Ný Icesave-ógn vomir yfir: Hundruð milljarða í húfi fyrir Ísland Kolbeinn Óttarsson Proppe skrifar 19. maí 2015 07:00 Guðrún Þorleifsdóttir, formaður stjórnar TIF, segist frekar bjartsýn á niðurstöðuna. Alltaf sé þó óvissa þegar dómsmál er höfðað. Ljóst sé að Icesave sé hvergi lokið. EFTA-dómstóllinn mun taka afstöðu til þriggja spurninga varðandi það hvort sú tilhögun sem gripið var til varðandi samkomulag um Icesave standist EES-samninginn. Breski lögfræðingurinn Tim Ward hefur verið ráðinn til að fara með mál Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta (TIF), en hann var í lögmannateyminu sem sá um Icesave-málið á sínum tíma.Tim Ward er virtur breskur lögfræðingur. Hann var málflutningsmaður Íslands í Icesave-málinu fyrir EFTA-dómstólnum og fyrir það valdi breska tímaritið The Lawyer hann málflutningsmann ársins árið 2013.Erfitt er að henda reiður á því hve háar fjárhæðir felast í ýtrustu kröfum Breta og Hollendinga. TIF sendi frá sér tilkynningu í fyrra þar sem því var lýst yfir að kröfurnar næmu um 556 milljörðum króna. Þar af nam krafa Hollendinga 103,6 milljörðum króna. Þeir hafa nú fallið frá höfuðstólskröfu sinni, en krefjast enn vaxta og kostnaðar. Gunnar Viðar, lögmaður TIF, segir ljóst að krafan sé hærri. „Á þeim tíma voru vextir og kostnaður talin taka kröfuna upp í um 1.000 milljarða króna.“ Hæstiréttur Íslands staðfesti á dögunum úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að Bretum og Hollendingum yrði leyft að leggja þrjár spurningar fyrir EFTA-dómstólinn.Mikill meirihluti Alþingi samþykkti síðari Icesave-samninginn 16. febrúar árið 2011 með miklum meirihluta, en aðeins 16 þingmenn voru á móti honum. Munaði þar mestu um að Sjálfstæðisflokkurinn studdi stjórnina í málinu. Vísir/GVASpurningarnar lúta að því hvort það samræmist EES-samningnum að skuldbindingar innstæðutryggingarsjóðs takmarkist við eignirnar á þeim tíma sem innstæður verða ótiltæk innlán þótt eignirnar dugi ekki til lágmarkstryggingar, hvort heimilt sé að stofna nýja deild um innlánstryggingarsjóð eins og gert var hér á landi og hvort það hafi verið heimilt að takmarka útgreiðslu úr sjóðnum við það sem tiltækt er í honum og krefjast þess að fallið verði frá frekari kröfum. Guðrún Þorleifsdóttir, formaður stjórnar TIF, segir að alltaf sé þó óvissa þegar dómsmál er höfðað. Ljóst sé að Icesave sé hvergi lokið. „Nei, þetta er náttúrulega klárlega partur af Icesave-málinu.“ Hún segist þó tiltölulega bjartsýn á niðurstöðuna. „Það er þó alltaf ákveðin óvissa þegar búið er að höfða mál og gildandi réttur er kannski hvergi skráður hvað þessi atriði varðar nákvæmlega.“ Verði úrskurður EFTA-dómstólsins Bretum og Hollendingum í hag þurfa þeir að reka mál gegn íslenskum stjórnvöldum fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Alþingi Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Hafna ásökunum um smánarlaun Viðskipti innlent Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
EFTA-dómstóllinn mun taka afstöðu til þriggja spurninga varðandi það hvort sú tilhögun sem gripið var til varðandi samkomulag um Icesave standist EES-samninginn. Breski lögfræðingurinn Tim Ward hefur verið ráðinn til að fara með mál Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta (TIF), en hann var í lögmannateyminu sem sá um Icesave-málið á sínum tíma.Tim Ward er virtur breskur lögfræðingur. Hann var málflutningsmaður Íslands í Icesave-málinu fyrir EFTA-dómstólnum og fyrir það valdi breska tímaritið The Lawyer hann málflutningsmann ársins árið 2013.Erfitt er að henda reiður á því hve háar fjárhæðir felast í ýtrustu kröfum Breta og Hollendinga. TIF sendi frá sér tilkynningu í fyrra þar sem því var lýst yfir að kröfurnar næmu um 556 milljörðum króna. Þar af nam krafa Hollendinga 103,6 milljörðum króna. Þeir hafa nú fallið frá höfuðstólskröfu sinni, en krefjast enn vaxta og kostnaðar. Gunnar Viðar, lögmaður TIF, segir ljóst að krafan sé hærri. „Á þeim tíma voru vextir og kostnaður talin taka kröfuna upp í um 1.000 milljarða króna.“ Hæstiréttur Íslands staðfesti á dögunum úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að Bretum og Hollendingum yrði leyft að leggja þrjár spurningar fyrir EFTA-dómstólinn.Mikill meirihluti Alþingi samþykkti síðari Icesave-samninginn 16. febrúar árið 2011 með miklum meirihluta, en aðeins 16 þingmenn voru á móti honum. Munaði þar mestu um að Sjálfstæðisflokkurinn studdi stjórnina í málinu. Vísir/GVASpurningarnar lúta að því hvort það samræmist EES-samningnum að skuldbindingar innstæðutryggingarsjóðs takmarkist við eignirnar á þeim tíma sem innstæður verða ótiltæk innlán þótt eignirnar dugi ekki til lágmarkstryggingar, hvort heimilt sé að stofna nýja deild um innlánstryggingarsjóð eins og gert var hér á landi og hvort það hafi verið heimilt að takmarka útgreiðslu úr sjóðnum við það sem tiltækt er í honum og krefjast þess að fallið verði frá frekari kröfum. Guðrún Þorleifsdóttir, formaður stjórnar TIF, segir að alltaf sé þó óvissa þegar dómsmál er höfðað. Ljóst sé að Icesave sé hvergi lokið. „Nei, þetta er náttúrulega klárlega partur af Icesave-málinu.“ Hún segist þó tiltölulega bjartsýn á niðurstöðuna. „Það er þó alltaf ákveðin óvissa þegar búið er að höfða mál og gildandi réttur er kannski hvergi skráður hvað þessi atriði varðar nákvæmlega.“ Verði úrskurður EFTA-dómstólsins Bretum og Hollendingum í hag þurfa þeir að reka mál gegn íslenskum stjórnvöldum fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
Alþingi Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Hafna ásökunum um smánarlaun Viðskipti innlent Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira