Óttast lög á verkfallið Jón Hákon Halldórsson skrifar 1. júní 2015 07:00 Aðstoðarmaður forstjóra segir að starfsemi spítalans hafi gengið vel um helgina, en ástandið geti ekki verið óbreytt til lengdar. fréttablaðið/ernir „Það er ekkert að gerast,“ segir Ólafur G. Skúlason, formaður Félags hjúkrunarfræðinga, í samtali við Fréttablaðið, aðspurður hver staðan sé í kjarasamningaviðræðunum. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga sleit síðla dags á föstudaginn viðræðum sínum við samninganefnd ríkisins. Ólafur segir að hjúkrunarfræðingar hafi fengið tilboð um svipaðar krónutöluhækkanir og almenni markaðurinn fékk. „Það sem hefði gerst við þennan samning er að eftir fjögur ár hefðu byrjunarlaun hjúkrunarfræðings farið úr 304 þúsund í 359 þúsund, á meðan lágmarkslaun á almenna markaðnum yrðu 300 þúsund. Hjúkrunarfræðingur myndi aldrei samþykkja slíkan samning,“ segir Ólafur. Hann ítrekar að hjúkrunarfræðingar vilji að menntun og ábyrgð þeirra séu metin til launa og að störf hjúkrunarfræðings verði eftirsóknarverð. „Af því að það er svo mikill flótti í stéttinni. Verkfall í dag verður bara venjuleg mönnun í framtíðinni ef ekki verður gert eitthvað í launamálum hjúkrunarfræðinga,“ segir Ólafur. Samkvæmt upplýsingum frá Bandalagi háskólamanna er staðan í viðræðum þeirra við ríkið svipuð og í viðræðum hjúkrunarfræðinga. Magnús Pétursson, fráfarandi ríkissáttasemjari, segist hafa átt óformleg samskipti við deiluaðila um helgina. „En ég boða ekki til fundar nema að það sé tilefni til þess,“ segir hann. Formaður Félags hjúkrunarfræðinga segist hræddur um að fljótlega verði farið að huga að því að setja lög á verkfallið, en það muni ekki leysa neitt vandamál. „Þú frestar kannski vandanum um einhvern tíma en hann er ennþá til staðar og ég hef heyrt það á félagsmönnum okkar að þeir munu ekki allir sætta sig við að það verði sett á okkur lög,“ segir Ólafur. Hann hafi heyrt af hjúkrunarfræðingum sem muni segja upp ef lög verði sett á verkfallið. En þar tali hver og einn hjúkrunarfræðingur fyrir sig sjálfur. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans, segir að þrátt fyrir verkfallið hafi helgin gengið vel. En ástandið geti ekki gengið svona til lengdar. „Það gengur þokkalega að innskrifa, en mjög hægt að útskrifa. „En hann endar, þessi góði tími. Það er alveg öruggt mál,“ segir hún. Ástæðan fyrir því að innskriftir ganga betur en útskriftir er sú að það voru laus pláss á spítalanum sem hefur þó fækkað. Aftur á móti vantar aðila til að taka á móti fólkinu eftir útskrift. Heimahjúkrun tekur síður við sjúklingum vegna verkfallsins og hið sama gildir um ýmsar stofnanir. Verkfall 2016 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
„Það er ekkert að gerast,“ segir Ólafur G. Skúlason, formaður Félags hjúkrunarfræðinga, í samtali við Fréttablaðið, aðspurður hver staðan sé í kjarasamningaviðræðunum. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga sleit síðla dags á föstudaginn viðræðum sínum við samninganefnd ríkisins. Ólafur segir að hjúkrunarfræðingar hafi fengið tilboð um svipaðar krónutöluhækkanir og almenni markaðurinn fékk. „Það sem hefði gerst við þennan samning er að eftir fjögur ár hefðu byrjunarlaun hjúkrunarfræðings farið úr 304 þúsund í 359 þúsund, á meðan lágmarkslaun á almenna markaðnum yrðu 300 þúsund. Hjúkrunarfræðingur myndi aldrei samþykkja slíkan samning,“ segir Ólafur. Hann ítrekar að hjúkrunarfræðingar vilji að menntun og ábyrgð þeirra séu metin til launa og að störf hjúkrunarfræðings verði eftirsóknarverð. „Af því að það er svo mikill flótti í stéttinni. Verkfall í dag verður bara venjuleg mönnun í framtíðinni ef ekki verður gert eitthvað í launamálum hjúkrunarfræðinga,“ segir Ólafur. Samkvæmt upplýsingum frá Bandalagi háskólamanna er staðan í viðræðum þeirra við ríkið svipuð og í viðræðum hjúkrunarfræðinga. Magnús Pétursson, fráfarandi ríkissáttasemjari, segist hafa átt óformleg samskipti við deiluaðila um helgina. „En ég boða ekki til fundar nema að það sé tilefni til þess,“ segir hann. Formaður Félags hjúkrunarfræðinga segist hræddur um að fljótlega verði farið að huga að því að setja lög á verkfallið, en það muni ekki leysa neitt vandamál. „Þú frestar kannski vandanum um einhvern tíma en hann er ennþá til staðar og ég hef heyrt það á félagsmönnum okkar að þeir munu ekki allir sætta sig við að það verði sett á okkur lög,“ segir Ólafur. Hann hafi heyrt af hjúkrunarfræðingum sem muni segja upp ef lög verði sett á verkfallið. En þar tali hver og einn hjúkrunarfræðingur fyrir sig sjálfur. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans, segir að þrátt fyrir verkfallið hafi helgin gengið vel. En ástandið geti ekki gengið svona til lengdar. „Það gengur þokkalega að innskrifa, en mjög hægt að útskrifa. „En hann endar, þessi góði tími. Það er alveg öruggt mál,“ segir hún. Ástæðan fyrir því að innskriftir ganga betur en útskriftir er sú að það voru laus pláss á spítalanum sem hefur þó fækkað. Aftur á móti vantar aðila til að taka á móti fólkinu eftir útskrift. Heimahjúkrun tekur síður við sjúklingum vegna verkfallsins og hið sama gildir um ýmsar stofnanir.
Verkfall 2016 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira