Fjarðabyggð veitir Eykon aðgang að höfn án gjalds Sveinn Arnarson skrifar 8. júní 2015 07:00 Mjóeyrarhöfn sinnir mikilvægu hlutverki fyrir inn- og útflutning álvers Fjarðaáls. Eykon mun hafa aðstöðu við þá höfn án endurgjalds samkvæmt bæjarstjóra. Olíuleitarfyrirtækið Eykon Energy hefur fengið vilyrði frá Fjarðabyggð um aðgang að hafnarmannvirkjum bæjarfélagsins við Mjóeyrarhöfn endurgjaldslaust meðan á rannsóknum og tilraunaborunum stendur. Þetta staðfestir Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Um talsverða fjármuni er að ræða hvað það varðar Mjóeyrarhöfn var byggð í tengslum við álversframkvæmdir á Reyðarfirði og var að miklu leyti kostuð af ríkisfé í uppbyggingunni eystra. Hafnarsjóður er mjög stöndugur og á um 3,3 milljarða í eigin fé og hagnaður sjóðsins á síðasta ári var um 287 milljónir króna samkvæmt ársreikningi Fjarðabyggðar. Mestu er landað af súráli í Mjóeyrarhöfn og ál flutt út til vinnslu erlendis úr álveri Alcoa Fjarðaáls sem staðsett er nálægt höfninni. Pétur Ólafsson, hafnarstjóri Hafnasamlags Norðurlands, telur þetta ekki skapa aðstöðumun og að höfnin mismuni ekki þeim aðilum sem eiga í viðskiptum við fyrirtækið. „Viðskiptavinir Hafnasamlags Norðurlands njóta allir sömu kjara samkvæmt gjaldskrá hafnasamlagsins. Þegar við höfum gert tilboð í stærri verk höfum við notast við gjaldskrá hafnarinnar og fyrir stærri verk eins og Dysnes höfum við reiknað með að sú framkvæmd sé framkvæmd af okkur enda ekkert fast í hendi með styrkveitingar.“ Eykon Energy hefur ákveðið að Fjarðabyggð verði heimahöfn fyrirtækisins í komandi leit og vinnslu olíu á Drekasvæðinu austur af Íslandi. Mannvit gerði á sínum tíma mat á fjölda staðsetninga og kom Fjarðabyggð best út í þeim samanburði fyrirtækisins. Helstu kostir við Fjarðabyggð voru taldir nálægð við olíumiðin austur af Íslandi og stuttur samgöngutími bæði í lofti og á legi til meginlands Evrópu. Páll Björgvin Guðmundsson „Eykon mun fá aðgang að Mjóeyrarhöfn endurgjaldslaust fyrstu tvö skrefin í verkefni fyrirtækisins,“ segir Páll Björgvin. Fyrsta skrefið eða fasinn snýr að rannsóknum og skimun á svæðinu og næsta skref er síðan tilraunaboranir á svæðinu. Þriðja og síðasta skrefið hjá fyrirtækinu er svo vinnsla olíu en Páll Björgvin segir að vinnslan muni ekki hefjast fyrr en líklega eftir um tíu ár. Þann 2. júní héldu Fljótsdalshérað og Fjarðabyggð málþing um stöðu norðurslóða og hélt Heiðar Már Guðjónsson, framkvæmdastjóri Eykon Energy, erindi þar sem hann fór yfir tímalínu, undirbúning og umfang olíuleitar við Íslandsstrendur. Páll Björgvin segir fundi hafa verið haldna milli Fjarðabyggðar og Eykon um mögulegt samstarf en að ekki sé búið að skrifa undir neinn samning enn sem komið er. „Við höfum átt fundi til að kynna svæðin fyrir þeim. Að sama skapi höfum við átt fundi við aðra aðila, rekstraraðila skemmtiferðaskipa til dæmis, þar sem við kynnum kosti svæðisins til atvinnuuppbyggingar. Það gerist ekki nema að hitta þá sem eru líklegir til að fjárfesta á svæðinu,“ segir Páll Björgvin. Leiðrétt: Í upphaflegu útgáfu fréttarinnar er haft eftir Páli Björgvin bæjarstjóra Fjarðabyggðar að hann staðfesti að um umtalsverðar fjárhæðir er að ræða. Það er rangt. Beðist er velvirðingar á þeim mistökum. Fjarðabyggð Olíuleit á Drekasvæði Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Olíuleitarfyrirtækið Eykon Energy hefur fengið vilyrði frá Fjarðabyggð um aðgang að hafnarmannvirkjum bæjarfélagsins við Mjóeyrarhöfn endurgjaldslaust meðan á rannsóknum og tilraunaborunum stendur. Þetta staðfestir Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Um talsverða fjármuni er að ræða hvað það varðar Mjóeyrarhöfn var byggð í tengslum við álversframkvæmdir á Reyðarfirði og var að miklu leyti kostuð af ríkisfé í uppbyggingunni eystra. Hafnarsjóður er mjög stöndugur og á um 3,3 milljarða í eigin fé og hagnaður sjóðsins á síðasta ári var um 287 milljónir króna samkvæmt ársreikningi Fjarðabyggðar. Mestu er landað af súráli í Mjóeyrarhöfn og ál flutt út til vinnslu erlendis úr álveri Alcoa Fjarðaáls sem staðsett er nálægt höfninni. Pétur Ólafsson, hafnarstjóri Hafnasamlags Norðurlands, telur þetta ekki skapa aðstöðumun og að höfnin mismuni ekki þeim aðilum sem eiga í viðskiptum við fyrirtækið. „Viðskiptavinir Hafnasamlags Norðurlands njóta allir sömu kjara samkvæmt gjaldskrá hafnasamlagsins. Þegar við höfum gert tilboð í stærri verk höfum við notast við gjaldskrá hafnarinnar og fyrir stærri verk eins og Dysnes höfum við reiknað með að sú framkvæmd sé framkvæmd af okkur enda ekkert fast í hendi með styrkveitingar.“ Eykon Energy hefur ákveðið að Fjarðabyggð verði heimahöfn fyrirtækisins í komandi leit og vinnslu olíu á Drekasvæðinu austur af Íslandi. Mannvit gerði á sínum tíma mat á fjölda staðsetninga og kom Fjarðabyggð best út í þeim samanburði fyrirtækisins. Helstu kostir við Fjarðabyggð voru taldir nálægð við olíumiðin austur af Íslandi og stuttur samgöngutími bæði í lofti og á legi til meginlands Evrópu. Páll Björgvin Guðmundsson „Eykon mun fá aðgang að Mjóeyrarhöfn endurgjaldslaust fyrstu tvö skrefin í verkefni fyrirtækisins,“ segir Páll Björgvin. Fyrsta skrefið eða fasinn snýr að rannsóknum og skimun á svæðinu og næsta skref er síðan tilraunaboranir á svæðinu. Þriðja og síðasta skrefið hjá fyrirtækinu er svo vinnsla olíu en Páll Björgvin segir að vinnslan muni ekki hefjast fyrr en líklega eftir um tíu ár. Þann 2. júní héldu Fljótsdalshérað og Fjarðabyggð málþing um stöðu norðurslóða og hélt Heiðar Már Guðjónsson, framkvæmdastjóri Eykon Energy, erindi þar sem hann fór yfir tímalínu, undirbúning og umfang olíuleitar við Íslandsstrendur. Páll Björgvin segir fundi hafa verið haldna milli Fjarðabyggðar og Eykon um mögulegt samstarf en að ekki sé búið að skrifa undir neinn samning enn sem komið er. „Við höfum átt fundi til að kynna svæðin fyrir þeim. Að sama skapi höfum við átt fundi við aðra aðila, rekstraraðila skemmtiferðaskipa til dæmis, þar sem við kynnum kosti svæðisins til atvinnuuppbyggingar. Það gerist ekki nema að hitta þá sem eru líklegir til að fjárfesta á svæðinu,“ segir Páll Björgvin. Leiðrétt: Í upphaflegu útgáfu fréttarinnar er haft eftir Páli Björgvin bæjarstjóra Fjarðabyggðar að hann staðfesti að um umtalsverðar fjárhæðir er að ræða. Það er rangt. Beðist er velvirðingar á þeim mistökum.
Fjarðabyggð Olíuleit á Drekasvæði Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira