Læsi er forgangsmál í Reykjavík Skúli Helgason skrifar 6. júní 2015 07:00 Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum 3. júní innleiðingaráætlun í lestrarmálum, sem hefur það að markmiði að efla málþroska, lestrarfærni og lesskilning barna og ungmenna í leikskólum og grunnskólum borgarinnar. Áætlunin byggir á tillögum fagráðs sem skilaði af sér í mars og leggur áherslu á snemmtæka íhlutun, markvissa kennsluráðgjöf og starfsþróun og aukinn stuðning við börn sem eiga í lestrarerfiðleikum. Það er metnaðarmál nýs meirihluta í borginni að allur þorri barna í borginni geti lesið sér til gagns á fyrstu árum grunnskólans en mælingar liðinna missera hafa sýnt að allt að þriðjungur barna getur ekki lesið sér til gagns í lok annars bekkjar og nærri 30% drengja eiga í erfiðleikum með lesskilning við lok grunnskólagöngunnar. Það eru alvarleg skilaboð því það er ávísun á lakari menntun þessara einstaklinga en jafnaldra þeirra, ef ekkert er að gert.Snemmtæk íhlutun Grundvallarmarkmið nýju lestrarstefnunnar er að greina snemma og bregðast hratt við lestrarerfiðleikum barna með markvissum aðferðum sem rannsóknir hafa sýnt að skila árangri í að bæta frammistöðu barnanna. Ætlunin er að strax í haust standi öllum grunnskólum borgarinnar til boða að nýta stuðningskerfið Leið til læsis frá og með 1. bekk sem felur í sér skimun og markvissa eftirfylgd með framförum. Þá verða valdir kaflar í lestrargreiningartækinu LOGOS lagðir fyrir nemendur í 3., 6. og 8. bekk, með áherslu á leshraða og lesskilning.Markviss kennsluráðgjöf Leik- og grunnskólakennurum í borginni verður gert kleift að sækja sér símenntun á sviði máls og læsis bæði með hagnýtum námskeiðum og námi á háskólastigi sem metið er til eininga. Fyrir grunnskólastig verði lögð áhersla á námskeið um lestrarkennsluaðferðir fyrir byrjendur og lengra komna, viðbrögð við lestrarörðugleikum og virkt tvítyngi og læsi. Einnig verði boðið upp á námskeið um mat á málþroska og læsi. Fyrir leikskólastig verði lögð áhersla á alla þætti bernskulæsis, virkt tvítyngi og mat á málþroska. Starfsfólki í frístundastarfi verði boðið upp á fræðslu um eflingu máls og læsis í leik og óformlegu námi.Miðstöð máls og læsis Strax í haust verður hafinn undirbúningur að stofnun Miðstöðvar máls og læsis sem mun hafa það hlutverk að styðja við fagmennsku kennara með ráðgjöf, símenntun og stuðningi við markviss vinnubrögð með mál og læsi leik- og grunnskólabarna. Stefnt er að því að Miðstöðin taki til starfa á vormisseri 2016.Aukið samstarf Það er leiðarstef í tillögum að nýrri læsisstefnu að stuðningur við börn frá leikskólaaldri verði markvissari með auknu samstarfi þeirra aðila sem að málum þurfa að koma. Þess vegna er lögð áhersla á náið samstarf leikskóla og grunnskóla m.a. um mælingar á málþroska og nýtingu niðurstaðna úr þeim, samstarf við ungbarnavernd um fræðslu til foreldra um mikilvægi málþroska og bernskulæsis, og aukið faglegt samstarf um sérfræðiþjónustu skóla sem fram fer á þjónustumiðstöðvum borgarinnar. Lykilatriði er að þjónustan sé markviss, byggi á gagnreyndum aðferðum og nýtist börnunum sem um ræðir til að ná betri tökum á þeirri grundvallarfærni sem lestur er fyrir allt frekara nám og vinnu í samfélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Mest lesið Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Sjá meira
Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum 3. júní innleiðingaráætlun í lestrarmálum, sem hefur það að markmiði að efla málþroska, lestrarfærni og lesskilning barna og ungmenna í leikskólum og grunnskólum borgarinnar. Áætlunin byggir á tillögum fagráðs sem skilaði af sér í mars og leggur áherslu á snemmtæka íhlutun, markvissa kennsluráðgjöf og starfsþróun og aukinn stuðning við börn sem eiga í lestrarerfiðleikum. Það er metnaðarmál nýs meirihluta í borginni að allur þorri barna í borginni geti lesið sér til gagns á fyrstu árum grunnskólans en mælingar liðinna missera hafa sýnt að allt að þriðjungur barna getur ekki lesið sér til gagns í lok annars bekkjar og nærri 30% drengja eiga í erfiðleikum með lesskilning við lok grunnskólagöngunnar. Það eru alvarleg skilaboð því það er ávísun á lakari menntun þessara einstaklinga en jafnaldra þeirra, ef ekkert er að gert.Snemmtæk íhlutun Grundvallarmarkmið nýju lestrarstefnunnar er að greina snemma og bregðast hratt við lestrarerfiðleikum barna með markvissum aðferðum sem rannsóknir hafa sýnt að skila árangri í að bæta frammistöðu barnanna. Ætlunin er að strax í haust standi öllum grunnskólum borgarinnar til boða að nýta stuðningskerfið Leið til læsis frá og með 1. bekk sem felur í sér skimun og markvissa eftirfylgd með framförum. Þá verða valdir kaflar í lestrargreiningartækinu LOGOS lagðir fyrir nemendur í 3., 6. og 8. bekk, með áherslu á leshraða og lesskilning.Markviss kennsluráðgjöf Leik- og grunnskólakennurum í borginni verður gert kleift að sækja sér símenntun á sviði máls og læsis bæði með hagnýtum námskeiðum og námi á háskólastigi sem metið er til eininga. Fyrir grunnskólastig verði lögð áhersla á námskeið um lestrarkennsluaðferðir fyrir byrjendur og lengra komna, viðbrögð við lestrarörðugleikum og virkt tvítyngi og læsi. Einnig verði boðið upp á námskeið um mat á málþroska og læsi. Fyrir leikskólastig verði lögð áhersla á alla þætti bernskulæsis, virkt tvítyngi og mat á málþroska. Starfsfólki í frístundastarfi verði boðið upp á fræðslu um eflingu máls og læsis í leik og óformlegu námi.Miðstöð máls og læsis Strax í haust verður hafinn undirbúningur að stofnun Miðstöðvar máls og læsis sem mun hafa það hlutverk að styðja við fagmennsku kennara með ráðgjöf, símenntun og stuðningi við markviss vinnubrögð með mál og læsi leik- og grunnskólabarna. Stefnt er að því að Miðstöðin taki til starfa á vormisseri 2016.Aukið samstarf Það er leiðarstef í tillögum að nýrri læsisstefnu að stuðningur við börn frá leikskólaaldri verði markvissari með auknu samstarfi þeirra aðila sem að málum þurfa að koma. Þess vegna er lögð áhersla á náið samstarf leikskóla og grunnskóla m.a. um mælingar á málþroska og nýtingu niðurstaðna úr þeim, samstarf við ungbarnavernd um fræðslu til foreldra um mikilvægi málþroska og bernskulæsis, og aukið faglegt samstarf um sérfræðiþjónustu skóla sem fram fer á þjónustumiðstöðvum borgarinnar. Lykilatriði er að þjónustan sé markviss, byggi á gagnreyndum aðferðum og nýtist börnunum sem um ræðir til að ná betri tökum á þeirri grundvallarfærni sem lestur er fyrir allt frekara nám og vinnu í samfélaginu.
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun