VR, LÍV og Flói eru saman í aðgerðum Óli Kristján Ármannsson skrifar 6. maí 2015 07:00 Á leið í land. Ljóst er að þjónusta við ferðamenn raskast mikið komi til verkfalla VR, LÍV og Flóabandalagsins. Fyrstu aðgerðir snerta hópbifreiðafyrirtæki, 28. og 29. maí. Fréttablaðið/GVA Verkfallsaðgerðir VR, aðildarfélaga Landssambands íslenskra verzlunarmanna (LÍV) og Flóabandalagsins (Eflingar, Hlífar og VSFK) hefjast að óbreyttu 28. þessa mánaðar. Í tilkynningu sem félögin sendu frá sér í gær kemur fram að atkvæðagreiðslu um aðgerðirnar eigi að ljúka ekki síðar en 20. maí. Fram kemur að félögin hafi verið samningslaus í tvo mánuði og enn hilli ekki undir nýjan kjarasamning. Þau vísuðu deilum sínum til ríkissáttasemjara 17. apríl, en viðræður voru árangurslausar og var þeim slitið undir lok apríl. „Á grundvelli 15. greinar laga númer 80 frá 1938 boða félögin nú til atkvæðagreiðslu um verkföll á félagssvæðum sínum.“Ólafía B. RafnsdóttirÍ tilkynningunni, sem Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, Guðbrandur Einarsson, formaður LÍV, og Sigurður Bessason, formaður Eflingar, skrifa undir, segir að ákvörðun um vinnustöðvun sé ekki auðveld og verkfallsvopninu aldrei beitt nema í ýtrustu neyð. „En viðbrögð atvinnurekenda gagnvart sanngjörnum kröfum okkar eru slík að við eigum engra annarra kosta völ. Atvinnurekendur hafa ekki sýnt vilja til að koma viðræðum í þann farveg að þær skili árangri. Þær aðgerðir sem við greiðum nú atkvæði um eru þannig eina leið okkar til að knýja á um breytingar.“ Forsvarsmenn félaganna segjast telja að stuðningur við fyrirhugaðar aðgerðir sé víðtækur og almennur meðal félagsmanna. „Markmið okkar er ekki að valda tjóni, heldur leggja áherslu á þær kröfur að jafnræði ríki meðal launafólks í íslensku samfélagi.“ Ekki verði unað við þá stefnu sem ríki og sveitarfélög hafi markað í kjaramálum og valdi auknum ójöfnuði. „Þessi stefna hefur valdið misvægi í kaupmætti hópa launafólks. Við þetta verður ekki unað.“ Farið er fram á leiðréttingu kjara félagsmanna sem lagt hafi sitt af mörkum við gerð síðustu kjarasamninga og sýnt ábyrgð. „Við öxlum hins vegar ekki ein ábyrgð á stöðugleika á vinnumarkaði. Það dugar skammt að lýsa yfir góðæri, ef ávinningar stöðugleika eiga einungis að falla í skaut atvinnurekenda en launafólki verði einungis skammtaðar lágmarkshækkanir,“ segir í bréfi formannanna. Byrjað verður á vinnustöðvunum í tilteknum atvinnugreinum á félagasvæði VR, LÍV og Flóabandalagsins á tímabilinu 28. maí til og með 5. júní. Frá og með 6. júní hefst svo ótímabundið allsherjarverkfall.. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Verkfallsaðgerðir VR, aðildarfélaga Landssambands íslenskra verzlunarmanna (LÍV) og Flóabandalagsins (Eflingar, Hlífar og VSFK) hefjast að óbreyttu 28. þessa mánaðar. Í tilkynningu sem félögin sendu frá sér í gær kemur fram að atkvæðagreiðslu um aðgerðirnar eigi að ljúka ekki síðar en 20. maí. Fram kemur að félögin hafi verið samningslaus í tvo mánuði og enn hilli ekki undir nýjan kjarasamning. Þau vísuðu deilum sínum til ríkissáttasemjara 17. apríl, en viðræður voru árangurslausar og var þeim slitið undir lok apríl. „Á grundvelli 15. greinar laga númer 80 frá 1938 boða félögin nú til atkvæðagreiðslu um verkföll á félagssvæðum sínum.“Ólafía B. RafnsdóttirÍ tilkynningunni, sem Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, Guðbrandur Einarsson, formaður LÍV, og Sigurður Bessason, formaður Eflingar, skrifa undir, segir að ákvörðun um vinnustöðvun sé ekki auðveld og verkfallsvopninu aldrei beitt nema í ýtrustu neyð. „En viðbrögð atvinnurekenda gagnvart sanngjörnum kröfum okkar eru slík að við eigum engra annarra kosta völ. Atvinnurekendur hafa ekki sýnt vilja til að koma viðræðum í þann farveg að þær skili árangri. Þær aðgerðir sem við greiðum nú atkvæði um eru þannig eina leið okkar til að knýja á um breytingar.“ Forsvarsmenn félaganna segjast telja að stuðningur við fyrirhugaðar aðgerðir sé víðtækur og almennur meðal félagsmanna. „Markmið okkar er ekki að valda tjóni, heldur leggja áherslu á þær kröfur að jafnræði ríki meðal launafólks í íslensku samfélagi.“ Ekki verði unað við þá stefnu sem ríki og sveitarfélög hafi markað í kjaramálum og valdi auknum ójöfnuði. „Þessi stefna hefur valdið misvægi í kaupmætti hópa launafólks. Við þetta verður ekki unað.“ Farið er fram á leiðréttingu kjara félagsmanna sem lagt hafi sitt af mörkum við gerð síðustu kjarasamninga og sýnt ábyrgð. „Við öxlum hins vegar ekki ein ábyrgð á stöðugleika á vinnumarkaði. Það dugar skammt að lýsa yfir góðæri, ef ávinningar stöðugleika eiga einungis að falla í skaut atvinnurekenda en launafólki verði einungis skammtaðar lágmarkshækkanir,“ segir í bréfi formannanna. Byrjað verður á vinnustöðvunum í tilteknum atvinnugreinum á félagasvæði VR, LÍV og Flóabandalagsins á tímabilinu 28. maí til og með 5. júní. Frá og með 6. júní hefst svo ótímabundið allsherjarverkfall..
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira