„Þetta gekk nú bara eins og draumur“ Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 22. maí 2015 07:00 Hrefna segir þjónustuna á Landspítalanum frábæra miðað við að verkföll ljósmæðra sé í gangi Fréttablaðið/Vilhelm „Þetta gekk nú bara eins og draumur,“ sagði Hrefna Sif Ármannsdóttir nýbökuð móðir. Hrefna eignaðist son 10. maí síðastliðinn, á mæðradaginn, ásamt kærasta sínum Stefáni Jóni Sigurðssyni. Hún fann persónulega ekki mikið fyrir verkfalli ljósmæðra á Landspítalanum. „Allri lágmarksþjónustu er auðvitað sinnt. Þetta er einn af þeim hlutum sem er ekki hægt að fresta,“ segir Hrefna sem lofar þjónustuna sem hún fékk á spítalanum. „Þær eru alveg yndislegar í heimaþjónustunni.“ En Hrefna veit af öðrum mæðrum sem fengu skerta þjónustu vegna verkfalla. „Einhverjar hafa misst af sónar og þurft að endurskipuleggja heimsóknir í mæðravernd.“ Hrefna er í svokölluðum bumbuhóp á Facebook þar sem nýbakaðar og verðandi mæður deila reynslusögum. Hún segir að þar sé upplifun kvenna mismunandi vegna verkfallsins. Algengt er samkvæmt umræðum á hópnum að mæður geti ekki verið í Hreiðrinu á Landspítalanum og eru settar fjarri nýfæddu barninu sem dvelur á vökudeildinni. Þá eru sumar sem hafa þurft að fresta gangsetningu. „Veit um konur sem áttu pantaða gangsetningu í gær og voru sendar heim þegar þær mættu og fóru skiljanlega að hágráta og ekkert víst hvernig verður með mína gangsetningu í næstu viku,“ skrifar ein kvennanna í hópnum. Verkfall 2016 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Fleiri fréttir Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Sjá meira
„Þetta gekk nú bara eins og draumur,“ sagði Hrefna Sif Ármannsdóttir nýbökuð móðir. Hrefna eignaðist son 10. maí síðastliðinn, á mæðradaginn, ásamt kærasta sínum Stefáni Jóni Sigurðssyni. Hún fann persónulega ekki mikið fyrir verkfalli ljósmæðra á Landspítalanum. „Allri lágmarksþjónustu er auðvitað sinnt. Þetta er einn af þeim hlutum sem er ekki hægt að fresta,“ segir Hrefna sem lofar þjónustuna sem hún fékk á spítalanum. „Þær eru alveg yndislegar í heimaþjónustunni.“ En Hrefna veit af öðrum mæðrum sem fengu skerta þjónustu vegna verkfalla. „Einhverjar hafa misst af sónar og þurft að endurskipuleggja heimsóknir í mæðravernd.“ Hrefna er í svokölluðum bumbuhóp á Facebook þar sem nýbakaðar og verðandi mæður deila reynslusögum. Hún segir að þar sé upplifun kvenna mismunandi vegna verkfallsins. Algengt er samkvæmt umræðum á hópnum að mæður geti ekki verið í Hreiðrinu á Landspítalanum og eru settar fjarri nýfæddu barninu sem dvelur á vökudeildinni. Þá eru sumar sem hafa þurft að fresta gangsetningu. „Veit um konur sem áttu pantaða gangsetningu í gær og voru sendar heim þegar þær mættu og fóru skiljanlega að hágráta og ekkert víst hvernig verður með mína gangsetningu í næstu viku,“ skrifar ein kvennanna í hópnum.
Verkfall 2016 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Fleiri fréttir Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Sjá meira