Í líflínu banka vegna verkfalls dýralækna Sveinn Arnarsson skrifar 2. júní 2015 07:00 Gjaldþrot blasir við sláturhúsinu B. Jensen í Eyjafirði ef ekki næst að semja. Lítil sem engin innkoma er í verkfalli dýralækna hjá Matvælastofnun. Sláturhúsið B. Jensen í Hörgárbyggð í Eyjafirði er nú í líflínu hjá viðskiptabanka fyrirtækisins. Fyrirtækið er eina sláturhúsið á landinu sem er verktakahús í slátrun og hefur lítið sem ekkert verið slátrað nú síðustu sjö vikur í verkfalli dýralækna hjá Matvælastofnun. „Lausafé fyrirtækisins er uppurið og bankinn heldur í okkur lífinu eins og staðan er núna. Það er með þeirra góðvild að fyrirtækið er enn starfandi,“ segir Erik Jensen, framkvæmdastjóri B. Jensen. „Við höfum verið með 17 starfsmenn á launum allt verkfallið en höfum ekkert fengið inn í tekjur sem getur staðið undir þessum rekstri.“ Að mati Eriks er verið að stefna uppbyggingu sem hefur staðið yfir í fjölda áratuga í hættu vegna verkfalls dýralækna. Fyrirtækið geti ekki reitt sig á velvild bankastofnana lengi. Bankinn gæti stöðvað fyrirgreiðslu án fyrirvara og gjaldþrot yrði óumflýjanlegt. „Ég skil ekki að ríkið skuli ekki vera búið að semja við þetta fólk og á meðan er farið svona illa með fyrirtæki í greininni. Hjá okkur erum við að tala um tap sem samsvarar á fjórða tug milljóna og það mun taka langan tíma að reyna að vinna upp þennan halla sem kominn er á reksturinn,“ segir Erik.Jón Gíslason forstjóri MatvælastofnunarJón Gíslason, forstjóri Matvælastofnunar, segir verkfallið hafa mikil áhrif á þriðja aðila. „Þetta er mjög erfitt ástand þó að vísu sé verið að veita undanþágur í svína- og alifuglaslátrun. Verkfallið hefur staðið yfir það lengi að það skapar gríðarlega erfiðar aðstæður fyrir þriðja aðila. Við vonum að menn nái saman og að þetta fari að leysast sem allra fyrst,“ segir Jón. Á meðan þokast ekkert í samningaviðræðum. Síðasti fundur var haldinn á föstudaginn, 29. maí. Stóð sá fundur fram eftir degi en var að mestu leyti árangurslaus. Ekki hefur enn verið boðað til nýs fundar í deilu dýralækna. Sömu sögu má segja af verkfalli hjúkrunarfræðinga. Fundur var haldinn síðastliðinn föstudag en skilaði engum árangri. Hjúkrunarfræðingar höfnuðu samningstilboði ríkisins. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar í þeirri deilu heldur. Verkfall 2016 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira
Sláturhúsið B. Jensen í Hörgárbyggð í Eyjafirði er nú í líflínu hjá viðskiptabanka fyrirtækisins. Fyrirtækið er eina sláturhúsið á landinu sem er verktakahús í slátrun og hefur lítið sem ekkert verið slátrað nú síðustu sjö vikur í verkfalli dýralækna hjá Matvælastofnun. „Lausafé fyrirtækisins er uppurið og bankinn heldur í okkur lífinu eins og staðan er núna. Það er með þeirra góðvild að fyrirtækið er enn starfandi,“ segir Erik Jensen, framkvæmdastjóri B. Jensen. „Við höfum verið með 17 starfsmenn á launum allt verkfallið en höfum ekkert fengið inn í tekjur sem getur staðið undir þessum rekstri.“ Að mati Eriks er verið að stefna uppbyggingu sem hefur staðið yfir í fjölda áratuga í hættu vegna verkfalls dýralækna. Fyrirtækið geti ekki reitt sig á velvild bankastofnana lengi. Bankinn gæti stöðvað fyrirgreiðslu án fyrirvara og gjaldþrot yrði óumflýjanlegt. „Ég skil ekki að ríkið skuli ekki vera búið að semja við þetta fólk og á meðan er farið svona illa með fyrirtæki í greininni. Hjá okkur erum við að tala um tap sem samsvarar á fjórða tug milljóna og það mun taka langan tíma að reyna að vinna upp þennan halla sem kominn er á reksturinn,“ segir Erik.Jón Gíslason forstjóri MatvælastofnunarJón Gíslason, forstjóri Matvælastofnunar, segir verkfallið hafa mikil áhrif á þriðja aðila. „Þetta er mjög erfitt ástand þó að vísu sé verið að veita undanþágur í svína- og alifuglaslátrun. Verkfallið hefur staðið yfir það lengi að það skapar gríðarlega erfiðar aðstæður fyrir þriðja aðila. Við vonum að menn nái saman og að þetta fari að leysast sem allra fyrst,“ segir Jón. Á meðan þokast ekkert í samningaviðræðum. Síðasti fundur var haldinn á föstudaginn, 29. maí. Stóð sá fundur fram eftir degi en var að mestu leyti árangurslaus. Ekki hefur enn verið boðað til nýs fundar í deilu dýralækna. Sömu sögu má segja af verkfalli hjúkrunarfræðinga. Fundur var haldinn síðastliðinn föstudag en skilaði engum árangri. Hjúkrunarfræðingar höfnuðu samningstilboði ríkisins. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar í þeirri deilu heldur.
Verkfall 2016 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira