reynslu. „Það sýnir samt styrk liðsins að það fór í gegnum ÍR án Jóhanns. Ungu strákarnir þeirra hafa styrkst mikið í vetur,“ bætti Guðlaugur við. Önnur örvhent skytta, Árni Steinn Steinþórsson, vaknaði heldur betur til lífsins í úrslitakeppninni eftir erfiðan vetur. Árni stimplaði sig rækilega inn í átta-liða úrslitunum gegn FH, þar sem hann skoraði 18 mörk í tveimur leikjum, en sóknarleikur Hauka er allt annar og betri þegar Selfyssingurinn nær sér á strik. „Árni er búinn að vera frábær í úrslitakeppninni og sýndi loksins sitt rétta andlit. Það breytir Haukaliðinu ef hann er heitur, því þá eru þeir með skotógn báðum megin fyrir utan. Fyrir vikið verður sóknarleikurinn hættulegri,“ sagði Guðlaugur, sem hefur einnig hrifist af frammistöðu hins tvítuga Janusar Daða Smárasonar sem skorar og leggur upp mörk jöfnum höndum.Haukar líklegir í kvöld Guðlaugur segir að heimavallarrétturinn gæti skipt sköpum en frábær stemning hefur verið á leikjum Aftureldingar í úrslitakeppninni. Þrátt fyrir að Mosfellingar séu með heimavallarréttinn spáir Guðlaugur Haukum sigri í kvöld. „Ég held að Haukar vinni fyrsta leikinn og taki frumkvæðið í einvíginu. Þá mun reyna mikið á Aftureldingu,“ sagði Guðlaugur.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Haukar 22-29 | Haukar sópuðu Valsmönnum úr leik Haukar hreinlega völtuðu yfir Valsmenn, 29-22, í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Olís-deild karla og sópuðu því deildarmeisturunum úr leik 3-0. Lið Vals náði sér aldrei á strik í einvíginu. 21. apríl 2015 16:24 Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Afturelding 25-24 | Arnór hetja ÍR ÍR jafnaði einvígið gegn Aftureldingu í dag með eins marks sigri í skrautlegum leik. 18. apríl 2015 00:01 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 21-19 | Giedrius magnaður í öðrum sigri Hauka á Val Haukar eru komnir í 2-0 í einvíginu við Val í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta eftir tveggja marka sigur í Schenker-höllinni í dag. Lokatölur 21-19, Haukum í vil. 18. apríl 2015 00:01 Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍR 30-29 | Árni Bragi skaut Aftureldingu í úrslit Afturelding tryggði sér sæti í úrslitum Olís-deildar karla með sigri á ÍR í oddaleik liðanna að Varmá í dag. Leikurinn var spennandi fyrir allan peninginn, en Árni Bragi Eyjólfsson skoraði sigurmarkið nokkrúm sekúndum fyrir leikslok. Lokatölur 30-29. 26. apríl 2015 19:15 Reiknar ekki með Jóhanni Gunnari Þjálfari Aftureldingar verður án eins síns besta leikmanns í leiknum gegn ÍR í dag. 23. apríl 2015 13:30 Þessi þjáning er yndisleg Deildarmeistarar Vals eru komnir út í horn í undanúrslitaeinvígi sínu gegn Haukum í Olís-deildinni. Liðið er 2-0 undir og eitt tap enn markar endalok tímabilsins. "Einn sigur og þá er allt hægt,“ segir þjálfarinn. 21. apríl 2015 07:45 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Starf Amorims öruggt Enski boltinn Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Haukar 22-29 | Haukar sópuðu Valsmönnum úr leik Haukar hreinlega völtuðu yfir Valsmenn, 29-22, í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Olís-deild karla og sópuðu því deildarmeisturunum úr leik 3-0. Lið Vals náði sér aldrei á strik í einvíginu. 21. apríl 2015 16:24
Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Afturelding 25-24 | Arnór hetja ÍR ÍR jafnaði einvígið gegn Aftureldingu í dag með eins marks sigri í skrautlegum leik. 18. apríl 2015 00:01
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 21-19 | Giedrius magnaður í öðrum sigri Hauka á Val Haukar eru komnir í 2-0 í einvíginu við Val í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta eftir tveggja marka sigur í Schenker-höllinni í dag. Lokatölur 21-19, Haukum í vil. 18. apríl 2015 00:01
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍR 30-29 | Árni Bragi skaut Aftureldingu í úrslit Afturelding tryggði sér sæti í úrslitum Olís-deildar karla með sigri á ÍR í oddaleik liðanna að Varmá í dag. Leikurinn var spennandi fyrir allan peninginn, en Árni Bragi Eyjólfsson skoraði sigurmarkið nokkrúm sekúndum fyrir leikslok. Lokatölur 30-29. 26. apríl 2015 19:15
Reiknar ekki með Jóhanni Gunnari Þjálfari Aftureldingar verður án eins síns besta leikmanns í leiknum gegn ÍR í dag. 23. apríl 2015 13:30
Þessi þjáning er yndisleg Deildarmeistarar Vals eru komnir út í horn í undanúrslitaeinvígi sínu gegn Haukum í Olís-deildinni. Liðið er 2-0 undir og eitt tap enn markar endalok tímabilsins. "Einn sigur og þá er allt hægt,“ segir þjálfarinn. 21. apríl 2015 07:45