Ljósmæður segja launin kynjamisrétti Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 7. maí 2015 07:00 "Nánast allar ljósmæður fengu skerðingu á launum og fengu lítið sem ekkert greitt. Þær geta ekki staðið í skilum, greitt reikninga eða greitt eðlileg útgjöld heimilisins.“ Vísir/Vilhelm „Það er mikið að gera á kvennadeildinni þessa dagana, ástandið er erfitt,“ segir Áslaug Íris Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, en ljósmæður hafa ákveðið að herða verkfallsaðgerðir sínar eins og mögulegt er. „Við skoðum allar undanþágur mjög vel, auðvitað samþykkjum við þær undanþágur sem þörf er á, en ekki aðrar. Börnin fæðast, við stöðvum það ekki en þetta eru óþægindi fyrir barnshafandi konur sem koma í sónar og þurfa á rannsóknum og eftirfylgni að halda.“ Áslaug segir að laun ljósmæðra og lækna ættu í mörgum tilvikum að vera jöfn. Menntun þeirra og ábyrgð sé hægt að meta jafnt til verðleika. „Við viljum að okkar menntun sé metin til launa. Við viljum grunnlaunahækkun sem er í samræmi við laun lækna. Þeir eru í sama starfsumhverfi og í mörgum tilvikum með jafnlangt sérfræðinám að baki. Við vinnum með þessari stétt og getum í mörgum tilfellum metið okkur jafnt til verðleika. Þar að auki eru ljósmæður sjálfbærar í starfi og bera mikla ábyrgð sem endurspeglast ekki í launum,“ segir Áslaug. Að sögn Áslaugar grunar hana að lægri laun ljósmæðra stafi af kynjamisrétti, bæði því er ríkir í læknastétt í launum og því er kemur við sögu ljósmæðrastéttar. „Ljósmæður áttu að sinna starfi sínu af góðvild, við erum enn að stríða við þetta viðhorf til stéttarinnar nú áratugum seinna. Það eru tuttugu ár síðan nám ljósmæðra var fært á háskólastig og margir eru enn fastir í gömlum viðhorfum.“ Landspítalinn birti nýlega upplýsingar er vörðuðu launamun kynjanna á spítalanum og sýndu mikinn mun á milli karl- og kvenlækna. Áslaug vitnar í þá könnun. „Kvenlæknar eru með 80% af grunnlaunum karla og eingöngu 60% af yfirvinnulaunum, þetta launamisrétti endurspeglast í okkar launum,“ segir Áslaug og vísar til þess að ljósmæður eru kvennastétt. Byrjunarlaun ljósmóður með ljósmóðurleyfi eftir sex ára nám eru 392.000 krónur en byrjunarlaun læknis með lækningaleyfi eftir sex ára nám eru 471.404. Þess má geta að fyrir nýgerða samninga við lækna voru byrjunarlaun lækna lægri en byrjunarlaun ljósmóður. Árið 2008 sóttu ljósmæður kjarabót með því loforði að það væri upphafið að leiðréttingu á kjörum þeirra að sögn Áslaugar. „Við fengum ákveðna leiðréttingu 2008, á þeim tíma var talað um að þetta væri byrjunin. En svo hefur ekkert gerst og aðrar stéttir hafa nálgast okkur í launum. Hjúkrunarfræðingar eru mjög nálægt okkur í kjörum með tveimur árum skemmra nám að baki. Við ætlum að halda þetta út í þetta sinn.“ Enn hafa ljósmæður ekki fengið greidd full laun vegna vinnu í aprílmánuði en Fjársýsla ríkisins hélt mestum hluta launa þeirra eftir vegna verkfalls þeirra í apríl. Sumar þeirra sem fengu ekki greitt lögðu aðeins niður vinnu í einn dag. „Við höfum ekki einu sinni fengið að vita hvernig og hvenær við getum sótt laun okkar,“ segir Áslaug frá og segir skaðann mikinn fyrir fjárhag heimilis þeirra. Verkfall 2016 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
„Það er mikið að gera á kvennadeildinni þessa dagana, ástandið er erfitt,“ segir Áslaug Íris Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, en ljósmæður hafa ákveðið að herða verkfallsaðgerðir sínar eins og mögulegt er. „Við skoðum allar undanþágur mjög vel, auðvitað samþykkjum við þær undanþágur sem þörf er á, en ekki aðrar. Börnin fæðast, við stöðvum það ekki en þetta eru óþægindi fyrir barnshafandi konur sem koma í sónar og þurfa á rannsóknum og eftirfylgni að halda.“ Áslaug segir að laun ljósmæðra og lækna ættu í mörgum tilvikum að vera jöfn. Menntun þeirra og ábyrgð sé hægt að meta jafnt til verðleika. „Við viljum að okkar menntun sé metin til launa. Við viljum grunnlaunahækkun sem er í samræmi við laun lækna. Þeir eru í sama starfsumhverfi og í mörgum tilvikum með jafnlangt sérfræðinám að baki. Við vinnum með þessari stétt og getum í mörgum tilfellum metið okkur jafnt til verðleika. Þar að auki eru ljósmæður sjálfbærar í starfi og bera mikla ábyrgð sem endurspeglast ekki í launum,“ segir Áslaug. Að sögn Áslaugar grunar hana að lægri laun ljósmæðra stafi af kynjamisrétti, bæði því er ríkir í læknastétt í launum og því er kemur við sögu ljósmæðrastéttar. „Ljósmæður áttu að sinna starfi sínu af góðvild, við erum enn að stríða við þetta viðhorf til stéttarinnar nú áratugum seinna. Það eru tuttugu ár síðan nám ljósmæðra var fært á háskólastig og margir eru enn fastir í gömlum viðhorfum.“ Landspítalinn birti nýlega upplýsingar er vörðuðu launamun kynjanna á spítalanum og sýndu mikinn mun á milli karl- og kvenlækna. Áslaug vitnar í þá könnun. „Kvenlæknar eru með 80% af grunnlaunum karla og eingöngu 60% af yfirvinnulaunum, þetta launamisrétti endurspeglast í okkar launum,“ segir Áslaug og vísar til þess að ljósmæður eru kvennastétt. Byrjunarlaun ljósmóður með ljósmóðurleyfi eftir sex ára nám eru 392.000 krónur en byrjunarlaun læknis með lækningaleyfi eftir sex ára nám eru 471.404. Þess má geta að fyrir nýgerða samninga við lækna voru byrjunarlaun lækna lægri en byrjunarlaun ljósmóður. Árið 2008 sóttu ljósmæður kjarabót með því loforði að það væri upphafið að leiðréttingu á kjörum þeirra að sögn Áslaugar. „Við fengum ákveðna leiðréttingu 2008, á þeim tíma var talað um að þetta væri byrjunin. En svo hefur ekkert gerst og aðrar stéttir hafa nálgast okkur í launum. Hjúkrunarfræðingar eru mjög nálægt okkur í kjörum með tveimur árum skemmra nám að baki. Við ætlum að halda þetta út í þetta sinn.“ Enn hafa ljósmæður ekki fengið greidd full laun vegna vinnu í aprílmánuði en Fjársýsla ríkisins hélt mestum hluta launa þeirra eftir vegna verkfalls þeirra í apríl. Sumar þeirra sem fengu ekki greitt lögðu aðeins niður vinnu í einn dag. „Við höfum ekki einu sinni fengið að vita hvernig og hvenær við getum sótt laun okkar,“ segir Áslaug frá og segir skaðann mikinn fyrir fjárhag heimilis þeirra.
Verkfall 2016 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira