Aron Einar: Komið á óvart hversu frábær pabbi ég er Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. júní 2015 06:30 Aron Einar Gunnarsson er að spila frábærlega fyrir félagslið og landslið og er nýorðinn pabbi. Fréttablaðið/Valli „Maður er heldur betur farinn að finna fyrir spenningnum fyrir leiknum og það er bara jákvætt,“ segir landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson við Fréttablaðið, en hann var vitaskuld mættur á æfingu landsliðsins í Laugardalnum í gærmorgun. Á föstudagskvöldið spila strákarnir okkar risaleik við Tékkland í undankeppni EM 2016, en þar mætast tvö efstu lið riðilsins. Sigur færir okkar menn nær Evrópumótinu í Frakklandi að ári. „Þetta eru ekki bara einhver þrjú stig eins og við höfum fengið að heyra,“ segir hann og hlær. „Við erum samt ekkert að láta það á okkur fá. Við erum einbeittir og í góðu standi. Við höfum unnið fyrir þessari stöðu sjálfir og Tékkar mæta dýrvitlausum Íslendingum á föstudaginn. Það er klárt.“ Aron skrifaði á dögunum undir nýjan þriggja ára samning við Cardiff í ensku B-deildinni, en hann hefur verið í herbúðum liðsins síðan 2011. „Þetta var alltaf minn hugur. Ég spila mikið þarna og þjálfarinn hefur gífurlega trú á mér,“ segir Aron Einar, en hann spilaði nánast hvern einasta leik á síðustu leiktíð. „Ég fékk tilfinninguna í ár að ég væri virkilega mikilvægur hluti af þessu liði þannig að ef þjálfarinn sem er núna verður í þessu starfi áfram þá er stefnan tekin upp aftur. Maður vill vera hluti af því og svo líður mér vel þarna,“ segir Aron. Hann er búinn að vera á Englandi síðan 2008 þegar hann gekk í raðir Coventry og þrátt fyrir að vera aðeins 26 ára gamall er hann búinn að spila 285 leiki í deild og bikar á Englandi (133 með Coventry og 168 með Cardiff). Hann kveðst ekkert orðinn leiður á Englandi. „England hefur alltaf verið minn fyrsti kostur og ég hef ekkert leitað út fyrir það. Það var einn tímapunktur þar sem ég horfði til Þýskalands, en England er bara svolítið ég,“ segir Aron Einar og heldur áfram: „Ég er orðinn vanur því að spila þar. Maður er alltaf að leita að nýjum áskorununum og vonandi kemur ný áskorun í úrvalsdeildinni með Cardiff. Ég er sáttur og líður vel og þá á maður ekkert að vera neitt að færa sig.“ Undanfarið ár hefur verið magnað í lífi Arons. Hann vann sér aftur inn sæti í Cardiff-liðinu og spilar þar alla leiki, fyrirliðinn er að spila sína langbestu leiki fyrir íslenska landsliðið og þá varð hann faðir í fyrsta sinn í síðasta mánuði. „Mér hefur aldrei liðið betur. Ég er að spila vel og mér líður vel inni á vellinum og fyrir utan völlinn. Ég hef ekki yfir neinu að kvarta,“ segir hann. En hvernig er föðurhlutverkið að fara með hann? „Það er bara gaman. Það hefur komið sjálfum mér á óvart hversu frábær pabbi ég er,“ segir hann og hlær dátt. „Nei, nei. Þetta er bara virkilega skemmtilegt og gaman að sjá fjölskylduna stækka. Þetta er æðislegt,“ segir Aron Einar Gunnarsson. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Sjá meira
„Maður er heldur betur farinn að finna fyrir spenningnum fyrir leiknum og það er bara jákvætt,“ segir landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson við Fréttablaðið, en hann var vitaskuld mættur á æfingu landsliðsins í Laugardalnum í gærmorgun. Á föstudagskvöldið spila strákarnir okkar risaleik við Tékkland í undankeppni EM 2016, en þar mætast tvö efstu lið riðilsins. Sigur færir okkar menn nær Evrópumótinu í Frakklandi að ári. „Þetta eru ekki bara einhver þrjú stig eins og við höfum fengið að heyra,“ segir hann og hlær. „Við erum samt ekkert að láta það á okkur fá. Við erum einbeittir og í góðu standi. Við höfum unnið fyrir þessari stöðu sjálfir og Tékkar mæta dýrvitlausum Íslendingum á föstudaginn. Það er klárt.“ Aron skrifaði á dögunum undir nýjan þriggja ára samning við Cardiff í ensku B-deildinni, en hann hefur verið í herbúðum liðsins síðan 2011. „Þetta var alltaf minn hugur. Ég spila mikið þarna og þjálfarinn hefur gífurlega trú á mér,“ segir Aron Einar, en hann spilaði nánast hvern einasta leik á síðustu leiktíð. „Ég fékk tilfinninguna í ár að ég væri virkilega mikilvægur hluti af þessu liði þannig að ef þjálfarinn sem er núna verður í þessu starfi áfram þá er stefnan tekin upp aftur. Maður vill vera hluti af því og svo líður mér vel þarna,“ segir Aron. Hann er búinn að vera á Englandi síðan 2008 þegar hann gekk í raðir Coventry og þrátt fyrir að vera aðeins 26 ára gamall er hann búinn að spila 285 leiki í deild og bikar á Englandi (133 með Coventry og 168 með Cardiff). Hann kveðst ekkert orðinn leiður á Englandi. „England hefur alltaf verið minn fyrsti kostur og ég hef ekkert leitað út fyrir það. Það var einn tímapunktur þar sem ég horfði til Þýskalands, en England er bara svolítið ég,“ segir Aron Einar og heldur áfram: „Ég er orðinn vanur því að spila þar. Maður er alltaf að leita að nýjum áskorununum og vonandi kemur ný áskorun í úrvalsdeildinni með Cardiff. Ég er sáttur og líður vel og þá á maður ekkert að vera neitt að færa sig.“ Undanfarið ár hefur verið magnað í lífi Arons. Hann vann sér aftur inn sæti í Cardiff-liðinu og spilar þar alla leiki, fyrirliðinn er að spila sína langbestu leiki fyrir íslenska landsliðið og þá varð hann faðir í fyrsta sinn í síðasta mánuði. „Mér hefur aldrei liðið betur. Ég er að spila vel og mér líður vel inni á vellinum og fyrir utan völlinn. Ég hef ekki yfir neinu að kvarta,“ segir hann. En hvernig er föðurhlutverkið að fara með hann? „Það er bara gaman. Það hefur komið sjálfum mér á óvart hversu frábær pabbi ég er,“ segir hann og hlær dátt. „Nei, nei. Þetta er bara virkilega skemmtilegt og gaman að sjá fjölskylduna stækka. Þetta er æðislegt,“ segir Aron Einar Gunnarsson.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Sjá meira