Selja 160 tonn af lambakjöti til Asíu Sveinn Arnarsson skrifar 12. maí 2015 00:01 SAH Fyrirtækið er í eigu Sölufélags Austur-Húnvetninga og Kjarnafæðis á Svalbarðseyri. Fréttablaðið/Pjetur SAH afurðir ehf. á Blönduósi hafa náð samningum við fyrirtæki í Hong Kong um sölu á 160 tonnum af lambakjöti og 70 þúsund gærum. Markmiðið er að senda kjötið og gærurnar úr landi fyrir maílok. Verkfall dýralækna gæti sett strik í reikninginn. Gunnar Tryggvi Halldórsson, framkvæmdastjóri SAH afurða, segir samninginn skipta miklu máli fyrir innlenda framleiðslu. „Allt í allt er þetta 21 gámur af lambakjöti og gærum. Samkomulagið snýr að sölu á 160 tonnum af lambakjöti og 70.000 gærum. Þessi samningur er mjög mikilvægur bæði fyrir SAH afurðir sem og aðra á innlendum markaði,“ segir Gunnar Tryggvi. SAH afurðir eru í meirihlutaeigu Sölufélags Austur-Húnvetninga og Kjarnafæðis. Að mati Gunnars Tryggva er verðið sem félagið fær fyrir afurðirnar gott og í samræmi við verð á innanlandsmarkaði. Virði samningsins, sem undirritaður var í Asíu í síðustu viku, er allt að fjögur hundruð milljónir króna.SAmningur handsalaður Gunnar Tryggvi Halldórsson og fulltrúi asíska fyrirtækisins eftir undirritun í síðustu viku. Fréttablaðið/aðsend mynd „Þetta minnkar spennu á innlendum markaði. Margir eiga bæði kjöt og gærur frá síðustu sláturtíð og því er þetta kærkomið fyrir alla aðila að finna erlenda markaði fyrir framleiðsluna sem tilbúnir eru að greiða gott verð fyrir afurðirnar,“ segir Gunnar Tryggvi. „Það er alveg ljóst að þetta er hagstæðasti samningur sem við höfum náð hjá SAH afurðum um útflutning á kjöti. Þarna erum við að selja kjöt út á sama verði og á innanlandsmarkað sem er nýlunda hvað útflutning á lambakjöti snertir.“ Verkfall dýralækna hjá Matvælastofnun gæti sett strik í reikninginn. Allur útflutningur á kjötafurðum verður að fara í gegnum stofnunina og dýralæknar þurfa að votta afurðir sem fara úr landi. Sú stétt hefur nú verið í verkfalli í yfir mánuð og skiptir miklu fyrir aðila á markaðnum að kjaradeilan leysist sem fyrst. „Við þurfum að geta sent út gærurnar sem fyrst og vonumst eftir því að geta sent allt út í þessum mánuði. Það sem gæti stöðvað það er verkfall dýralækna því það þarf hleðslustaðfestingu og vottorð frá dýralæknum Matvælastofnunar til þess að við getum flutt afurðirnar út. Það er mjög mikilvægt fyrir þjóðarbúið að tryggja útflutning á afurðum sem þessum og hagur allra.“ Verkfall 2016 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
SAH afurðir ehf. á Blönduósi hafa náð samningum við fyrirtæki í Hong Kong um sölu á 160 tonnum af lambakjöti og 70 þúsund gærum. Markmiðið er að senda kjötið og gærurnar úr landi fyrir maílok. Verkfall dýralækna gæti sett strik í reikninginn. Gunnar Tryggvi Halldórsson, framkvæmdastjóri SAH afurða, segir samninginn skipta miklu máli fyrir innlenda framleiðslu. „Allt í allt er þetta 21 gámur af lambakjöti og gærum. Samkomulagið snýr að sölu á 160 tonnum af lambakjöti og 70.000 gærum. Þessi samningur er mjög mikilvægur bæði fyrir SAH afurðir sem og aðra á innlendum markaði,“ segir Gunnar Tryggvi. SAH afurðir eru í meirihlutaeigu Sölufélags Austur-Húnvetninga og Kjarnafæðis. Að mati Gunnars Tryggva er verðið sem félagið fær fyrir afurðirnar gott og í samræmi við verð á innanlandsmarkaði. Virði samningsins, sem undirritaður var í Asíu í síðustu viku, er allt að fjögur hundruð milljónir króna.SAmningur handsalaður Gunnar Tryggvi Halldórsson og fulltrúi asíska fyrirtækisins eftir undirritun í síðustu viku. Fréttablaðið/aðsend mynd „Þetta minnkar spennu á innlendum markaði. Margir eiga bæði kjöt og gærur frá síðustu sláturtíð og því er þetta kærkomið fyrir alla aðila að finna erlenda markaði fyrir framleiðsluna sem tilbúnir eru að greiða gott verð fyrir afurðirnar,“ segir Gunnar Tryggvi. „Það er alveg ljóst að þetta er hagstæðasti samningur sem við höfum náð hjá SAH afurðum um útflutning á kjöti. Þarna erum við að selja kjöt út á sama verði og á innanlandsmarkað sem er nýlunda hvað útflutning á lambakjöti snertir.“ Verkfall dýralækna hjá Matvælastofnun gæti sett strik í reikninginn. Allur útflutningur á kjötafurðum verður að fara í gegnum stofnunina og dýralæknar þurfa að votta afurðir sem fara úr landi. Sú stétt hefur nú verið í verkfalli í yfir mánuð og skiptir miklu fyrir aðila á markaðnum að kjaradeilan leysist sem fyrst. „Við þurfum að geta sent út gærurnar sem fyrst og vonumst eftir því að geta sent allt út í þessum mánuði. Það sem gæti stöðvað það er verkfall dýralækna því það þarf hleðslustaðfestingu og vottorð frá dýralæknum Matvælastofnunar til þess að við getum flutt afurðirnar út. Það er mjög mikilvægt fyrir þjóðarbúið að tryggja útflutning á afurðum sem þessum og hagur allra.“
Verkfall 2016 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira