Segir ekki langt eftir í líftauginni Óli Kristján Ármannsson skrifar 14. maí 2015 07:00 Guðný Tómasdóttir með grís í fanginu. Mynd/Ormsstaðir „Héðan í frá skiptir hver dagur máli upp á hvað við höldum lengi út og ekkert langt eftir í líftauginni,“ segir Guðný Tómasdóttir, bóndi á svínabúinu að Ormsstöðum í Grímsnesi, um stöðu svínabænda í verkfalli dýralækna. „Í dag er erfiðast hversu langur tími er síðan þetta byrjaði. Svínabændur eru vanir að reka sinn rekstur með vikulegum greiðslum og nú er þetta komið í fjórar vikur,“ segir Guðný og bætir við að þótt framleiðslan komist ekki á markað sé ekkert lát á þeim gjöldum sem reksturinn þarf að greiða. „Fóður þarf að greiða tvisvar í mánuði og svo kemur allt annað sem fylgir því að reka þetta bú.“ Guðný bendir á að staða svínabænda hafi ekki verið sterk áður en kom að verkfallsaðgerðum BHM og mörg bú hafi verið rekin nálægt núlli og hafi ekki mikla sjóði til að vinna úr. „En svo horfir maður á þjóðfélagið og þykist ekki geta barmað sér þegar allt er á hliðinni á spítölunum, en maður verður náttúrlega að hugsa um rassinn á sjálfum sér.“ Bú Guðnýjar er fjölskyldufyrirtæki þar sem allt snýst um reksturinn. „Þetta er landbúnaður og við búum hér á jörðinni. Bankinn gefur ekkert eftir og hér er allt undir, heimilið og allt. Þegar þetta fer þá fer allt með því, ekki bara fyrirtækið,“ segir Guðný sem óttast upplausnarástand hjá sér og börnum sínum fari allt á versta veg. „En svona er þetta kannski bara með verkföll að þriðji aðili komi alltaf verst út úr þeim.“Svínabú eru nú komin að þolmörkum vegna þess hve þrengir að rekstrinum þegar ekki er hægt að slátra.Fréttablaðið/AuðunnÁ Ormsstöðum er lítill hluti framleiðslunnar seldur beint en megnið hefur farið í vinnslu hjá Sláturfélagi Suðurlands. Á búinu eru um 200 gyltur sem Guðný segir að sé undir meðalstærð á svínabúi hér á landi. Veltutölurnar séu samt þannig að reksturinn megi illa við tímafrekri stöðvun eins og nú. Þannig sé venjuleg greiðsla sem búið hafi fengið fyrir svínakjöt í hverri viku í kring um þrjár milljónir króna. „Stærstu greiðslurnar eru svo um mánaðamót og þá er maður bara kominn upp á velvild banka og aðila í kringum mann hvað maður lifir.“ Guðný segir sem betur fer ekki enn kominn tíma á að leita á náðir bankans hjá henni, enn sem komið er. „Ég er náttúrlega búinn að tala við minn fóðursala, en tölurnar eru bara svo háar og þetta er fljótt að vinda upp á sig.“ Guðný segir líka ljóst að litlu breyti fyrir bú að framleiða í frysti, því salan sé töpuð eftir sem áður. „Þótt þig langi í kótelettu sem þú færð ekki í dag, þá borðar þú ekkert tvær á morgun,“ segir hún og kveðst ekki alveg viss um að sömu rólegheit væru yfir stöðunni ef verkföllin væru að trufla sláturtíð að hausti. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Verkfallsaðgerðir í gangi Í dag hefur hluti félagsmanna BHM verið 38 daga í ótímabundnuverkfalli. 36 daga þeir sem næstlengst hafa verið og nokkrir hópar, dýralæknar þar á meðal, í 25 daga. 14. maí 2015 07:00 Birgðasöfnun vegna verkfalls gæti leitt til gjaldþrots Uppsafnaðar birgðir af svínakjöti og alifuglakjöti vegna verkfalls dýralækna nema mörgum hundruðum tonna. 14. maí 2015 07:00 Þolmörkum náð vegna tekjutaps Bændur í frumframleiðslu hafa mjög takmarkaða möguleika til að bjarga sér segir formaður Samtaka svínabænda um þrönga stöðu þeirra vegna tekjumissis í verkfalli BHM. 14. maí 2015 07:00 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
„Héðan í frá skiptir hver dagur máli upp á hvað við höldum lengi út og ekkert langt eftir í líftauginni,“ segir Guðný Tómasdóttir, bóndi á svínabúinu að Ormsstöðum í Grímsnesi, um stöðu svínabænda í verkfalli dýralækna. „Í dag er erfiðast hversu langur tími er síðan þetta byrjaði. Svínabændur eru vanir að reka sinn rekstur með vikulegum greiðslum og nú er þetta komið í fjórar vikur,“ segir Guðný og bætir við að þótt framleiðslan komist ekki á markað sé ekkert lát á þeim gjöldum sem reksturinn þarf að greiða. „Fóður þarf að greiða tvisvar í mánuði og svo kemur allt annað sem fylgir því að reka þetta bú.“ Guðný bendir á að staða svínabænda hafi ekki verið sterk áður en kom að verkfallsaðgerðum BHM og mörg bú hafi verið rekin nálægt núlli og hafi ekki mikla sjóði til að vinna úr. „En svo horfir maður á þjóðfélagið og þykist ekki geta barmað sér þegar allt er á hliðinni á spítölunum, en maður verður náttúrlega að hugsa um rassinn á sjálfum sér.“ Bú Guðnýjar er fjölskyldufyrirtæki þar sem allt snýst um reksturinn. „Þetta er landbúnaður og við búum hér á jörðinni. Bankinn gefur ekkert eftir og hér er allt undir, heimilið og allt. Þegar þetta fer þá fer allt með því, ekki bara fyrirtækið,“ segir Guðný sem óttast upplausnarástand hjá sér og börnum sínum fari allt á versta veg. „En svona er þetta kannski bara með verkföll að þriðji aðili komi alltaf verst út úr þeim.“Svínabú eru nú komin að þolmörkum vegna þess hve þrengir að rekstrinum þegar ekki er hægt að slátra.Fréttablaðið/AuðunnÁ Ormsstöðum er lítill hluti framleiðslunnar seldur beint en megnið hefur farið í vinnslu hjá Sláturfélagi Suðurlands. Á búinu eru um 200 gyltur sem Guðný segir að sé undir meðalstærð á svínabúi hér á landi. Veltutölurnar séu samt þannig að reksturinn megi illa við tímafrekri stöðvun eins og nú. Þannig sé venjuleg greiðsla sem búið hafi fengið fyrir svínakjöt í hverri viku í kring um þrjár milljónir króna. „Stærstu greiðslurnar eru svo um mánaðamót og þá er maður bara kominn upp á velvild banka og aðila í kringum mann hvað maður lifir.“ Guðný segir sem betur fer ekki enn kominn tíma á að leita á náðir bankans hjá henni, enn sem komið er. „Ég er náttúrlega búinn að tala við minn fóðursala, en tölurnar eru bara svo háar og þetta er fljótt að vinda upp á sig.“ Guðný segir líka ljóst að litlu breyti fyrir bú að framleiða í frysti, því salan sé töpuð eftir sem áður. „Þótt þig langi í kótelettu sem þú færð ekki í dag, þá borðar þú ekkert tvær á morgun,“ segir hún og kveðst ekki alveg viss um að sömu rólegheit væru yfir stöðunni ef verkföllin væru að trufla sláturtíð að hausti.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Verkfallsaðgerðir í gangi Í dag hefur hluti félagsmanna BHM verið 38 daga í ótímabundnuverkfalli. 36 daga þeir sem næstlengst hafa verið og nokkrir hópar, dýralæknar þar á meðal, í 25 daga. 14. maí 2015 07:00 Birgðasöfnun vegna verkfalls gæti leitt til gjaldþrots Uppsafnaðar birgðir af svínakjöti og alifuglakjöti vegna verkfalls dýralækna nema mörgum hundruðum tonna. 14. maí 2015 07:00 Þolmörkum náð vegna tekjutaps Bændur í frumframleiðslu hafa mjög takmarkaða möguleika til að bjarga sér segir formaður Samtaka svínabænda um þrönga stöðu þeirra vegna tekjumissis í verkfalli BHM. 14. maí 2015 07:00 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Verkfallsaðgerðir í gangi Í dag hefur hluti félagsmanna BHM verið 38 daga í ótímabundnuverkfalli. 36 daga þeir sem næstlengst hafa verið og nokkrir hópar, dýralæknar þar á meðal, í 25 daga. 14. maí 2015 07:00
Birgðasöfnun vegna verkfalls gæti leitt til gjaldþrots Uppsafnaðar birgðir af svínakjöti og alifuglakjöti vegna verkfalls dýralækna nema mörgum hundruðum tonna. 14. maí 2015 07:00
Þolmörkum náð vegna tekjutaps Bændur í frumframleiðslu hafa mjög takmarkaða möguleika til að bjarga sér segir formaður Samtaka svínabænda um þrönga stöðu þeirra vegna tekjumissis í verkfalli BHM. 14. maí 2015 07:00