Aðeins átján dagar á milli skjálftanna í Nepal Guðsteinn Bjarnason skrifar 13. maí 2015 00:01 Íbúar í Katmandú héldu út á opin svæði milli húsa þegar skjálftinn reið yfir í gær. Vísir/EPA Nepal Jarðskjálftinn í Nepal í gær mældist 7,3 stig og reið yfir skammt frá hlíðum Everestfjallsins. Meira en þúsund manns urðu fyrir meiðslum og tugir manna létust. Mikil skelfing braust út og öngþveiti ríkti í borgum og bæjum landsins. Aðeins átján dagar eru frá því enn stærri skjálfti reið þar yfir og kostaði þúsundir manna lífið. Hundruð þúsunda heimila eyðilögðust í skjálftanum 25. apríl og í gær eyðilögðust fjölmörg hús til viðbótar. Skjálftinn í gær varð 150 kílómetrum austar en skjálftinn fyrir hálfum mánuði. Nokkru minni eftirskjálfti varð svo enn austar og óttast er að keðjuverkun geti leitt af sér fleiri stóra jarðskjálfta áfram austur eftir flekaskilunum næstu mánuðina og árin.Bjargar bókunum sínum Drengur þessi leitaði í rústum heimilis síns að skólabókunum.fréttablaðið/EPaBandaríska landfræðistofnunin USGS telur líklegt að hundruð manna hafi látist í skjálftanum í gær. Stofnunin styðst við tölur um íbúafjölda á hamfarasvæðunum og reiknar út líkur á mannfalli. Þegar skjálftinn mikli reið yfir 25. apríl spáði stofnunin því að hann myndi hafa kostað meira en tíu þúsund manns lífið. Í gær var tala látinna komin yfir átta þúsund. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hefur sérstakar áhyggjur af örlögum barna á hamfarasvæðunum, en þau verða jafnan berskjaldaðri en aðrir íbúar þegar hamfarir af þessu tagi ríða yfir. Að sögn UNICEF á Íslandi hafa góðar viðtökur verið við neyðarsöfnun fyrir börn í Nepal. Í gær höfðu 14,5 milljónir króna safnast. Söfnunin er enn í fullum gangi og UNICEF hefur aukið dag frá degi við aðgerðir sínar á skjálftasvæðinu. Stærstu skjálftar hér á landi hafa mælst um 7 stig, en stóru skjálftarnir undanfarna áratugi hafa allir verið um 6,5 stig. Jarðskjálfti í Nepal Nepal Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Nepal Jarðskjálftinn í Nepal í gær mældist 7,3 stig og reið yfir skammt frá hlíðum Everestfjallsins. Meira en þúsund manns urðu fyrir meiðslum og tugir manna létust. Mikil skelfing braust út og öngþveiti ríkti í borgum og bæjum landsins. Aðeins átján dagar eru frá því enn stærri skjálfti reið þar yfir og kostaði þúsundir manna lífið. Hundruð þúsunda heimila eyðilögðust í skjálftanum 25. apríl og í gær eyðilögðust fjölmörg hús til viðbótar. Skjálftinn í gær varð 150 kílómetrum austar en skjálftinn fyrir hálfum mánuði. Nokkru minni eftirskjálfti varð svo enn austar og óttast er að keðjuverkun geti leitt af sér fleiri stóra jarðskjálfta áfram austur eftir flekaskilunum næstu mánuðina og árin.Bjargar bókunum sínum Drengur þessi leitaði í rústum heimilis síns að skólabókunum.fréttablaðið/EPaBandaríska landfræðistofnunin USGS telur líklegt að hundruð manna hafi látist í skjálftanum í gær. Stofnunin styðst við tölur um íbúafjölda á hamfarasvæðunum og reiknar út líkur á mannfalli. Þegar skjálftinn mikli reið yfir 25. apríl spáði stofnunin því að hann myndi hafa kostað meira en tíu þúsund manns lífið. Í gær var tala látinna komin yfir átta þúsund. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hefur sérstakar áhyggjur af örlögum barna á hamfarasvæðunum, en þau verða jafnan berskjaldaðri en aðrir íbúar þegar hamfarir af þessu tagi ríða yfir. Að sögn UNICEF á Íslandi hafa góðar viðtökur verið við neyðarsöfnun fyrir börn í Nepal. Í gær höfðu 14,5 milljónir króna safnast. Söfnunin er enn í fullum gangi og UNICEF hefur aukið dag frá degi við aðgerðir sínar á skjálftasvæðinu. Stærstu skjálftar hér á landi hafa mælst um 7 stig, en stóru skjálftarnir undanfarna áratugi hafa allir verið um 6,5 stig.
Jarðskjálfti í Nepal Nepal Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira