Stór hluti atvinnulífs lamaður úti á landi Óli Kristján Ármannsson skrifar 7. maí 2015 07:00 Björgólfur Jóhannsson er, auk þess að vera forstjóri Icelandair Group, formaður Samtaka atvinnulífsins. Icelandair gekk um áramót frá tveggja ára kjarasamningi við flugmenn sína. Fréttablaðið/GVA Misræmi er í kröfu sem Björgólfur Jóhannsson, formaður Samtaka atvinnulífsins (SA), setti fram á ársfundi samtakanna um að verkalýðshreyfingin sýni ábyrgð og samningum sem hann gerði sjálfur við flugmenn sína sem forstjóri Icelandair Group. Þetta segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sem í gær birti á vef samtakanna samningana sem Icelandair gerði við flugmenn sína. „Við stöndum frammi fyrir kröfum um 30 til 50 prósenta launahækkanir á sama tíma og efnahagslegt svigrúm er fyrir einn tíunda af kröfunum,“ sagði Björgólfur á fundinum. „Það fylgjast allir með og sérstök launahækkun eins hóps leiðir óhjákvæmilega til aukinna krafna annarra.“ Vilhjálmur segir rétt að halda til haga að samningurinn við flugmenn Icelandair sé gerður á undan læknasamningunum.Vilhjálmur Birgisson„Hverjir voru það sem ruddu brautina þarna?“ spyr Vilhjálmur. Í þessu ljósi sé undarlegt að Björgólfur hafi leyft sér að „hundskamma“ verkalýðshreyfinguna á ársfundi SA fyrir að sýna ekki ábyrgð. „Vitandi hvaða samning hann var búinn að gera við hluta af sínum starfsmönnum þar sem hækkanir voru allt að 310 þúsund krónum.“ Vilhjálmur segist hins vegar ekki gagnrýna flugmenn og flugstjóra fyrir að landa góðum samningi. „Ég er bara að benda á hræsnina, sem ríður ekki við einteyming hjá Samtökum atvinnulífsins,“ segir hann. Næsti fundur í kjaradeilu Starfsgreinasambandsins er á morgun, en í dag er seinni hluti tveggja daga verkfalls sem lamar ýmsa starfsemi utan höfuðborgarsvæðisins. En af því að áhrifin eru úti á landi telur Vilhjálmur ef til vill að síður sé brugðist við í borginni við samningaborðið. „Menn virðast hafa af því mestar áhyggjur að ekki fáist hamborgarar í Reykjavík meðan stór hluti atvinnulífsins er lamaður úti á landsbyggðinni,“ segir Vilhjálmur og bendir á að víða sé engin fiskvinnsla í gangi, ferðaþjónusta liggi niðri og á Akranesi verði leikskólar lokaðir á morgun vegna þess að þeir hafi þá ekki verið þrifnir tvo daga í röð. „En menn vakna kannski þegar höfuðborgarsvæðið hikstar.“ Verkfall 2016 Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Sjá meira
Misræmi er í kröfu sem Björgólfur Jóhannsson, formaður Samtaka atvinnulífsins (SA), setti fram á ársfundi samtakanna um að verkalýðshreyfingin sýni ábyrgð og samningum sem hann gerði sjálfur við flugmenn sína sem forstjóri Icelandair Group. Þetta segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sem í gær birti á vef samtakanna samningana sem Icelandair gerði við flugmenn sína. „Við stöndum frammi fyrir kröfum um 30 til 50 prósenta launahækkanir á sama tíma og efnahagslegt svigrúm er fyrir einn tíunda af kröfunum,“ sagði Björgólfur á fundinum. „Það fylgjast allir með og sérstök launahækkun eins hóps leiðir óhjákvæmilega til aukinna krafna annarra.“ Vilhjálmur segir rétt að halda til haga að samningurinn við flugmenn Icelandair sé gerður á undan læknasamningunum.Vilhjálmur Birgisson„Hverjir voru það sem ruddu brautina þarna?“ spyr Vilhjálmur. Í þessu ljósi sé undarlegt að Björgólfur hafi leyft sér að „hundskamma“ verkalýðshreyfinguna á ársfundi SA fyrir að sýna ekki ábyrgð. „Vitandi hvaða samning hann var búinn að gera við hluta af sínum starfsmönnum þar sem hækkanir voru allt að 310 þúsund krónum.“ Vilhjálmur segist hins vegar ekki gagnrýna flugmenn og flugstjóra fyrir að landa góðum samningi. „Ég er bara að benda á hræsnina, sem ríður ekki við einteyming hjá Samtökum atvinnulífsins,“ segir hann. Næsti fundur í kjaradeilu Starfsgreinasambandsins er á morgun, en í dag er seinni hluti tveggja daga verkfalls sem lamar ýmsa starfsemi utan höfuðborgarsvæðisins. En af því að áhrifin eru úti á landi telur Vilhjálmur ef til vill að síður sé brugðist við í borginni við samningaborðið. „Menn virðast hafa af því mestar áhyggjur að ekki fáist hamborgarar í Reykjavík meðan stór hluti atvinnulífsins er lamaður úti á landsbyggðinni,“ segir Vilhjálmur og bendir á að víða sé engin fiskvinnsla í gangi, ferðaþjónusta liggi niðri og á Akranesi verði leikskólar lokaðir á morgun vegna þess að þeir hafi þá ekki verið þrifnir tvo daga í röð. „En menn vakna kannski þegar höfuðborgarsvæðið hikstar.“
Verkfall 2016 Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Sjá meira