Það gekk allt upp Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. júní 2015 06:00 Ólafur Ragnar Grímsson forseti afhendir körfuboltaliðinu silfurverðlaun. „Við erum virkilega hamingjusöm og sátt með það hvernig til tókst hjá okkur,“ segir Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, himinlifandi með góða Smáþjóðaleika sem Ísland hélt með miklum bravör. „Það gekk gjörsamlega allt upp hjá okkur. Ég hef aldrei verið aðalfararstjóri á morgufundum þar sem eins fáar spurningar voru og núna. Þetta gekk vonum framar verð ég að segja. Þetta gekk 100 prósent upp. Við höfum fengið góð viðbrögð frá hinum þjóðunum og þetta er eins sagt er á Ólympíuleikunum: Bestu leikar allra tíma hjá okkur,“ segir Líney hamingjusöm.Ísland með yfirburði Ísland fékk langflest verðlaun allra þjóða á leikunum, eða 115. Þar á eftir kom Lúxemborg með 80 verðlaun og Kýpur fékk 52. Ísland fékk 38 gullverðlaun en Lúxemborg nældi í 34. Með þessum frábæra árangri komst Ísland upp fyrir Kýpur yfir þær þjóðir sem hafa fengið flest verðlaun í sögu leikanna. „Okkar fólk stóð sig frábærlega og gaman að komast aftur á toppinn yfir flest verðlaun. Ísland hefur aldrei fengið svona mörg verðlaun á leikunum áður. Ég held við höfum verið með 96 verðlaun árið 1997 þannig að þetta er mikil bæting á okkar besta árangri.“Jákvæðir sjálfboðaliðar Það þarf margar hendur til þess að láta svona stórt dæmi ganga upp. Aðstoð um 1.200 sjálfboðaliða hafði þar mikið að segja. Yngsti sjálfboðaliðinn var 10 ára og sá elsti um áttrætt. „Við fengum mjög jákvæða dóma fyrir skipulagninguna og ekki síst viðmótið hjá öllum sem unnu að leikunum. Þá sérstaklega sjálfboðaliðunum. Það voru allir brosandi og alúðlegir,“ segir Líney en hún hafði ekki látið sig dreyma um að þetta myndi ganga svona vel. „Að þetta myndi ganga svona hnökralaust var eitthvað sem ég reiknaði ekki með. Ég man ekki eftir neinu stóru sem kom upp.“Gullstelpur. Berglind Gígja Jónsdóttir og Elísabet Einarsdóttir slógu í gegn á Smáþjóðaleikunum er þær unnu gullverðlaun í strandblaki. Þær unnu alla sína leiki.fréttablaðið/andri marínóUm 30 þúsund mættu Líney er mjög ánægð með mætinguna á leikana en frítt var inn á alla viðburði. Mjög vel var mætt á marga viðburði og fólk nýtti sér að stutt var á milli viðburða í Laugardalnum. „Ég á eftir að fá staðfestar tölur frá sérsamböndunum yfir mætingu en það var mjög vel mætt á að ég held alla viðburði. Ég myndi kannski skjóta á að það hafi komið svona 30 þúsund á leikana en við eigum eftir að fá það staðfest. Þetta mót sannar að við getum vel haldið stór íþróttamót á Íslandi. Við höfum þekkinguna og mannskapinn. Með Laugardalinn okkar með öllum þessum íþróttaleikvöngum og hótelum í nágrenninu getum við gert mjög góða hluti. Við erum ótrúlega stolt af þessu og berum höfuðið hátt.“ Framkvæmdastjórinn segir að sérsamböndin hafi nælt sér í mikla reynslu við skipulagningu á þessu móti sem muni nýtast í framtíðinni. „Það er líka gaman hvernig hægt var að nota mannvirkin á mismunandi vegu. Við vorum til að mynda með blak í frjálsíþróttahöllinni. Sú umgjörð þar var alveg frábær og ég heyri ekki annað en að blakfólkið hafi verið mjög ánægt með það. Svo ég tali nú ekki um strandblaksvöllinn líka. Þar tókst vel til,“ segir Líney en það var ekki bara hún og samstarfsmenn hennar sem voru ánægðir með leikana. „Íþróttafólkið sem ég hef talað við var mjög ánægt og stolt af umgjörðinni. Þeim fannst umgjörðin standa vel í samanburði við stóru þjóðirnar. Þetta var öllum til sóma.“ Innlendar Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Stjarnfræðileg upphæð fyrir Super Bowl auglýsingu Í klandri eftir að hafa þóst míga á bikar „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Sjá meira
„Við erum virkilega hamingjusöm og sátt með það hvernig til tókst hjá okkur,“ segir Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, himinlifandi með góða Smáþjóðaleika sem Ísland hélt með miklum bravör. „Það gekk gjörsamlega allt upp hjá okkur. Ég hef aldrei verið aðalfararstjóri á morgufundum þar sem eins fáar spurningar voru og núna. Þetta gekk vonum framar verð ég að segja. Þetta gekk 100 prósent upp. Við höfum fengið góð viðbrögð frá hinum þjóðunum og þetta er eins sagt er á Ólympíuleikunum: Bestu leikar allra tíma hjá okkur,“ segir Líney hamingjusöm.Ísland með yfirburði Ísland fékk langflest verðlaun allra þjóða á leikunum, eða 115. Þar á eftir kom Lúxemborg með 80 verðlaun og Kýpur fékk 52. Ísland fékk 38 gullverðlaun en Lúxemborg nældi í 34. Með þessum frábæra árangri komst Ísland upp fyrir Kýpur yfir þær þjóðir sem hafa fengið flest verðlaun í sögu leikanna. „Okkar fólk stóð sig frábærlega og gaman að komast aftur á toppinn yfir flest verðlaun. Ísland hefur aldrei fengið svona mörg verðlaun á leikunum áður. Ég held við höfum verið með 96 verðlaun árið 1997 þannig að þetta er mikil bæting á okkar besta árangri.“Jákvæðir sjálfboðaliðar Það þarf margar hendur til þess að láta svona stórt dæmi ganga upp. Aðstoð um 1.200 sjálfboðaliða hafði þar mikið að segja. Yngsti sjálfboðaliðinn var 10 ára og sá elsti um áttrætt. „Við fengum mjög jákvæða dóma fyrir skipulagninguna og ekki síst viðmótið hjá öllum sem unnu að leikunum. Þá sérstaklega sjálfboðaliðunum. Það voru allir brosandi og alúðlegir,“ segir Líney en hún hafði ekki látið sig dreyma um að þetta myndi ganga svona vel. „Að þetta myndi ganga svona hnökralaust var eitthvað sem ég reiknaði ekki með. Ég man ekki eftir neinu stóru sem kom upp.“Gullstelpur. Berglind Gígja Jónsdóttir og Elísabet Einarsdóttir slógu í gegn á Smáþjóðaleikunum er þær unnu gullverðlaun í strandblaki. Þær unnu alla sína leiki.fréttablaðið/andri marínóUm 30 þúsund mættu Líney er mjög ánægð með mætinguna á leikana en frítt var inn á alla viðburði. Mjög vel var mætt á marga viðburði og fólk nýtti sér að stutt var á milli viðburða í Laugardalnum. „Ég á eftir að fá staðfestar tölur frá sérsamböndunum yfir mætingu en það var mjög vel mætt á að ég held alla viðburði. Ég myndi kannski skjóta á að það hafi komið svona 30 þúsund á leikana en við eigum eftir að fá það staðfest. Þetta mót sannar að við getum vel haldið stór íþróttamót á Íslandi. Við höfum þekkinguna og mannskapinn. Með Laugardalinn okkar með öllum þessum íþróttaleikvöngum og hótelum í nágrenninu getum við gert mjög góða hluti. Við erum ótrúlega stolt af þessu og berum höfuðið hátt.“ Framkvæmdastjórinn segir að sérsamböndin hafi nælt sér í mikla reynslu við skipulagningu á þessu móti sem muni nýtast í framtíðinni. „Það er líka gaman hvernig hægt var að nota mannvirkin á mismunandi vegu. Við vorum til að mynda með blak í frjálsíþróttahöllinni. Sú umgjörð þar var alveg frábær og ég heyri ekki annað en að blakfólkið hafi verið mjög ánægt með það. Svo ég tali nú ekki um strandblaksvöllinn líka. Þar tókst vel til,“ segir Líney en það var ekki bara hún og samstarfsmenn hennar sem voru ánægðir með leikana. „Íþróttafólkið sem ég hef talað við var mjög ánægt og stolt af umgjörðinni. Þeim fannst umgjörðin standa vel í samanburði við stóru þjóðirnar. Þetta var öllum til sóma.“
Innlendar Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Stjarnfræðileg upphæð fyrir Super Bowl auglýsingu Í klandri eftir að hafa þóst míga á bikar „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti