Af dramblátum bavíönum og valdamönnum Sif Sigmarsdóttir skrifar 5. júní 2015 08:00 Fred Goodwin var hamstola af bræði. Hvernig gat þetta hafa gerst? Sérstaklega í nýju höfuðstöðvunum. Hann hélt að hann hefði gert allt til þess að stjórn fyrirtækisins þyrfti ekki að líða slíkan hrylling. Hann hafði unnið náið með arkitektunum. Hann hafði sjálfur valið veggfóðrið – það var úr silki. Hvernig hafði eitthvað svo óhugnanlegt brotist inn fyrir fagurfræðilegan varnarmúrinn? Tölvupóstur var sendur til allra starfsmanna sem tengdust atvikinu. Þetta yrði ekki liðið. Ef þetta gerðist aftur yrðu afleiðingarnar alvarlegar. Starfsfólki yrði refsað. Hann var jú forstjórinn. Það var hlutverk hans að halda uppi aga. Sýna hörku. Starfsfólk Royal Bank of Scotland var vant því að lifa í stöðugum ótta við skapofsa yfirmanns bankans, Freds Goodwin. Hann vildi ráða öllu. Ekkert var honum óviðkomandi. Hann vildi fá að ráða því hvernig hálsbindi menn gengu með. Hann tjúllaðist ef ekki var flogið sérstaklega með ferska ávexti handa honum frá París á hverjum degi. En sjaldan hafði hann orðið jafnreiður og þegar boðið var upp á ódýrt, bleikt ískex með morgunkaffinu á stjórnarfundi.Völd eins og kókaín Ian Robertson er prófessor í hugrænum taugavísindum við Trinity háskólann í Dyflinni á Írlandi. Árið 2012 skrifaði hann bók um hvaða áhrif völd hafa á heila fólks. Í ljós kemur að völd eru jafnávanabindandi og kókaín. Rannsóknir hafa sýnt að völd, rétt eins og kókaín, hafa áhrif á magn taugaboðefnisins dópamíns í heila. Áhrif þess að öðlast völd og að taka kókaín eru nánast þau sömu. Robertson vísar í rannsóknir sem gerðar voru á bavíönum. Því neðar sem bavíani er í valdapíramída samfélags síns því minna dópamín er í heila hans. Sé bavíaninn hins vegar „hækkaður í tign“ eykst dópamínið í heilanum. Sömu áhrifa gætir hjá fólki komist það til valda. Áhrif dópamíns geta verið jákvæð. Fólk fyllist orku, sjálfstrausti og sælutilfinningu. Of mikið dópamín getur hins vegar haft neikvæð áhrif og leitt til hroka, óþolinmæði og vænisýki. Robertson leiðir að því líkur í bók sinni að völd breyti persónuleika og hegðun fólks. Tekur hann hegðun Freds Goodwin sem dæmi um framkomu sem aðeins sjáist í fari einhvers sem hefur mikil völd, einhvers sem kominn er yfir strikið svo að áhrif alls dópamínsins eru orðin neikvæð. En dramb er falli næst. Orðtakinu fékk Fred Goodwin að kynnast af eigin raun stuttu eftir að hann hellti sér yfir starfsfólk Royal Bank of Scotland vegna bleika ískexins. Bankinn fór á hausinn með meiri tilþrifum en sést hefur í breskri viðskiptasögu. Árið 2008 nam tap hans 24 milljörðum punda sem er mesta tap fyrirtækis sem sést hefur í Bretlandi. Breska ríkið þurfti að hlaupa undir bagga og var bankinn ríkisvæddur. Fred Goodwin var látinn fjúka.Hroki, frekja og fánýti Mönnum fara völd misvel. Ólíklegt er að öllum fari þau jafnilla og Fred Goodwin. Og þó. Stundum er eins og á einni helstu valdastofnun Íslands, Alþingi, starfi einmitt hópur velklæddra bavíana sem hnutu um tilviljun, hentust upp valdapíramídann, lentu með nefið á línu af kókaíni, sugu það upp og ráfa nú reikulir um sali löggjafarsamkundunnar með höfuðið fullt af dópamíni og ranghugmyndum um eigið ágæti. Í vikunni átti sér stað á Alþingi atvik í anda bleika ískexins hjá Royal Bank of Scotland hvað varðar hroka, frekju og fánýti. Hið svo kallaða flugvallarfrumvarp sem færir skipulagsvaldið yfir m.a. flugvellinum í Vatnsmýri frá Reykjavíkurborg til Alþingis var afgreitt nánast umræðulaust úr umhverfis- og samgöngunefnd fyrir forgöngu formanns nefndarinnar. Eins og þrír stjórnarandstæðingar bentu á í aðsendri grein hér á síðum Fréttablaðsins í kjölfarið er málið hið furðulegasta. „Ekkert hefur það að gera með þau mál sem brýnust eru í samfélaginu um þessar mundir, svo sem kjaradeilu BHM og heilbrigðisstarfsmanna, húsnæðismálin eða gjaldeyrishöftin.“ Þessi atlaga Framsóknar að stjórnarskrárvörðum réttindum sveitarfélaga er liður í valdafylleríi sem farið er úr böndunum. Flokkurinn er eins og hópur af unglingum sem komst í vínskápinn þegar pabbi og mamma voru ekki heima og kann ekki með veigarnar að fara. Framsóknarmönnum nægir ekki að æla yfir heilu sætaraðirnar í flugvélum heldur verða landsmenn allir nú fyrir spýju geðþóttaákvarðana þeirra og frekju, valdhroka sem stiginn er þeim til höfuðs í bókstaflegri merkingu í formi dópamíns. En hvort sem ofríkið snýr að bleiku ískexi eða flugvellinum í Vatnsmýrinni vitum við öll hvað er handan hornsins. Því eins og Fred Goodwin fékk að kynnast: Dramb er falli næst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Sjá meira
Fred Goodwin var hamstola af bræði. Hvernig gat þetta hafa gerst? Sérstaklega í nýju höfuðstöðvunum. Hann hélt að hann hefði gert allt til þess að stjórn fyrirtækisins þyrfti ekki að líða slíkan hrylling. Hann hafði unnið náið með arkitektunum. Hann hafði sjálfur valið veggfóðrið – það var úr silki. Hvernig hafði eitthvað svo óhugnanlegt brotist inn fyrir fagurfræðilegan varnarmúrinn? Tölvupóstur var sendur til allra starfsmanna sem tengdust atvikinu. Þetta yrði ekki liðið. Ef þetta gerðist aftur yrðu afleiðingarnar alvarlegar. Starfsfólki yrði refsað. Hann var jú forstjórinn. Það var hlutverk hans að halda uppi aga. Sýna hörku. Starfsfólk Royal Bank of Scotland var vant því að lifa í stöðugum ótta við skapofsa yfirmanns bankans, Freds Goodwin. Hann vildi ráða öllu. Ekkert var honum óviðkomandi. Hann vildi fá að ráða því hvernig hálsbindi menn gengu með. Hann tjúllaðist ef ekki var flogið sérstaklega með ferska ávexti handa honum frá París á hverjum degi. En sjaldan hafði hann orðið jafnreiður og þegar boðið var upp á ódýrt, bleikt ískex með morgunkaffinu á stjórnarfundi.Völd eins og kókaín Ian Robertson er prófessor í hugrænum taugavísindum við Trinity háskólann í Dyflinni á Írlandi. Árið 2012 skrifaði hann bók um hvaða áhrif völd hafa á heila fólks. Í ljós kemur að völd eru jafnávanabindandi og kókaín. Rannsóknir hafa sýnt að völd, rétt eins og kókaín, hafa áhrif á magn taugaboðefnisins dópamíns í heila. Áhrif þess að öðlast völd og að taka kókaín eru nánast þau sömu. Robertson vísar í rannsóknir sem gerðar voru á bavíönum. Því neðar sem bavíani er í valdapíramída samfélags síns því minna dópamín er í heila hans. Sé bavíaninn hins vegar „hækkaður í tign“ eykst dópamínið í heilanum. Sömu áhrifa gætir hjá fólki komist það til valda. Áhrif dópamíns geta verið jákvæð. Fólk fyllist orku, sjálfstrausti og sælutilfinningu. Of mikið dópamín getur hins vegar haft neikvæð áhrif og leitt til hroka, óþolinmæði og vænisýki. Robertson leiðir að því líkur í bók sinni að völd breyti persónuleika og hegðun fólks. Tekur hann hegðun Freds Goodwin sem dæmi um framkomu sem aðeins sjáist í fari einhvers sem hefur mikil völd, einhvers sem kominn er yfir strikið svo að áhrif alls dópamínsins eru orðin neikvæð. En dramb er falli næst. Orðtakinu fékk Fred Goodwin að kynnast af eigin raun stuttu eftir að hann hellti sér yfir starfsfólk Royal Bank of Scotland vegna bleika ískexins. Bankinn fór á hausinn með meiri tilþrifum en sést hefur í breskri viðskiptasögu. Árið 2008 nam tap hans 24 milljörðum punda sem er mesta tap fyrirtækis sem sést hefur í Bretlandi. Breska ríkið þurfti að hlaupa undir bagga og var bankinn ríkisvæddur. Fred Goodwin var látinn fjúka.Hroki, frekja og fánýti Mönnum fara völd misvel. Ólíklegt er að öllum fari þau jafnilla og Fred Goodwin. Og þó. Stundum er eins og á einni helstu valdastofnun Íslands, Alþingi, starfi einmitt hópur velklæddra bavíana sem hnutu um tilviljun, hentust upp valdapíramídann, lentu með nefið á línu af kókaíni, sugu það upp og ráfa nú reikulir um sali löggjafarsamkundunnar með höfuðið fullt af dópamíni og ranghugmyndum um eigið ágæti. Í vikunni átti sér stað á Alþingi atvik í anda bleika ískexins hjá Royal Bank of Scotland hvað varðar hroka, frekju og fánýti. Hið svo kallaða flugvallarfrumvarp sem færir skipulagsvaldið yfir m.a. flugvellinum í Vatnsmýri frá Reykjavíkurborg til Alþingis var afgreitt nánast umræðulaust úr umhverfis- og samgöngunefnd fyrir forgöngu formanns nefndarinnar. Eins og þrír stjórnarandstæðingar bentu á í aðsendri grein hér á síðum Fréttablaðsins í kjölfarið er málið hið furðulegasta. „Ekkert hefur það að gera með þau mál sem brýnust eru í samfélaginu um þessar mundir, svo sem kjaradeilu BHM og heilbrigðisstarfsmanna, húsnæðismálin eða gjaldeyrishöftin.“ Þessi atlaga Framsóknar að stjórnarskrárvörðum réttindum sveitarfélaga er liður í valdafylleríi sem farið er úr böndunum. Flokkurinn er eins og hópur af unglingum sem komst í vínskápinn þegar pabbi og mamma voru ekki heima og kann ekki með veigarnar að fara. Framsóknarmönnum nægir ekki að æla yfir heilu sætaraðirnar í flugvélum heldur verða landsmenn allir nú fyrir spýju geðþóttaákvarðana þeirra og frekju, valdhroka sem stiginn er þeim til höfuðs í bókstaflegri merkingu í formi dópamíns. En hvort sem ofríkið snýr að bleiku ískexi eða flugvellinum í Vatnsmýrinni vitum við öll hvað er handan hornsins. Því eins og Fred Goodwin fékk að kynnast: Dramb er falli næst.
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar