Gagnrýna hátt verðlag á ferðamannastöðum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. maí 2015 09:15 Neytendasamtökin munu skoða verðlag á ferðamannastöðum á næstu misserum. VÍSIR/GVA „Ferðamenn skilja oft ekki hvernig við Íslendingar getum lifað á þessu landi. Þeir tala þá aðallega um verð á mat og verð á veitingastöðum miðað við meðallaun Íslendinga," segir Kári Jónasson, stjórnarmaður í Félagi leiðsögumanna, um hátt verðlag á ferðamannastöðum á Íslandi. Kári hefur að undanförnu skoðað verð á ýmsum ferðamannastöðum á landinu. „Hátt verðlag á ferðamannastöðum er mjög neikvætt fyrir erlenda ferðamenn sem og Íslendinga sem langar að ferðast um landið,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna.Jóhannes Gunnarsson„Verðlagning á Íslandi er frjáls og hafa Neytendasamtökin því engar lagaheimildir til þess að grípa til aðgerða gegn ríflegri álagningu á ferðamannastöðum. Ef menn eru þó farnir að fara langt yfir það sem eðlilegt telst verðum við að kanna hvað sé hægt að gera,“ segir Jóhannes og bætir því við að hátt verðlag á ferðamannastöðum sé gagnrýnisvert fyrir Ísland sem ferðamannaland. „Ég minni líka á það að neytendur á Íslandi eiga að vera gagnrýnir og forðast staði sem selja á óhóflegu verði.“ Neytendasamtökin munu skoða verðlag á ferðamannastöðum á næstu misserum. „Ég var með ferðamann um daginn sem keypti sér bol á 1.500 kr. merktan Hellisheiðarvirkjun. Daginn eftir vorum við í Bláa lóninu og þar kostaði bolur merktur frá þeim um 4.950 kr. Ekki get ég ímyndað mér mikinn gæðamun,” segir Kári.Kári Jónasson, stjórnarmaður í Félagi leiðsögumanna.Kári skoðaði einnig verð á svokölluðum Bjórvettlingum. Bjórvettlingar eru framleiddir á íslandi og eru vettlingar úr ull með hólfi fyrir drykki sem haldast kaldir. „Mér var alveg ofboðið þegar ég sá verðið á vettlingunum í Vík. Þeir kostuðu heilar 5.000 kr., en sams konar vettlingar frá Icewear kosta 1.900 kr.“ Auk þessa skoðaði Kári verð á íslenska súkkulaðinu Omnom. „Sextíu og fimm grömm af súkkulaði á 1.490 kr. Hvað kosta þá 100 grömm? Ég spurði afgreiðslustúlku í Bláa lóninu hvort súkkulaðið seldist og hún sagði að mikið seldist af því,“ segir Kári og bætir við að hann bendi ferðamönnum á að kaupa súkkulaði frá Nóa Síríus á mun lægra verði. „Ég myndi ekki benda fólki á að kaupa súkkulaði frá Omnom.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
„Ferðamenn skilja oft ekki hvernig við Íslendingar getum lifað á þessu landi. Þeir tala þá aðallega um verð á mat og verð á veitingastöðum miðað við meðallaun Íslendinga," segir Kári Jónasson, stjórnarmaður í Félagi leiðsögumanna, um hátt verðlag á ferðamannastöðum á Íslandi. Kári hefur að undanförnu skoðað verð á ýmsum ferðamannastöðum á landinu. „Hátt verðlag á ferðamannastöðum er mjög neikvætt fyrir erlenda ferðamenn sem og Íslendinga sem langar að ferðast um landið,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna.Jóhannes Gunnarsson„Verðlagning á Íslandi er frjáls og hafa Neytendasamtökin því engar lagaheimildir til þess að grípa til aðgerða gegn ríflegri álagningu á ferðamannastöðum. Ef menn eru þó farnir að fara langt yfir það sem eðlilegt telst verðum við að kanna hvað sé hægt að gera,“ segir Jóhannes og bætir því við að hátt verðlag á ferðamannastöðum sé gagnrýnisvert fyrir Ísland sem ferðamannaland. „Ég minni líka á það að neytendur á Íslandi eiga að vera gagnrýnir og forðast staði sem selja á óhóflegu verði.“ Neytendasamtökin munu skoða verðlag á ferðamannastöðum á næstu misserum. „Ég var með ferðamann um daginn sem keypti sér bol á 1.500 kr. merktan Hellisheiðarvirkjun. Daginn eftir vorum við í Bláa lóninu og þar kostaði bolur merktur frá þeim um 4.950 kr. Ekki get ég ímyndað mér mikinn gæðamun,” segir Kári.Kári Jónasson, stjórnarmaður í Félagi leiðsögumanna.Kári skoðaði einnig verð á svokölluðum Bjórvettlingum. Bjórvettlingar eru framleiddir á íslandi og eru vettlingar úr ull með hólfi fyrir drykki sem haldast kaldir. „Mér var alveg ofboðið þegar ég sá verðið á vettlingunum í Vík. Þeir kostuðu heilar 5.000 kr., en sams konar vettlingar frá Icewear kosta 1.900 kr.“ Auk þessa skoðaði Kári verð á íslenska súkkulaðinu Omnom. „Sextíu og fimm grömm af súkkulaði á 1.490 kr. Hvað kosta þá 100 grömm? Ég spurði afgreiðslustúlku í Bláa lóninu hvort súkkulaðið seldist og hún sagði að mikið seldist af því,“ segir Kári og bætir við að hann bendi ferðamönnum á að kaupa súkkulaði frá Nóa Síríus á mun lægra verði. „Ég myndi ekki benda fólki á að kaupa súkkulaði frá Omnom.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira