Ef það býðst að rota hann þá mun ég gera það Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. maí 2015 07:00 Kolli er búinn að æfa gríðarlega vel og ætlar sér heim frá Finnlandi með annan vinning í töskunni. Vísir/Valli „Ég er búinn að æfa á fullu núna í sjö vikur fyrir þennan bardaga og er eins tilbúinn og hægt er,“ segir eini íslenski atvinnumaðurinn í hnefaleikum, Gunnar Kolbeinn Kristinsson, sem er iðulega kallaður Kolli. Á laugardaginn kemur mun Kolli stíga inn í hringinn í Lapua í Finnlandi og mæta Hvít-Rússanum Artsiom Charniakevich. Þetta verður þriðji atvinnumannabardagi Garðbæingsins en hann hefur áður unnið Lettana Janis Ginters og Edgar Kalnas.Æft gríðarlega vel „Ég æfi tvisvar á dag alla virka daga og svo einu sinni á laugardögum. Æfingarnar eru venjulega í kringum tvo tíma þannig að ég æfi kannski fjóra tíma á dag. Ég er búinn að æfa svo vel að ég er miklu meira tilbúinn núna en fyrir síðasta bardaga. Ég er líka búinn að venjast því betur að æfa svona stíft og líkaminn er að aðlagast. Ég hef fundið að ég er að bæta mig mikið á öllum sviðum. Í styrk, fótavinnu, tækni og þreki.“ Gunnar Kolbeinn hefur notið þess að geta æft aðeins með Skúla Ármannssyni sem keppti í atvinnumannabardaga í Bandaríkjunum árið 2008 og vann. Gunnar er 198 sentimetrar að hæð og 111 kíló og hefur vantað æfingafélaga í sama þyngdarflokki. Það hefur hann fengið með Skúla. „Það var mjög gott að fá Skúla á æfingar en ég steig þrisvar í hringinn með honum. Það gerði gæfumuninn að fá Skúla en það hafa fáir boxað jafn margar lotur á æfingum á Íslandi og Skúli.“ Kolli er orðinn 27 ára gamall en hann keppti 37 sinnum í áhugamannahnefaleikum áður en hann fór í atvinnumannahnefaleikana. Aldurinn er ekki að vinna með honum og hann ætlar að reyna að komast eins langt og hann getur á sem skemmstum tíma. Það kallar á reglulega bardaga. „Ég er að reyna að hafa átta vikur á milli bardaga á þessu ári. Sjálfstraustið er í botni hjá mér eftir góða bardaga og fínar æfingar. Í fyrsta bardaganum var ég að sanna fyrir mér að ég gæti verið atvinnumaður og í seinni bardaganum þurfti ég að sanna að fyrri bardaginn hefði ekki verið heppni. Nú þarf ég að halda áfram á sömu braut og ég ætla helst að keppa svo aftur í júní,“ segir Kolli ákveðinn.Gunnar Kolbeinn Kristinsson.Vísir/ValliAndstæðingur Kolla frá Hvíta-Rússlandi er talsvert minni en hann og um tíu kílóum léttari. Hann hefur barist tíu sinnum og aðeins unnið einu sinni. Er þetta ekkert of léttur andstæðingur? „Nei, ég held nú ekki. Hann hefur tapað fyrir góðum strákum sem eru enn ósigraðir. Svo er þetta ekki upphaflegur andstæðingur heldur þriðja val. Við vorum með tvo aðra í sigtinu sem gátu ekki barist og þessi kemur því inn í staðinn. Hann er ekkert lamb að leika við. Óhræddur við að fara í tveggja metra einstakling með tveggja mánaða fyrirvara. Ég má ekkert við því að vanmeta þennan gaur. Ef allt er eðlilegt þá ætti ég samt að vinna hann,“ segir Kolli borubrattur en er stefnan að rota andstæðinginn? „Ef það býðst að rota hann þá mun ég gera það. Það er alltaf best að enda bardaga á rothöggi en ef það gerist ekki þá er það í lagi svo lengi sem ég vinn.“Getur ekki beðið Gunnar Kolbeinn og hans teymi fljúga út til Finnlands á föstudag. Koma nánast beint í vigtunina og svo er bardaginn daginn eftir. Okkar maður er spenntur og segir að þetta verði bara skemmtilegra með hverjum bardaganum. „Það er erfitt að útskýra tilfinninguna. Þetta er bæði skemmtilegt og gaman. Það er í raun og veru ólýsanleg upplifun að berjast og vinna. Ég get ekki beðið eftir þessu.“ Box Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fleiri fréttir „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Titilvörn Littlers hefst gegn reynslubolta Chase baðst afsökunar á hrákunni Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn „Við vinnum mjög vel saman“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Sjá meira
„Ég er búinn að æfa á fullu núna í sjö vikur fyrir þennan bardaga og er eins tilbúinn og hægt er,“ segir eini íslenski atvinnumaðurinn í hnefaleikum, Gunnar Kolbeinn Kristinsson, sem er iðulega kallaður Kolli. Á laugardaginn kemur mun Kolli stíga inn í hringinn í Lapua í Finnlandi og mæta Hvít-Rússanum Artsiom Charniakevich. Þetta verður þriðji atvinnumannabardagi Garðbæingsins en hann hefur áður unnið Lettana Janis Ginters og Edgar Kalnas.Æft gríðarlega vel „Ég æfi tvisvar á dag alla virka daga og svo einu sinni á laugardögum. Æfingarnar eru venjulega í kringum tvo tíma þannig að ég æfi kannski fjóra tíma á dag. Ég er búinn að æfa svo vel að ég er miklu meira tilbúinn núna en fyrir síðasta bardaga. Ég er líka búinn að venjast því betur að æfa svona stíft og líkaminn er að aðlagast. Ég hef fundið að ég er að bæta mig mikið á öllum sviðum. Í styrk, fótavinnu, tækni og þreki.“ Gunnar Kolbeinn hefur notið þess að geta æft aðeins með Skúla Ármannssyni sem keppti í atvinnumannabardaga í Bandaríkjunum árið 2008 og vann. Gunnar er 198 sentimetrar að hæð og 111 kíló og hefur vantað æfingafélaga í sama þyngdarflokki. Það hefur hann fengið með Skúla. „Það var mjög gott að fá Skúla á æfingar en ég steig þrisvar í hringinn með honum. Það gerði gæfumuninn að fá Skúla en það hafa fáir boxað jafn margar lotur á æfingum á Íslandi og Skúli.“ Kolli er orðinn 27 ára gamall en hann keppti 37 sinnum í áhugamannahnefaleikum áður en hann fór í atvinnumannahnefaleikana. Aldurinn er ekki að vinna með honum og hann ætlar að reyna að komast eins langt og hann getur á sem skemmstum tíma. Það kallar á reglulega bardaga. „Ég er að reyna að hafa átta vikur á milli bardaga á þessu ári. Sjálfstraustið er í botni hjá mér eftir góða bardaga og fínar æfingar. Í fyrsta bardaganum var ég að sanna fyrir mér að ég gæti verið atvinnumaður og í seinni bardaganum þurfti ég að sanna að fyrri bardaginn hefði ekki verið heppni. Nú þarf ég að halda áfram á sömu braut og ég ætla helst að keppa svo aftur í júní,“ segir Kolli ákveðinn.Gunnar Kolbeinn Kristinsson.Vísir/ValliAndstæðingur Kolla frá Hvíta-Rússlandi er talsvert minni en hann og um tíu kílóum léttari. Hann hefur barist tíu sinnum og aðeins unnið einu sinni. Er þetta ekkert of léttur andstæðingur? „Nei, ég held nú ekki. Hann hefur tapað fyrir góðum strákum sem eru enn ósigraðir. Svo er þetta ekki upphaflegur andstæðingur heldur þriðja val. Við vorum með tvo aðra í sigtinu sem gátu ekki barist og þessi kemur því inn í staðinn. Hann er ekkert lamb að leika við. Óhræddur við að fara í tveggja metra einstakling með tveggja mánaða fyrirvara. Ég má ekkert við því að vanmeta þennan gaur. Ef allt er eðlilegt þá ætti ég samt að vinna hann,“ segir Kolli borubrattur en er stefnan að rota andstæðinginn? „Ef það býðst að rota hann þá mun ég gera það. Það er alltaf best að enda bardaga á rothöggi en ef það gerist ekki þá er það í lagi svo lengi sem ég vinn.“Getur ekki beðið Gunnar Kolbeinn og hans teymi fljúga út til Finnlands á föstudag. Koma nánast beint í vigtunina og svo er bardaginn daginn eftir. Okkar maður er spenntur og segir að þetta verði bara skemmtilegra með hverjum bardaganum. „Það er erfitt að útskýra tilfinninguna. Þetta er bæði skemmtilegt og gaman. Það er í raun og veru ólýsanleg upplifun að berjast og vinna. Ég get ekki beðið eftir þessu.“
Box Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fleiri fréttir „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Titilvörn Littlers hefst gegn reynslubolta Chase baðst afsökunar á hrákunni Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn „Við vinnum mjög vel saman“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Sjá meira